ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. apríl 2020 10:33 Íslensk stjórnvöld verða að breyta því hvernig áfengi er valið í Fríhöfnina að mati ESA. Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt. Íslensk stjórnvöld verði að tryggja að þetta kerfi sé án mismununar þannig að jafnræði sé mili birgja og neytendur geti gengið að auknu vöruúrvali. Niðurstaða rökkstudd álits sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA, gaf út í dag er á þá leið að smásala áfengis í Fríhöfninni samræmist þannig ekki EES-samningnum. Íslenskum stjórnvöldum gefast þrír mánuðir til að bæta úr málum en ESA hefur áður ávítt stjórnvöld fyrir áfengissölufyrirkomulagið í Fríhöfninni. Forsagan er sú að ESA barst kvörtun árið 2016 frá íslenskum áfengisinnflytjanda sem sagði að Fríhöfnin hefði ekki tekið upp neinar hlutlægar eða gegnsæjar reglur um innkaup. Reglurnar virtust handahófskenndar og þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki getað komið vörum sínum í hillur Fríhafnarinnar. Niðurstaða ESA var sú að sala áfengis í verslunum Fríhafnarinnar bryti í bága við EES-samninginn, nánar tiltekið 16. grein samningsins. Í raun væri ríkiseinokun í Fríhöfninni og hefði ekki tekið upp gegnsæjar reglur sem tryggðu að engum heildsölum væri mismunað í tengslum við innkaup og vöruúrval. Ísland hefur fallist á að fyrirkomulag við smásölu áfengis í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé ríkiseinkasala. Íslandi ber þess vegna að sögn ESA að tryggja að vöruvalskerfið sé i samræmi við EES-reglur. ESA bendir líka á það að markaðssetning og auglýsing á áfengum drykkjum verði að vera óhlutdræg og án mismununar. Vöruvalskerfi sem samræmist EES-reglum er ætlað að tryggja aukið vöruúrval fyrir neytendur og jafnræði milli birgja, sem fyrr segir gerir vöruvalskerfi Fríhafnarinnar það ekki. ESA sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í nóvember 2018. Þrátt fyrir að liðið sé rúmlega eitt og hálft ár hafa íslensk stjórnvöld ekki gert nauðsynlegar breytingar að mati ESA. Þess vegna gaf ESA út í dag rökstutt álit þar sem Íslandi eru gefnir þrír mánuðir til að fullnægja kröfum EES-réttar. Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. ESA getur vísað málinu til EFTA-dómstólsins bregðist íslensk stjórnvöld ekki við með fullnægjandi hætti. Keflavíkurflugvöllur Áfengi og tóbak Samkeppnismál Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt. Íslensk stjórnvöld verði að tryggja að þetta kerfi sé án mismununar þannig að jafnræði sé mili birgja og neytendur geti gengið að auknu vöruúrvali. Niðurstaða rökkstudd álits sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA, gaf út í dag er á þá leið að smásala áfengis í Fríhöfninni samræmist þannig ekki EES-samningnum. Íslenskum stjórnvöldum gefast þrír mánuðir til að bæta úr málum en ESA hefur áður ávítt stjórnvöld fyrir áfengissölufyrirkomulagið í Fríhöfninni. Forsagan er sú að ESA barst kvörtun árið 2016 frá íslenskum áfengisinnflytjanda sem sagði að Fríhöfnin hefði ekki tekið upp neinar hlutlægar eða gegnsæjar reglur um innkaup. Reglurnar virtust handahófskenndar og þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki getað komið vörum sínum í hillur Fríhafnarinnar. Niðurstaða ESA var sú að sala áfengis í verslunum Fríhafnarinnar bryti í bága við EES-samninginn, nánar tiltekið 16. grein samningsins. Í raun væri ríkiseinokun í Fríhöfninni og hefði ekki tekið upp gegnsæjar reglur sem tryggðu að engum heildsölum væri mismunað í tengslum við innkaup og vöruúrval. Ísland hefur fallist á að fyrirkomulag við smásölu áfengis í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé ríkiseinkasala. Íslandi ber þess vegna að sögn ESA að tryggja að vöruvalskerfið sé i samræmi við EES-reglur. ESA bendir líka á það að markaðssetning og auglýsing á áfengum drykkjum verði að vera óhlutdræg og án mismununar. Vöruvalskerfi sem samræmist EES-reglum er ætlað að tryggja aukið vöruúrval fyrir neytendur og jafnræði milli birgja, sem fyrr segir gerir vöruvalskerfi Fríhafnarinnar það ekki. ESA sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í nóvember 2018. Þrátt fyrir að liðið sé rúmlega eitt og hálft ár hafa íslensk stjórnvöld ekki gert nauðsynlegar breytingar að mati ESA. Þess vegna gaf ESA út í dag rökstutt álit þar sem Íslandi eru gefnir þrír mánuðir til að fullnægja kröfum EES-réttar. Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. ESA getur vísað málinu til EFTA-dómstólsins bregðist íslensk stjórnvöld ekki við með fullnægjandi hætti.
Keflavíkurflugvöllur Áfengi og tóbak Samkeppnismál Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira