Ísland styður ákall um vopnahlé á heimsvísu Heimsljós samstarf 1. apríl 2020 11:01 UNICEF Ísland tekur undir yfirlýsingu 53 ríkja sem lýsa stuðningi við ákall António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á heimsvísu. Hvatt er til þess að þjóðir heims beini spjótum sínum gegn heimsfaraldri kórónaveiru. Ríkin lýsa sérstaklega yfir áhyggjum af stöðu kvenna og barna, auk þess sem áhersla er lögð á jaðarsetta hópa, fátækari ríki og flóttafólk. Einnig er lýst yfir stuðningi við aðgerðir Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og annarra stofnana SÞ til að tryggja vernd borgara í ríkjum þar sem átök geisa. Að lokum er þökkum komið á framfæri til mannúðar- og heilbrigðisstarfsfólk í framlínu heimsfaraldursins. Óttast stríðsátök Að mati António Guterres er heimsfaraldurinn vegna kórónaveirunnar mesta ógn sem steðjað hefur að mannkyni frá lokum síðari heimstyrjaldar. Hann sagði faraldinn ógn við alla íbúa jarðarinnar og efnahagslegan skell geta leitt til kreppu sem ætti sér ekki hliðstæðu á síðari tímum. Hann kvaðst einnig óttast að faraldurinn verði kveikja að stríðsátökum. Guterres telur eina varnarleikinn í stöðunni felast í alþjóðlegri samstöðu og samvinnu, „að allir sýni samstöðu og gleymi pólitískum leikjum og átti sig á því að mannkynið er í húfi,“ eins og hann orðaði það. Guterres kveðst jafnframt heilshugar styðja heilshugar tillögu forseta Frakklands, Rússlands og Þýskalandskanslara, sem lögð var fram á fundi G20 ríkjanna í síðustu viku, að þau ríki tækju höndum saman um sérstakan stuðning við ríki Afríku. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um félagsleg- og efnahagsleg áhrif COVID-19 Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent
Ísland tekur undir yfirlýsingu 53 ríkja sem lýsa stuðningi við ákall António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á heimsvísu. Hvatt er til þess að þjóðir heims beini spjótum sínum gegn heimsfaraldri kórónaveiru. Ríkin lýsa sérstaklega yfir áhyggjum af stöðu kvenna og barna, auk þess sem áhersla er lögð á jaðarsetta hópa, fátækari ríki og flóttafólk. Einnig er lýst yfir stuðningi við aðgerðir Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og annarra stofnana SÞ til að tryggja vernd borgara í ríkjum þar sem átök geisa. Að lokum er þökkum komið á framfæri til mannúðar- og heilbrigðisstarfsfólk í framlínu heimsfaraldursins. Óttast stríðsátök Að mati António Guterres er heimsfaraldurinn vegna kórónaveirunnar mesta ógn sem steðjað hefur að mannkyni frá lokum síðari heimstyrjaldar. Hann sagði faraldinn ógn við alla íbúa jarðarinnar og efnahagslegan skell geta leitt til kreppu sem ætti sér ekki hliðstæðu á síðari tímum. Hann kvaðst einnig óttast að faraldurinn verði kveikja að stríðsátökum. Guterres telur eina varnarleikinn í stöðunni felast í alþjóðlegri samstöðu og samvinnu, „að allir sýni samstöðu og gleymi pólitískum leikjum og átti sig á því að mannkynið er í húfi,“ eins og hann orðaði það. Guterres kveðst jafnframt heilshugar styðja heilshugar tillögu forseta Frakklands, Rússlands og Þýskalandskanslara, sem lögð var fram á fundi G20 ríkjanna í síðustu viku, að þau ríki tækju höndum saman um sérstakan stuðning við ríki Afríku. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um félagsleg- og efnahagsleg áhrif COVID-19 Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent