Heimsending Tíu sopa mögulega komið í bakið á þeim Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. apríl 2020 15:11 Ólafur Örn Ólafsson (t.v.) sést hér við vínsmökkun og framkvæmdir ásamt Braga Skaftasyni í aðdraganda opnunarinnar í fyrra. tíu sopar Menningarlíf landsins stæði fátækara eftir ef veitingastaðir og kaffihús þurfa að skella í lás vegna kórónuveirufaraldursins, að mati Ólafs Arnar Ólafssonar veitingamanns. Hann óttast einsleitnari flóru veitingastaða að faraldrinum liðnum ef ekkert verði að gert og vonast til að stjórnvöld horfi til þessa viðkvæma geira í næstu aðgerðum. Vínstúkan Tíu sopar fagnar eins árs afmæli um þessar mundir. Ólafur Örn, einn eigenda staðarins, segir að með þrengingu samkomubanns um miðjan mars hafi stúkunni hins vegar verið lokað. Starfsfólk hafi verið skráð í hlutastarfaleiðina en tekið upp á því að bjóða heimsendingu á margvíslegum smáréttum. Heimsendingin hafi þó ekki skipt sköpum fyrir reksturinn. „Það skiptir okkur hins vegar persónulega máli að gera þetta, svo við værum ekki bara heima að bora í nefið,“ segir Ólafur. „Við fengum þannig aftur tilgang í lífinu.“ Heimsending kunni þó að hafa verið úlfur í sauðagæru fyrir reksturinn. Ólafur segir að aðstandendur Tíu sopa reikni nú hvort að þær litlu tekjur sem þau höfðu af heimsendingunni hafi fleytt þeim yfir skilyrði hinna svokölluðu lokunarstyrkja sem kynntir voru í aðgerðapakka stjórnvalda í gær. Þau fela í sér 800 þúsund króna styrk á hvern starfsmann fyrirtækis sem gert var að loka vegna samkomubanns, að hámarki 2,4 milljónir á hvert fyrirtæki. Krár, eins og Tíu sopar, eru gjaldgeng hafi þau orðið fyrir 75 prósent tekjufalli á milli ára vegna faraldursins. Ólafur óttast að hinar litlu tekjur af heimsendingarþjónustunni kunni að hafa skemmt möguleika vínstúkunnar á að sækja sér lokunarstyrk. „Við vitum ekki alveg hvar við föllum, hvort tekjurnar okkar séu 24, 25 eða 26 prósent af því sem þær voru áður,“ segir Ólafur. „Þannig að þessi heimsending gæti hafa verið smá refsing fyrir okkur.“ Ólafur Örn Ólafsson var meðal þáttakenda í Allir geta dansað á Stöð 2, hér sést hann í æfingagallanum.vísir/vilhelm Ólafur ber sig þó vel. Fyrirtækið hafi verið „pínulítið og minnkað niður í varla neitt,“ eins og hann orðar það. Aðstandendum staðarins hafi tekist að semja við leigusalann sinn um frestun leigugreiðsla og ætla þeir að opna staðinn aftur í kvöld, síðasta dag vetrar. Þó verði varla hægt að opna aftur af alvöru fyrr en samkomubannið verður rýmkað eftir mánaðamót. „Það eru margir í miklu verri málum en við,“ segir Ólafur. Í því samhengi má nefna að skemmistaðir skulu áfram vera lokaðir fram undir byrjun júní. Eftir fjögurra vikna lokun séu því ennþá sex vikur eftir, eins og einn eigenda knæpunnar Röntgen bendir á. Í gær voru fjórar vikur frá því að hert samkomubann tók gildi og m.a. börum, sundlaugum og líkamsræktarstöðvum gert að loka. Ógeðslega langt síðan, ekki satt? Well, til að setja hlutina í samhengi þá voru í gær enn SEX vikur í að þessir staðir megi mögulega opna á ný...— Steinþór Helgi (@StationHelgi) April 22, 2020 Vínstúkan mun þó að líkindum þurfa að opna með breyttu sniði eftir mánaðamót. Þó svo að leyfi sér fyrir 50 gestum inni á Tíu sopum segir Ólafur ljóst að ekki verði hægt að taka á móti svo mörgum, ef halda á tveggja metra regluna í heiðri. Að líkindum muni staðurinn ekki bera nema tuttugu manns í einu og efast Ólafur ekki um að fleiri veitingastaðir þurfi að glíma við sambærilegar rauntakmarkanir. Á pappírum megi kannski 50 vera í rýminu en tveggja metra reglan geti grisjað þann hóp hressilega. Einnota matseðlar? Þá sé ýmsum spurningum veitingamanna enn ósvarað. Munu þeir þurfa að vera með einnota matseðla? Hvað með hanska og grímur? Þessu fylgi öllu aukinn kostnaður að sögn Ólafs, í geira þar sem hagnaðarhlutfallið sé lágt, skuldsetning mikil að jafnaði og öll útgjöld vegi þungt. Mestar áhyggjur segist Ólafur þó hafa af sjálfri veitingahúsaflóru landsins. Hún spili stóran þátt í menningarlífi landsins - sjálfri matarmenningunni sem sé ekki aðeins aðdráttarafl fyrir ferðamenn heldur gæði borgir og bæi lífi. Eitt útspil stjórnvalda í gær var t.a.m. að verja auknu fé í úthlutun listamannalauna. Menningarlífið sé mikilvægur þáttur í sjálfsmynd þjóðar, að sögn stjórnvalda, og hver króna sem varið er í listir skili sér margfalt til baka í ríkiskassann. Matarmenning er ekki ómikilvægari að mati Ólafs og styðji við aðra anga samfélagsins, birgja og framleiðendur. Í því samhengi má nefna að stjórnvöld hyggjast jafnframt verja 500 milljónum í matvælasjóð, til að efla nýsköpun og þróun í matvælaframleiðslu. Ætla má að hvergi hafi verið meiri nýsköpun í matvælamálum en einmitt í eldhúsum veitingastaða landsins. „Hver er til dæmis að hugsa um alla útlensku einyrkjana sem koma hingað til lands, opna sinn veitingastað og auðga matarmenningu landsins? Fólk sem barðist jafnvel í bökkum fyrir. Er einhver sem heldur utan um þann hóp?“ spyr Ólafur. Hópur veitingamanna kenni stjórnvöldum Tryggja verði að flóran verði áfram fjölbreytt að mati Ólafs, það væri synd ef stærri keðjurnar stæðu einar af sér storminn. Aðspurður um hvað sé hægt að gera leggur Ólafur til að skipaður verði sérfræðingahópur, samansettur af fólki í veitingageiranum sem hefur innsýn í þennan viðkvæma bransa. „Til að kenna fólkinu sem ræður hvernig þessi geiri virkar,“segir Ólafur. Sambærilegur hópur hafi verið skipaður í Bandaríkjunum, þó svo að hann hafi ekki þótt standa sig neitt sérstaklega vel til þessa. Þar hafi áhersla verið lögð á stórfyrirtæki við litla hrifningu, svo litla raunar að alþjóðlega veitingahúsakeðjan Shake Shack ákvað að skila 10 milljón dala ríkisstyrktu láni eftir að harða gagnrýni. Ólafur Örn segir að heilt yfir reyni veitingamenn að halda í bjartsýnina enda séu allir í sama, hripleka bátnum. Þeir staðir sem enn séu opnir séu þannig að bítast um miklu færri viðskiptavini en áður. „Það eru bara allir að ströggla og engir ferðamenn væntanlegir,“ segir Ólafur. Ólíklegt verður alla vega að að teljast að þeir muni flykkjast í helgarferðir til Íslands, nú þegar herða á sóttvarnareglur og gera öllum sem koma hingað að fara í tveggja vikna sóttkví. Sem fyrr segir ætlar vínstúkan Tíu sopar að reyna að opna aftur á Laugavegi í breyttri mynd eftir mánaðamót. Ólafur segist því heppnari en margir. „Það er ekki út af áhyggjum af okkur sem ég er að rífa kjaft,“ segir Ólafur og hlær, en frekari vangaveltur hans um stöðuna má nálgast í hér að neðan. Aðgerðarpakki 2: Þráður (sorry)Það er margt gott í þessu og margt sem hjálpar litlum og meðalstórum fyrirtækjum í vanda. Ég sakna þess að hótel- og veitingabransinn sé ekki tekinn sérstaklega fyrir eins og annarsstaðar í heiminum. Meira að segja í USA er Trumparinn búinn 1/12— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) April 21, 2020 Veitingastaðir Neytendur Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Menningarlíf landsins stæði fátækara eftir ef veitingastaðir og kaffihús þurfa að skella í lás vegna kórónuveirufaraldursins, að mati Ólafs Arnar Ólafssonar veitingamanns. Hann óttast einsleitnari flóru veitingastaða að faraldrinum liðnum ef ekkert verði að gert og vonast til að stjórnvöld horfi til þessa viðkvæma geira í næstu aðgerðum. Vínstúkan Tíu sopar fagnar eins árs afmæli um þessar mundir. Ólafur Örn, einn eigenda staðarins, segir að með þrengingu samkomubanns um miðjan mars hafi stúkunni hins vegar verið lokað. Starfsfólk hafi verið skráð í hlutastarfaleiðina en tekið upp á því að bjóða heimsendingu á margvíslegum smáréttum. Heimsendingin hafi þó ekki skipt sköpum fyrir reksturinn. „Það skiptir okkur hins vegar persónulega máli að gera þetta, svo við værum ekki bara heima að bora í nefið,“ segir Ólafur. „Við fengum þannig aftur tilgang í lífinu.“ Heimsending kunni þó að hafa verið úlfur í sauðagæru fyrir reksturinn. Ólafur segir að aðstandendur Tíu sopa reikni nú hvort að þær litlu tekjur sem þau höfðu af heimsendingunni hafi fleytt þeim yfir skilyrði hinna svokölluðu lokunarstyrkja sem kynntir voru í aðgerðapakka stjórnvalda í gær. Þau fela í sér 800 þúsund króna styrk á hvern starfsmann fyrirtækis sem gert var að loka vegna samkomubanns, að hámarki 2,4 milljónir á hvert fyrirtæki. Krár, eins og Tíu sopar, eru gjaldgeng hafi þau orðið fyrir 75 prósent tekjufalli á milli ára vegna faraldursins. Ólafur óttast að hinar litlu tekjur af heimsendingarþjónustunni kunni að hafa skemmt möguleika vínstúkunnar á að sækja sér lokunarstyrk. „Við vitum ekki alveg hvar við föllum, hvort tekjurnar okkar séu 24, 25 eða 26 prósent af því sem þær voru áður,“ segir Ólafur. „Þannig að þessi heimsending gæti hafa verið smá refsing fyrir okkur.“ Ólafur Örn Ólafsson var meðal þáttakenda í Allir geta dansað á Stöð 2, hér sést hann í æfingagallanum.vísir/vilhelm Ólafur ber sig þó vel. Fyrirtækið hafi verið „pínulítið og minnkað niður í varla neitt,“ eins og hann orðar það. Aðstandendum staðarins hafi tekist að semja við leigusalann sinn um frestun leigugreiðsla og ætla þeir að opna staðinn aftur í kvöld, síðasta dag vetrar. Þó verði varla hægt að opna aftur af alvöru fyrr en samkomubannið verður rýmkað eftir mánaðamót. „Það eru margir í miklu verri málum en við,“ segir Ólafur. Í því samhengi má nefna að skemmistaðir skulu áfram vera lokaðir fram undir byrjun júní. Eftir fjögurra vikna lokun séu því ennþá sex vikur eftir, eins og einn eigenda knæpunnar Röntgen bendir á. Í gær voru fjórar vikur frá því að hert samkomubann tók gildi og m.a. börum, sundlaugum og líkamsræktarstöðvum gert að loka. Ógeðslega langt síðan, ekki satt? Well, til að setja hlutina í samhengi þá voru í gær enn SEX vikur í að þessir staðir megi mögulega opna á ný...— Steinþór Helgi (@StationHelgi) April 22, 2020 Vínstúkan mun þó að líkindum þurfa að opna með breyttu sniði eftir mánaðamót. Þó svo að leyfi sér fyrir 50 gestum inni á Tíu sopum segir Ólafur ljóst að ekki verði hægt að taka á móti svo mörgum, ef halda á tveggja metra regluna í heiðri. Að líkindum muni staðurinn ekki bera nema tuttugu manns í einu og efast Ólafur ekki um að fleiri veitingastaðir þurfi að glíma við sambærilegar rauntakmarkanir. Á pappírum megi kannski 50 vera í rýminu en tveggja metra reglan geti grisjað þann hóp hressilega. Einnota matseðlar? Þá sé ýmsum spurningum veitingamanna enn ósvarað. Munu þeir þurfa að vera með einnota matseðla? Hvað með hanska og grímur? Þessu fylgi öllu aukinn kostnaður að sögn Ólafs, í geira þar sem hagnaðarhlutfallið sé lágt, skuldsetning mikil að jafnaði og öll útgjöld vegi þungt. Mestar áhyggjur segist Ólafur þó hafa af sjálfri veitingahúsaflóru landsins. Hún spili stóran þátt í menningarlífi landsins - sjálfri matarmenningunni sem sé ekki aðeins aðdráttarafl fyrir ferðamenn heldur gæði borgir og bæi lífi. Eitt útspil stjórnvalda í gær var t.a.m. að verja auknu fé í úthlutun listamannalauna. Menningarlífið sé mikilvægur þáttur í sjálfsmynd þjóðar, að sögn stjórnvalda, og hver króna sem varið er í listir skili sér margfalt til baka í ríkiskassann. Matarmenning er ekki ómikilvægari að mati Ólafs og styðji við aðra anga samfélagsins, birgja og framleiðendur. Í því samhengi má nefna að stjórnvöld hyggjast jafnframt verja 500 milljónum í matvælasjóð, til að efla nýsköpun og þróun í matvælaframleiðslu. Ætla má að hvergi hafi verið meiri nýsköpun í matvælamálum en einmitt í eldhúsum veitingastaða landsins. „Hver er til dæmis að hugsa um alla útlensku einyrkjana sem koma hingað til lands, opna sinn veitingastað og auðga matarmenningu landsins? Fólk sem barðist jafnvel í bökkum fyrir. Er einhver sem heldur utan um þann hóp?“ spyr Ólafur. Hópur veitingamanna kenni stjórnvöldum Tryggja verði að flóran verði áfram fjölbreytt að mati Ólafs, það væri synd ef stærri keðjurnar stæðu einar af sér storminn. Aðspurður um hvað sé hægt að gera leggur Ólafur til að skipaður verði sérfræðingahópur, samansettur af fólki í veitingageiranum sem hefur innsýn í þennan viðkvæma bransa. „Til að kenna fólkinu sem ræður hvernig þessi geiri virkar,“segir Ólafur. Sambærilegur hópur hafi verið skipaður í Bandaríkjunum, þó svo að hann hafi ekki þótt standa sig neitt sérstaklega vel til þessa. Þar hafi áhersla verið lögð á stórfyrirtæki við litla hrifningu, svo litla raunar að alþjóðlega veitingahúsakeðjan Shake Shack ákvað að skila 10 milljón dala ríkisstyrktu láni eftir að harða gagnrýni. Ólafur Örn segir að heilt yfir reyni veitingamenn að halda í bjartsýnina enda séu allir í sama, hripleka bátnum. Þeir staðir sem enn séu opnir séu þannig að bítast um miklu færri viðskiptavini en áður. „Það eru bara allir að ströggla og engir ferðamenn væntanlegir,“ segir Ólafur. Ólíklegt verður alla vega að að teljast að þeir muni flykkjast í helgarferðir til Íslands, nú þegar herða á sóttvarnareglur og gera öllum sem koma hingað að fara í tveggja vikna sóttkví. Sem fyrr segir ætlar vínstúkan Tíu sopar að reyna að opna aftur á Laugavegi í breyttri mynd eftir mánaðamót. Ólafur segist því heppnari en margir. „Það er ekki út af áhyggjum af okkur sem ég er að rífa kjaft,“ segir Ólafur og hlær, en frekari vangaveltur hans um stöðuna má nálgast í hér að neðan. Aðgerðarpakki 2: Þráður (sorry)Það er margt gott í þessu og margt sem hjálpar litlum og meðalstórum fyrirtækjum í vanda. Ég sakna þess að hótel- og veitingabransinn sé ekki tekinn sérstaklega fyrir eins og annarsstaðar í heiminum. Meira að segja í USA er Trumparinn búinn 1/12— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) April 21, 2020
Veitingastaðir Neytendur Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira