Fótbolti

„Ef einhver kemur með sönnun á því að Arsenal hafi boðið mér samning þá mun ég gefa honum milljón pund“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Persie fagnar marki í búningi United.
Van Persie fagnar marki í búningi United. vísir/getty

Robin van Persie segir að það hafi verið Arsenal að kenna að hann hafi yfirgefið félagið og gengið í raðir Manchester United árið 2012 því hann hafi einfaldlega ekki fengið nýtt samningstilboð frá Lundúnarliðinu.

Það voru margir stuðningsmenn Arsenal í sárum er Van Persie yfirgefa Norður-Lundúnarliðið fyrir erkifjendurna í United fyrir 24 milljónir punda árið 2012 en hann varð stráði salti í árin er hann varð enskur meistari með United.

Í nýju viðtali segir Hollendingurinn frá því að þetta hafi ekki verið hans ákvörðun heldur hafi Arsenal ekki boðið honum nægilega góðan samning svo hann hafi neyðst til þess að taka þessa ákvörðun.

„Ég fékk gagnrýnina en ég sver það við börnin mín að ef einhver getur sannað það að Arsenal hafi boðið mér samning þá mun ég gefa honum milljón pund í dag,“ sagði Hollendingurinn sem var í viðtali við hlaðvarpið The High Performance.

„Þetta var ákvörðun Arsenal að bjóða mér ekki nýjan samning og það er þeirra. Eftir marga fundi þá var það klárt að við vorum ekki sammála um framtíðina. Ég var með sjö punkta þar sem ég sá að Arsenal gæti bætt sig og varðandi þessa hluti þá var hægt að fara strax í að laga þá til þess að keppa við stóru liðin.“

„Það skiptir ekki máli hvaða punktar þetta voru. Það sem skiptir máli er að Ivan Gazidis yfirmaður knattspyrnumála var ekki sammála einum af þessum hlutum sem er bara hans skoðun. Svo það fór fyrir stjórnina sem bauð mér ekki nýjan samning. Þeir voru ekki sammála mér, sem var bara að reyna hjálpa félaginu fram á við.“

„Þetta er ekki vandamál í dag. Svona er lífið hjá topp félagi og ég er ánægður hvernig þetta allt endaði. Ég fór til Man. United og við unnum deildina svo þetta er fullkomið fyrir mig,“ sagði sá hollenski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×