Hættur við að hætta til þess að endurnýja kynnin við Brady en nú hjá Buccaneers Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 07:30 Frá Superbowl í febrúar en á næstu leiktíð munu þeir spila saman hjá Buccaneers. vísir/getty Það bárust hrikalega óvæntar fréttir úr NFL-deildinni í gær. Rob Gronkowski, sem hafði gefið það út að hann væri hættur, tók skóna úr hillunni og gekk í raðir Tampa Bay Buccaneers. Gronkowski hafði ásamt goðsögninni Tom Brady verið einn af skærustu stjörnum New England Patriots en í mars á síðasta ári greindi Gronkowski frá því að hann hefði ákveðið að hætta. Fyrir stuttu síðan lét hann svo Patriots vita að hann væri klár á nýjan leik. Hann vildi þó spila með Tom Brady sem gekk í raðir Buccaneers fyrir ekki alls löngu eftir tuttugu ára flekklausan feril með Patriots þar sem hann vann meðal annars Ofurskálina sex sinnum. BREAKING: Patriots agree to trade Rob Gronkowski to the Buccaneers. (via @RapSheet) pic.twitter.com/W28QUzUNKO— NFL (@NFL) April 21, 2020 Þegar hann hætti átti hann eitt ár efir af samningi sínum svo Patriots og Buccaneers gera skipti. Síðarnefnda liðið fær Gronkowski en í stað þess fær Patriots fjórða val í sumarglugganum. Gronkowski þarf ekkert að slaka á launum sínum því hann verður áfram á tíu milljón dollara samningi sínum út þetta ár. Gronkowski er af mörgum talin einn besti innherji sögunnar og hefur marg oft verið valinn í úrvalslið deildarinnar. Síðustu tímabil hefur hann hins vegar glímt mikið við meiðsli og eyddi hann síðasta ári í að kynna alls kyns fyrirtæki; þar á meðal fyrirtæki sem framleiða kannabisefni sem og Wrestling. Þeir eru því sameinaðir á nýjan leik; Tom Brady og Rob Gronkowski en þeir hafa í gegnum árin gert magnaða hluti saman hjá Patriots. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim í nýrri borg. Gronk is coming back!Former New England Patriots tight end Rob Gronkowski is set to come out of retirement to reunite with Tom Brady at the Tampa Bay Buccaneers.Full story: https://t.co/DGChgSANKX pic.twitter.com/LhxJ9V1Cbo— BBC Sport (@BBCSport) April 21, 2020 NFL Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Það bárust hrikalega óvæntar fréttir úr NFL-deildinni í gær. Rob Gronkowski, sem hafði gefið það út að hann væri hættur, tók skóna úr hillunni og gekk í raðir Tampa Bay Buccaneers. Gronkowski hafði ásamt goðsögninni Tom Brady verið einn af skærustu stjörnum New England Patriots en í mars á síðasta ári greindi Gronkowski frá því að hann hefði ákveðið að hætta. Fyrir stuttu síðan lét hann svo Patriots vita að hann væri klár á nýjan leik. Hann vildi þó spila með Tom Brady sem gekk í raðir Buccaneers fyrir ekki alls löngu eftir tuttugu ára flekklausan feril með Patriots þar sem hann vann meðal annars Ofurskálina sex sinnum. BREAKING: Patriots agree to trade Rob Gronkowski to the Buccaneers. (via @RapSheet) pic.twitter.com/W28QUzUNKO— NFL (@NFL) April 21, 2020 Þegar hann hætti átti hann eitt ár efir af samningi sínum svo Patriots og Buccaneers gera skipti. Síðarnefnda liðið fær Gronkowski en í stað þess fær Patriots fjórða val í sumarglugganum. Gronkowski þarf ekkert að slaka á launum sínum því hann verður áfram á tíu milljón dollara samningi sínum út þetta ár. Gronkowski er af mörgum talin einn besti innherji sögunnar og hefur marg oft verið valinn í úrvalslið deildarinnar. Síðustu tímabil hefur hann hins vegar glímt mikið við meiðsli og eyddi hann síðasta ári í að kynna alls kyns fyrirtæki; þar á meðal fyrirtæki sem framleiða kannabisefni sem og Wrestling. Þeir eru því sameinaðir á nýjan leik; Tom Brady og Rob Gronkowski en þeir hafa í gegnum árin gert magnaða hluti saman hjá Patriots. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim í nýrri borg. Gronk is coming back!Former New England Patriots tight end Rob Gronkowski is set to come out of retirement to reunite with Tom Brady at the Tampa Bay Buccaneers.Full story: https://t.co/DGChgSANKX pic.twitter.com/LhxJ9V1Cbo— BBC Sport (@BBCSport) April 21, 2020
NFL Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira