Einvala lið leikara í fyrstu sápuóperu Íslands sem gerist í rauntíma Stefán Árni Pálsson skrifar 22. apríl 2020 14:15 Jóhannes Haukur, Katla Margrét og Aron Már fara með aðalhlutverk ásamt mörgum gestaleikurum. Sápan eru nýir íslenskir grín sápuóperu þættir á Stöð 2 þar sem þjóðþekktir Íslendingar mæta í gestahlutverkum og leika á móti aðalpersónum þáttanna. Leikarar eru meðvitaðir um að þeir séu að leika í sápuþætti þar sem allt er leyfilegt. Í aðalhlutverkum eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Aron Már Ólafsson og Arnar Jónsson. Katla og Jóhannes Haukur leika par sem aldrei giftu sig en hafa verið saman í 15 ár. Eftir mikla einangrun í kórónuveiru ástandinu hefur Katla gert upp hug sinn. Hún vill skilnað og þau búa í meðalstórri íbúð á höfuðborgarsvæðinu á góðum stað. Jóhannes leikur mann sem starfar sem endurskoðandi en hefði viljað vinna við eitthvað nær náttúrunni en hafði aldrei kjarkinn til að elta draumana. Katla leikur aftur á móti konu sem starfar sem hárgreiðslukona og hefur ekki getað sinnt vinnunni síðan Covid-19 ástandið skall á, en hefur komið fyrir stól inni í íbúð þar sem hún fær til sín kúnna í tíma og ótíma sem fer ekki vel í eiginmanninn. Aron Már leikur karakter sem er nýfluttur í blokkina. Myndarlegur, hress og skemmtilegur strákur sem elskar að ferðast og hefur augastað á Kötlu. Karakter Jóhannesar eignast skyndilega fullt af peningum eftir að hann vinnur í lottóinu. Katla fer strax í það að sannfæra hann um að núna sé kominn tími til að gifta sig, bara svo hún geti drepið hann með aðstoð Arons og þau flutt saman til Balí. Áhorfendur Stöðvar 2 geta síðan séð hvort ætlunarverkið takist. Skemmtileg áhætta Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastóri Fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone segir að þarna sé gamall draumur að rætast. „Að vera með leikna sjónvarpsseríu í rauntíma þar sem hægt er tengja samfélagsmál og það sem er í brennidepli hverju sinni við söguþráð þáttanna. Þetta er skemmtileg áhætta en á sama tíma áskorun. Hins vegar er ég sannfærður um að þetta verði frábært sjónvarpsefni enda leikararnir stórkostlegir, fantagóður leikstjóri og framleiðendur meðal þeirra reyndustu á landinu,“ segir Þórhallur. Baldvin Z, framleiðandi og einn af eigendum Glassriver sem framleiðir seríuna, segir að þau hafi langað að láta covid aðstæðurnar ýta þeim á einhvern stað sem myndi ögra þeim, ferlinu og sköpuninni. „Við vitum að þetta er mjög mikil áhætta að gera þetta, en útkoman varð þessi sturlaða pæling. Að sýna Covidvænt verkefni með nánast rauntíma söguþræði, sýna á hverjum föstudegi í heilan mánuð á Stöð 2 í formi Soapecom sem er einhverskonar blanda af Sit-Com og Sápu. Serían verður spéspegill á ástandinu og fólkið í landinu mun hafa áhrif á framvindu með því að getað sent inn hugmyndir af sögulínum,“ segir Baldvin en þátturinn verður tekinn upp samdægurs og hann er sendur út. „Þetta getur ekki klikkað,“ segir Baldvin og hlær en þættirnir fara af stað 8. maí. Áhorfendur Stöðvar 2 geta haft áhrif á söguþráðinn í hverri viku og senda inn hugmynd að framhaldi næsta þáttar. Höfundar þáttanna eru þeir Fannar Sveinsson, Baldvin Z og Benedikt Valsson og mun Fannar leikstýra. Menning Sápan Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Sápan eru nýir íslenskir grín sápuóperu þættir á Stöð 2 þar sem þjóðþekktir Íslendingar mæta í gestahlutverkum og leika á móti aðalpersónum þáttanna. Leikarar eru meðvitaðir um að þeir séu að leika í sápuþætti þar sem allt er leyfilegt. Í aðalhlutverkum eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Aron Már Ólafsson og Arnar Jónsson. Katla og Jóhannes Haukur leika par sem aldrei giftu sig en hafa verið saman í 15 ár. Eftir mikla einangrun í kórónuveiru ástandinu hefur Katla gert upp hug sinn. Hún vill skilnað og þau búa í meðalstórri íbúð á höfuðborgarsvæðinu á góðum stað. Jóhannes leikur mann sem starfar sem endurskoðandi en hefði viljað vinna við eitthvað nær náttúrunni en hafði aldrei kjarkinn til að elta draumana. Katla leikur aftur á móti konu sem starfar sem hárgreiðslukona og hefur ekki getað sinnt vinnunni síðan Covid-19 ástandið skall á, en hefur komið fyrir stól inni í íbúð þar sem hún fær til sín kúnna í tíma og ótíma sem fer ekki vel í eiginmanninn. Aron Már leikur karakter sem er nýfluttur í blokkina. Myndarlegur, hress og skemmtilegur strákur sem elskar að ferðast og hefur augastað á Kötlu. Karakter Jóhannesar eignast skyndilega fullt af peningum eftir að hann vinnur í lottóinu. Katla fer strax í það að sannfæra hann um að núna sé kominn tími til að gifta sig, bara svo hún geti drepið hann með aðstoð Arons og þau flutt saman til Balí. Áhorfendur Stöðvar 2 geta síðan séð hvort ætlunarverkið takist. Skemmtileg áhætta Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastóri Fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone segir að þarna sé gamall draumur að rætast. „Að vera með leikna sjónvarpsseríu í rauntíma þar sem hægt er tengja samfélagsmál og það sem er í brennidepli hverju sinni við söguþráð þáttanna. Þetta er skemmtileg áhætta en á sama tíma áskorun. Hins vegar er ég sannfærður um að þetta verði frábært sjónvarpsefni enda leikararnir stórkostlegir, fantagóður leikstjóri og framleiðendur meðal þeirra reyndustu á landinu,“ segir Þórhallur. Baldvin Z, framleiðandi og einn af eigendum Glassriver sem framleiðir seríuna, segir að þau hafi langað að láta covid aðstæðurnar ýta þeim á einhvern stað sem myndi ögra þeim, ferlinu og sköpuninni. „Við vitum að þetta er mjög mikil áhætta að gera þetta, en útkoman varð þessi sturlaða pæling. Að sýna Covidvænt verkefni með nánast rauntíma söguþræði, sýna á hverjum föstudegi í heilan mánuð á Stöð 2 í formi Soapecom sem er einhverskonar blanda af Sit-Com og Sápu. Serían verður spéspegill á ástandinu og fólkið í landinu mun hafa áhrif á framvindu með því að getað sent inn hugmyndir af sögulínum,“ segir Baldvin en þátturinn verður tekinn upp samdægurs og hann er sendur út. „Þetta getur ekki klikkað,“ segir Baldvin og hlær en þættirnir fara af stað 8. maí. Áhorfendur Stöðvar 2 geta haft áhrif á söguþráðinn í hverri viku og senda inn hugmynd að framhaldi næsta þáttar. Höfundar þáttanna eru þeir Fannar Sveinsson, Baldvin Z og Benedikt Valsson og mun Fannar leikstýra.
Menning Sápan Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira