Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 22:35 Ferðaþjónstan hér á landi, og víðast hvar annarsstaðar í heiminum, liggur í dvala þessa dagana. Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklu meira og langvinnara tekjufalli en aðrir geirar. „Það er mjög mikilvægt að komið verði til móts við það, til þess að við verðum tilbúin að taka viðspyrnuna eins vel og við getum,“ sagði Jóhannes eftir kynningu ríkisstjórnarinnar í dag. Hann sagði eiga von á því að forsvarsmenn margra fyrirtækja muni reyna að koma þeim í var og loka. Sérstakar aðgerðir yfirvalda þurfi til að gera það kleift. „Þessar aðgerðir munu aðstoða þau fyrirtæki sem falla innan girðingar, ef svo má segja, við að koma til móts við kostnað sem fellur til á þeim tíma. Við verðum svo að vinna áfram með stjórnvöldum í að skoða hvaða leiðir eru mögulegar til að gera þetta var eins gott og mögulega er hægt.“ Jóhannes Þór sagði að næstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar þurfi að taka mið af ferðaþjónustunni í heild. Mismunandi aðgerðir gætu þurft til handa mis stórum fyrirtækjum. Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Grey Line, skrifaði pistil á Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í kvöld þar sem hann sagði aðgerðapakkan valda sér vonbrigðum. Hann sagði báða aðgerðapakkana gagnast stærsta útflutningsatvinnuvegi þjóðarinnar lítið sem ekkert. „Mesta höggið vegna Covid-19 er á ferðaþjónustuna. Þar er algjört tekjuhrun. Ef ferðaþjónustan á að vera til staðar þegar ferðamenn koma loksins aftur, þá þarf að halda í henni lífi og frysta lánagreiðslur. Brúarlánin duga ekki, því að bankarnir vilja enga áhættu taka af því að lána tekjulausum fyrirtækjum,“ skrifaði Þórir. Hann sagði ekkert tekið á því stóra viðfangsefni að halda ferðaþjónustunni á lífi meðan faraldurinn gangi yfir. „Nýjasti pakkinn lítur meira út eins og nammibarinn í Hagkaup, sitt lítið af hverju sem ráðuneytin og ríkisstofnanirnar geta úthlutað.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklu meira og langvinnara tekjufalli en aðrir geirar. „Það er mjög mikilvægt að komið verði til móts við það, til þess að við verðum tilbúin að taka viðspyrnuna eins vel og við getum,“ sagði Jóhannes eftir kynningu ríkisstjórnarinnar í dag. Hann sagði eiga von á því að forsvarsmenn margra fyrirtækja muni reyna að koma þeim í var og loka. Sérstakar aðgerðir yfirvalda þurfi til að gera það kleift. „Þessar aðgerðir munu aðstoða þau fyrirtæki sem falla innan girðingar, ef svo má segja, við að koma til móts við kostnað sem fellur til á þeim tíma. Við verðum svo að vinna áfram með stjórnvöldum í að skoða hvaða leiðir eru mögulegar til að gera þetta var eins gott og mögulega er hægt.“ Jóhannes Þór sagði að næstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar þurfi að taka mið af ferðaþjónustunni í heild. Mismunandi aðgerðir gætu þurft til handa mis stórum fyrirtækjum. Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Grey Line, skrifaði pistil á Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í kvöld þar sem hann sagði aðgerðapakkan valda sér vonbrigðum. Hann sagði báða aðgerðapakkana gagnast stærsta útflutningsatvinnuvegi þjóðarinnar lítið sem ekkert. „Mesta höggið vegna Covid-19 er á ferðaþjónustuna. Þar er algjört tekjuhrun. Ef ferðaþjónustan á að vera til staðar þegar ferðamenn koma loksins aftur, þá þarf að halda í henni lífi og frysta lánagreiðslur. Brúarlánin duga ekki, því að bankarnir vilja enga áhættu taka af því að lána tekjulausum fyrirtækjum,“ skrifaði Þórir. Hann sagði ekkert tekið á því stóra viðfangsefni að halda ferðaþjónustunni á lífi meðan faraldurinn gangi yfir. „Nýjasti pakkinn lítur meira út eins og nammibarinn í Hagkaup, sitt lítið af hverju sem ráðuneytin og ríkisstofnanirnar geta úthlutað.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira