Öryggisfjarlægð erfið í framkvæmd á snyrtistofum sem séu engir veislusalir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2020 13:02 Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga. Samtök iðnaðarins Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður félags íslenskra snyrtifræðinga, fagnar lokunarstyrkjum ríkisstjórnarinnar en bendir á að rekstur snyrtifræðinga verði ekki órofinn eftir 4. maí vegna tveggja metra reglunnar. Vinnuaðstöðu snyrtifræðinga sé ekki hægt að líkja við veislusali. Sérstakir lokunarstyrkir eru á meðal þess sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi sínum í gær til að bregðast við efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins sem nú geisar. Styrkirnir standa þeim rekstraraðilum til boða sem var gert skylt að hætta starfsemi tímabundið til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirtækjunum bjóðast styrkir upp á að allt að 2,5 milljónir króna auk þess sem lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Stétt snyrtifræðinga hefur orðið fyrir verulegum skakkaföllum vegna veirunnar. „Við að sjálfsögðu fögnum þessum lokunarstyrkjum sem komu fram í gær til fyrirtækja sem þurftu að loka sökum sóttvarna. Það sem á eftir að koma í ljós er hvernig þessir styrkir nýtast miðað við þau skilyrði sem hafa verið sett.“ Megin skilyrðið er að umsóknaraðila hafi verið gert að hætta starfsemi vegna farsóttarinnar og að tekjur hans í apríl 2020 hafi verið að minnsta kosti 75% lægri en þær voru í sama mánuði fyrir ári. Umsóknaraðilinn má heldur ekki vera í vanskilum með opinbergjöld, skatta og með skattsektir sem komnar voru á eindaga fyrir lok árs 2019. Þá má bú hans ekki heldur hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta. Agnes segir gott að hugsa til þess að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir þeim efnahagslega skaða sem fyrirtækin hafa orðið fyrir. „En á móti kemur náttúrulega er að það er búið að vera að greiða laun á stofum. Þannig að það er töluvert mikill kostnaður sem situr eftir þar sem eru fleiri starfsmenn heldur en þar sem eru einyrkjar þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig þetta verður. Svo náttúrulega það sem ekki er búið að hugsa út í er það eftir að við megum opna á ný þá þurfum við að passa upp á þessa tveggja metra reglu á milli viðskiptavina.“ Eftir 4. maí sé ljóst að reksturinn verður ekki órofinn. „Plássið er bara misjafnlega mikið á þessum stofum. Við erum ekkert með ballsali. Þetta eru hlutir sem eiga bara eftir að koma í ljós,“ segir Agnes. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður félags íslenskra snyrtifræðinga, fagnar lokunarstyrkjum ríkisstjórnarinnar en bendir á að rekstur snyrtifræðinga verði ekki órofinn eftir 4. maí vegna tveggja metra reglunnar. Vinnuaðstöðu snyrtifræðinga sé ekki hægt að líkja við veislusali. Sérstakir lokunarstyrkir eru á meðal þess sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi sínum í gær til að bregðast við efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins sem nú geisar. Styrkirnir standa þeim rekstraraðilum til boða sem var gert skylt að hætta starfsemi tímabundið til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirtækjunum bjóðast styrkir upp á að allt að 2,5 milljónir króna auk þess sem lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Stétt snyrtifræðinga hefur orðið fyrir verulegum skakkaföllum vegna veirunnar. „Við að sjálfsögðu fögnum þessum lokunarstyrkjum sem komu fram í gær til fyrirtækja sem þurftu að loka sökum sóttvarna. Það sem á eftir að koma í ljós er hvernig þessir styrkir nýtast miðað við þau skilyrði sem hafa verið sett.“ Megin skilyrðið er að umsóknaraðila hafi verið gert að hætta starfsemi vegna farsóttarinnar og að tekjur hans í apríl 2020 hafi verið að minnsta kosti 75% lægri en þær voru í sama mánuði fyrir ári. Umsóknaraðilinn má heldur ekki vera í vanskilum með opinbergjöld, skatta og með skattsektir sem komnar voru á eindaga fyrir lok árs 2019. Þá má bú hans ekki heldur hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta. Agnes segir gott að hugsa til þess að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir þeim efnahagslega skaða sem fyrirtækin hafa orðið fyrir. „En á móti kemur náttúrulega er að það er búið að vera að greiða laun á stofum. Þannig að það er töluvert mikill kostnaður sem situr eftir þar sem eru fleiri starfsmenn heldur en þar sem eru einyrkjar þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig þetta verður. Svo náttúrulega það sem ekki er búið að hugsa út í er það eftir að við megum opna á ný þá þurfum við að passa upp á þessa tveggja metra reglu á milli viðskiptavina.“ Eftir 4. maí sé ljóst að reksturinn verður ekki órofinn. „Plássið er bara misjafnlega mikið á þessum stofum. Við erum ekkert með ballsali. Þetta eru hlutir sem eiga bara eftir að koma í ljós,“ segir Agnes.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira