Bárðarbunga sennilega öflugasta eldstöðvarkerfi landsins Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2020 07:00 Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bárðarbunga er sennilega öflugasta eldstöðvakerfi landsins og í undirbúningi fyrir næsta gos. Ásamt því að vera hugsanlega það öflugasta er Bárðarbunga einnig viðamesta eldstöðvarkerfi landsins, allt að 190 kílómetra langt og 25 kílómetra breitt. Á mánudag varð öflugur skjálfti í Bárðarbungu, tæplega fimm á stærð, en fimm skjálftar hafa orðið í Bárðarbungu af þeirri stærð frá því gosið í Holuhrauni lauk árið 2015. Árið 2014 var vel fylgst með Bárðarbungu enda augljóst að þar var kvikusöfnun í gangi. 29. ágúst það ár hafði kvikan í Bárðarbungu leitað 50 kílómetra norðaustur og kom upp á eins kílómetra langri sprungu í Holuhrauni. 28. febrúar árið 2015 lýsti vísindaráð almannavarna því yfir að gosinu í Holuhrauni væri lokið. En friðurinn stóð ekki yfir lengi. Haustið 2015 var kvikusöfnun hafin á ný með tilheyrandi skjálftavirkni sem enn stendur yfir. Eldstöðvarkefi Bárðarbungu nær suðvestur til Torfajökuls og norðaustur að Öskju.map.is „Þessi stóri skjálfti á mánudag er framhald af röð af slíkum skjálftum sem hefur verið í gangi alveg síðan haustið 2015 eftir að gosinu í Holuhrauni lauk og siginu þar með í Bárðarbungu. Þá var rólegt í nokkra mánuði en síðan fór að aukast skjálftavirknin aftur haustið 2015 og aðrar vísbendingar voru um það að það væri hafin kvikusöfnun upp á nýtt í Bárðarbungu. Þetta hefur haldið áfram óslitið síðan. Það líða nokkrir mánuðir á milli stórra skjálfta eins og núna eru en þetta er í raun og veru bara framhald af þessari skjálftasyrpu sem hófst þarna haustið 2015,“ segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, um væringarnar í Bárðarbungu. Gosið gæti hvar sem er á Bárðarbungukerfinu Hann segir eldstöðvarkerfi Bárðarbungu í fullum gangi. „Þannig að það er í gangi raun og veru atburðarás sem ekkert sér fyrir endann á. Þetta er bara liður í henni. Ef að þessi kvikusöfnun heldur áfram þá leiðir það nú til frekari atburða og þeir gætu verið af ýmsum toga því Bárðarbungu eldstöðvarkerfið er mjög öflugt kerfi. Sennilega það öflugasta hér á landi.“ Páll bendir á að eldstöðvarkerfi Bárðarbungu nái alla leið suðvestur í Torfajökul og norðaustur að Öskju. „Þannig að það gæti svo sem verið atburðir hvar sem er á þessu kerfi. Bárðarbunga er naflinn í kerfinu og þar sum sé kvikusöfnun í gangi,“ segir Páll. Gæti tekið ár og áratugi Þetta ferli geti tekið mörg ár og ekkert endilega að fara að gerast á næstu vikum eða mánuðum. „Það gæti tekið ár eða jafnvel áratugi að safna þeirri kviku sem þarf til að koma næstu atburðum af stað.“ Við hvernig gosi má búast úr Bárðarbungu segir Páll ekki til neins að koma með einhverja heimsendaspá þó að Bárðarbungu sé að safna kviku. Eldstöðvarkerfin á Íslandi eru rúmlega þrjátíu talsins. „Þau geta gosið litlum gosum, stórum gosum og hamfaragosum. Og Bárðarbunga er kannski öflugasta kerfið. Bárðarbungukerfið er allavega það lang umfangsmesta af eldstöðvarkerfunum hér á landi. Hún getur gert alla mögulega skapaða hluti. Það geta verið hryllilegir atburðir og það geta verið meinlausir atburðir,“ segir Páll. Nokkur kerfi sýnt lífsmark Þetta sé partur af því að lifa á Íslandi þar sem eru 30 virk eldstöðvarkerfi og fjögur til fimm þeirra hafi sýnt lífsmark undanfarna mánuði og ár. „Og Bárðarbunga er eitt af þeim. Grímsvötn eru nú kannski einna næst því að gjósa. Þar hefur gos verið í undirbúningi alveg síðan síðasta gosi lauk árið 2011. Hekla hefur verið líka að undirbúa gos frá 2000 þegar hún gaus síðast. Katla er með allra rólegasta móti um þessar mundir. Það er kannski ekki við miklu að búast þar eins og sakir standa. En svo erum við náttúrlega með eldfjallakerfi hér nálægt höfuðborgarsvæðinu sem er Grindavík. Það hefur sýnt merki um kvikusöfnun alveg núna síðan í lok janúar,“ segir Páll Síðastliðinn ellefu hundruð ár hefur gosið 27 sinnum í Bárðarbungu, eða ríflega tvisvar á hverri öld. Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Bárðarbunga er sennilega öflugasta eldstöðvakerfi landsins og í undirbúningi fyrir næsta gos. Ásamt því að vera hugsanlega það öflugasta er Bárðarbunga einnig viðamesta eldstöðvarkerfi landsins, allt að 190 kílómetra langt og 25 kílómetra breitt. Á mánudag varð öflugur skjálfti í Bárðarbungu, tæplega fimm á stærð, en fimm skjálftar hafa orðið í Bárðarbungu af þeirri stærð frá því gosið í Holuhrauni lauk árið 2015. Árið 2014 var vel fylgst með Bárðarbungu enda augljóst að þar var kvikusöfnun í gangi. 29. ágúst það ár hafði kvikan í Bárðarbungu leitað 50 kílómetra norðaustur og kom upp á eins kílómetra langri sprungu í Holuhrauni. 28. febrúar árið 2015 lýsti vísindaráð almannavarna því yfir að gosinu í Holuhrauni væri lokið. En friðurinn stóð ekki yfir lengi. Haustið 2015 var kvikusöfnun hafin á ný með tilheyrandi skjálftavirkni sem enn stendur yfir. Eldstöðvarkefi Bárðarbungu nær suðvestur til Torfajökuls og norðaustur að Öskju.map.is „Þessi stóri skjálfti á mánudag er framhald af röð af slíkum skjálftum sem hefur verið í gangi alveg síðan haustið 2015 eftir að gosinu í Holuhrauni lauk og siginu þar með í Bárðarbungu. Þá var rólegt í nokkra mánuði en síðan fór að aukast skjálftavirknin aftur haustið 2015 og aðrar vísbendingar voru um það að það væri hafin kvikusöfnun upp á nýtt í Bárðarbungu. Þetta hefur haldið áfram óslitið síðan. Það líða nokkrir mánuðir á milli stórra skjálfta eins og núna eru en þetta er í raun og veru bara framhald af þessari skjálftasyrpu sem hófst þarna haustið 2015,“ segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, um væringarnar í Bárðarbungu. Gosið gæti hvar sem er á Bárðarbungukerfinu Hann segir eldstöðvarkerfi Bárðarbungu í fullum gangi. „Þannig að það er í gangi raun og veru atburðarás sem ekkert sér fyrir endann á. Þetta er bara liður í henni. Ef að þessi kvikusöfnun heldur áfram þá leiðir það nú til frekari atburða og þeir gætu verið af ýmsum toga því Bárðarbungu eldstöðvarkerfið er mjög öflugt kerfi. Sennilega það öflugasta hér á landi.“ Páll bendir á að eldstöðvarkerfi Bárðarbungu nái alla leið suðvestur í Torfajökul og norðaustur að Öskju. „Þannig að það gæti svo sem verið atburðir hvar sem er á þessu kerfi. Bárðarbunga er naflinn í kerfinu og þar sum sé kvikusöfnun í gangi,“ segir Páll. Gæti tekið ár og áratugi Þetta ferli geti tekið mörg ár og ekkert endilega að fara að gerast á næstu vikum eða mánuðum. „Það gæti tekið ár eða jafnvel áratugi að safna þeirri kviku sem þarf til að koma næstu atburðum af stað.“ Við hvernig gosi má búast úr Bárðarbungu segir Páll ekki til neins að koma með einhverja heimsendaspá þó að Bárðarbungu sé að safna kviku. Eldstöðvarkerfin á Íslandi eru rúmlega þrjátíu talsins. „Þau geta gosið litlum gosum, stórum gosum og hamfaragosum. Og Bárðarbunga er kannski öflugasta kerfið. Bárðarbungukerfið er allavega það lang umfangsmesta af eldstöðvarkerfunum hér á landi. Hún getur gert alla mögulega skapaða hluti. Það geta verið hryllilegir atburðir og það geta verið meinlausir atburðir,“ segir Páll. Nokkur kerfi sýnt lífsmark Þetta sé partur af því að lifa á Íslandi þar sem eru 30 virk eldstöðvarkerfi og fjögur til fimm þeirra hafi sýnt lífsmark undanfarna mánuði og ár. „Og Bárðarbunga er eitt af þeim. Grímsvötn eru nú kannski einna næst því að gjósa. Þar hefur gos verið í undirbúningi alveg síðan síðasta gosi lauk árið 2011. Hekla hefur verið líka að undirbúa gos frá 2000 þegar hún gaus síðast. Katla er með allra rólegasta móti um þessar mundir. Það er kannski ekki við miklu að búast þar eins og sakir standa. En svo erum við náttúrlega með eldfjallakerfi hér nálægt höfuðborgarsvæðinu sem er Grindavík. Það hefur sýnt merki um kvikusöfnun alveg núna síðan í lok janúar,“ segir Páll Síðastliðinn ellefu hundruð ár hefur gosið 27 sinnum í Bárðarbungu, eða ríflega tvisvar á hverri öld.
Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira