Valsmenn kenna óvæntum „óvelkomnum“ uppákomum um slæma gengið á síðasta sumri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2020 17:00 Valsmenn horfðu á eftir Íslandsmeistaratitlinum til KR-inga. Vísir/Bára Valsmenn segjast ætla að draga lærdóm af síðasta tímabili í Pepsi Max deild karla þegar þeir enduðu 23 stigum frá Íslandsmeistaratitlinum og átta stigum frá sæti í Evrópukeppni. Valsmenn birtu í morgun ársreikning sinn frá síðasta ári og þar er einnig farið yfir gengi meistaraflokks karla á síðustu leiktíð. Hagnaður knattspyrnudeildarinnar minnkaði um 68 milljónir en var samt sá mesti af öllum liðum Pepsi Max deildarinnar eða 15,9 milljónir króna. Valsmenn mættu til leiks síðasta sumar sem tvöfaldir Íslandsmeistarar og var spáð Íslandsmeistaratitlinum af langflestum enda með frábært liða á pappírnum. Það gekk aftur á móti allt á afturfótunum allt sumarið og Valsliðið tapaði níu leikjum eða fimm fleirum en samanlagt sumurin 2017 og 2018. Valsmenn enduðu að lokum í sjötta sæti, 23 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR og höfðu ekki verið neðar í deildinni í sjö ár. Stigasöfnun og tapleikir Vals undanfarin sumur Pepsi deildin 2015 33 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2016 35 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2017 50 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi deildin 2018 46 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi Max deildin 2019 29 stig og 9 tapleikir (6.sæti) „Óhætt er að segja að væntingar stjórnar, stuðningsmann og knattspyrnusamfélagsins fyrir keppnistímabilið 2019 hafi verið sanngjarnar og miklar fyrir árangri meistaraflokks karla Vals því miklu var tjaldað til í leikmannamálum, þjálfararteymi og allri umgjörð, niðurstaðan var hins vegar gríðarlega vonbrigði sem má ekki endurtaka sig og félagið verið að draga lærdóm af,“ segir í ársreikningi Valsmanna sem var gerður opinber í dag. „Eftirtaldir leikmenn gengu til liðs við félagið, Emil Sigvald Lyng, Lasse Petry, Garu Martin, Kaj Léo Bartalstovu, Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Hannes Halldórsson og Patrick Pedersen snéri aftur um mitt sumar, allt eru þetta frábærir knattspyrnumenn sem miklar vonir voru bundnar við en meiðsli og óvæntar óvelkomnar uppákomur urðu þess valdandi að einhverjir af okkar leikmönnum náðu ekki að blómstra þetta sumarið og árangurinn varð eftir því,“ segir enn fremur í ársreikningi Valsmanna fyrir rekstrarárið 2019. Það má lesa allan ársreikninginn með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Valsmenn segjast ætla að draga lærdóm af síðasta tímabili í Pepsi Max deild karla þegar þeir enduðu 23 stigum frá Íslandsmeistaratitlinum og átta stigum frá sæti í Evrópukeppni. Valsmenn birtu í morgun ársreikning sinn frá síðasta ári og þar er einnig farið yfir gengi meistaraflokks karla á síðustu leiktíð. Hagnaður knattspyrnudeildarinnar minnkaði um 68 milljónir en var samt sá mesti af öllum liðum Pepsi Max deildarinnar eða 15,9 milljónir króna. Valsmenn mættu til leiks síðasta sumar sem tvöfaldir Íslandsmeistarar og var spáð Íslandsmeistaratitlinum af langflestum enda með frábært liða á pappírnum. Það gekk aftur á móti allt á afturfótunum allt sumarið og Valsliðið tapaði níu leikjum eða fimm fleirum en samanlagt sumurin 2017 og 2018. Valsmenn enduðu að lokum í sjötta sæti, 23 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR og höfðu ekki verið neðar í deildinni í sjö ár. Stigasöfnun og tapleikir Vals undanfarin sumur Pepsi deildin 2015 33 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2016 35 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2017 50 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi deildin 2018 46 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi Max deildin 2019 29 stig og 9 tapleikir (6.sæti) „Óhætt er að segja að væntingar stjórnar, stuðningsmann og knattspyrnusamfélagsins fyrir keppnistímabilið 2019 hafi verið sanngjarnar og miklar fyrir árangri meistaraflokks karla Vals því miklu var tjaldað til í leikmannamálum, þjálfararteymi og allri umgjörð, niðurstaðan var hins vegar gríðarlega vonbrigði sem má ekki endurtaka sig og félagið verið að draga lærdóm af,“ segir í ársreikningi Valsmanna sem var gerður opinber í dag. „Eftirtaldir leikmenn gengu til liðs við félagið, Emil Sigvald Lyng, Lasse Petry, Garu Martin, Kaj Léo Bartalstovu, Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Hannes Halldórsson og Patrick Pedersen snéri aftur um mitt sumar, allt eru þetta frábærir knattspyrnumenn sem miklar vonir voru bundnar við en meiðsli og óvæntar óvelkomnar uppákomur urðu þess valdandi að einhverjir af okkar leikmönnum náðu ekki að blómstra þetta sumarið og árangurinn varð eftir því,“ segir enn fremur í ársreikningi Valsmanna fyrir rekstrarárið 2019. Það má lesa allan ársreikninginn með því að smella hér.
Stigasöfnun og tapleikir Vals undanfarin sumur Pepsi deildin 2015 33 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2016 35 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2017 50 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi deildin 2018 46 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi Max deildin 2019 29 stig og 9 tapleikir (6.sæti)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira