Guðmundur Franklín Jónsson býður sig fram til forseta Andri Eysteinsson skrifar 23. apríl 2020 11:14 Guðmundur Franklín býður sig fram til forseta í annað sinn. Guðmundur Franklín Jónsson, viðskipta- og hagfræðingur, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis Forseta Íslands en kosningar fara fram 27. júní næstkomandi nái frambjóðendur, aðrir en sitjandi forseti, tilkyldum fjölda meðmælenda. Guðmundur tilkynnti ákvörðun sína í beinni á Facebook síðu sinni í dag. Guðmundur Franklín hefur áður boðið sig fram, bæði til forseta og til Alþingis. Hann var formaður stjórnmálaflokksins Hægri-Grænna sem bauð fram í þingkosningum 2013, hann reyndist hins vegar ekki kjörgengur sökum búsetu erlendis. Þá var Guðmundur einnig á meðal frambjóðenda í forsetakosningunum 2016 en dró hann framboð sitt til baka í apríl 2016 og lýsti yfir stuðningi við þáverandi Forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson. Vill efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og berjast gegn spillingu Guðmundur Franklín segist eftir mikla hvatningu og nokkra íhugun hafa ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Framboð hans muni í meginþáttum snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja sitt af mörkum til að berjast gegn spillingu. „Það er mikill misskilningur að hlutverk forseta Íslands einskorðist við að brosa framan í erlenda erindreka og flytja ávarp við hátíðleg tilefni. Embættið á alls ekki að vera til skrauts heldur á forsetinn að vinna með virkum hætti í þágu þjóðarinnar og leita allra leiða við að þjónusta hana og styðja,“ sagði Guðmundur. Leggur Guðmundur þá áherslu á að orkupakkar fjögur og fimm muni fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og að sama skapi verði aðild Íslands að Evrópusambandinu aldrei samþykkt án þess að þjóðin hafi greitt atkvæði um aðild. Ég ætla mér að berjast fyrir þjóðina og hætta ekki fyrr en þjóðin fær að eiga sínar auðlindir og sinn auð sjálf. Mitt framboð er gegn spillingu, með auknu gagnsæi, með beinu lýðræði og fyrir þjóðina. Verðtryggingin tekin úr sambandi og handfæraveiðar gefnar frjálsar Í ræðu sinni segir Guðmundur að það verkefni sem liggi fyrir sé að snúa hjólum atvinnulífsins aftur af stað. „Ég hef margoft nefnt í pistlum mínum að þrjár stoðir standi undir efnahagslífi landsins; sjávarútvegur, stóriðja og ferðaþjónusta. Álframleiðsla á nú undir högg að sækja vegna slakrar eftirspurnar, sjávarútvegur einnig þar sem veitingahúsarekstur út um allan heim á í erfiðleikum og ekki bætir úr skák þegar ferðaþjónustan liggur líka niðri. Það er þó ekki öll von úti enn því við Íslendingar erum svo ótrúlega kraftmiklir þegar við stöndum saman og hefur sagan sýnt okkur það aftur og aftur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur setur fram tillögu til sameiginlegs átaks til myndunar á sjóði sem hægt væri að nota í allar aðgerðir sem nauðsynlegar væru til að koma efnahagslífinu í gang. „Nú er staðan sú að lífeyrissjóðirnir okkar eru í vandræðum því þeir eru bundnir til að skila a.m.k. 3,5% raunávöxtun á ári hverju og erfitt er að ná því í dag í þessu óvenjulega árferði. Ímyndum okkur því að ríkissjóður gæfi að nýju út ríkisskuldabréf en í stað happdrættis væru bréfin verðtryggð með 3,5% vöxtum. Þarna gætu bæði einstaklingar sem og lífeyrissjóðirnir lagt hönd á plóginn við að safna upp í sjóð og notið jafnframt góðrar ávöxtunar á því fjármagni sem sett væri í sjóðinn,“ segir frambjóðandinn. Hann nefnir einnig aðgerðaáætlun sína sem felst í því að nýta Landsvirkjun til að lækka raforkuverð. Efla búskap og ræktun svo bændur geti aukið framleiðslu sína og jafnvel hafið útflutning. Taka verðtrygginguna úr sambandi og lengja í húsnæðislánum og setja næstu afborgun ekki fyrr en eftir 18 mánuði. Þá leggur Guðmundur til að fasteignagjöld verði lögð niður næstu tvö ár og að skattleysismörk verði hækkuð upp í 300 þúsund krónur. Handfæraveiðar skuli gefnar frjálsar og gjaldeyrisvaraforði þjóðarinnar skuli sparaður og eingöngu nýttur fyrir nauðsynjavörur. Guðmundur er sá þriðji sem lýsir yfir framboði til forsetakosninga, bætist hann því í hóp með sitjandi forseta Guðna Th. Jóhannessyni og Axeli Pétri Axelssyni. Frambjóðendur skuli skila meðmælum minnst 1500 kosningabærra manna en mest 3000, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag. Hlusta má á ræðu Guðmundar í heild sinni hér að neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Guðmundur Franklín Jónsson, viðskipta- og hagfræðingur, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis Forseta Íslands en kosningar fara fram 27. júní næstkomandi nái frambjóðendur, aðrir en sitjandi forseti, tilkyldum fjölda meðmælenda. Guðmundur tilkynnti ákvörðun sína í beinni á Facebook síðu sinni í dag. Guðmundur Franklín hefur áður boðið sig fram, bæði til forseta og til Alþingis. Hann var formaður stjórnmálaflokksins Hægri-Grænna sem bauð fram í þingkosningum 2013, hann reyndist hins vegar ekki kjörgengur sökum búsetu erlendis. Þá var Guðmundur einnig á meðal frambjóðenda í forsetakosningunum 2016 en dró hann framboð sitt til baka í apríl 2016 og lýsti yfir stuðningi við þáverandi Forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson. Vill efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og berjast gegn spillingu Guðmundur Franklín segist eftir mikla hvatningu og nokkra íhugun hafa ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Framboð hans muni í meginþáttum snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja sitt af mörkum til að berjast gegn spillingu. „Það er mikill misskilningur að hlutverk forseta Íslands einskorðist við að brosa framan í erlenda erindreka og flytja ávarp við hátíðleg tilefni. Embættið á alls ekki að vera til skrauts heldur á forsetinn að vinna með virkum hætti í þágu þjóðarinnar og leita allra leiða við að þjónusta hana og styðja,“ sagði Guðmundur. Leggur Guðmundur þá áherslu á að orkupakkar fjögur og fimm muni fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og að sama skapi verði aðild Íslands að Evrópusambandinu aldrei samþykkt án þess að þjóðin hafi greitt atkvæði um aðild. Ég ætla mér að berjast fyrir þjóðina og hætta ekki fyrr en þjóðin fær að eiga sínar auðlindir og sinn auð sjálf. Mitt framboð er gegn spillingu, með auknu gagnsæi, með beinu lýðræði og fyrir þjóðina. Verðtryggingin tekin úr sambandi og handfæraveiðar gefnar frjálsar Í ræðu sinni segir Guðmundur að það verkefni sem liggi fyrir sé að snúa hjólum atvinnulífsins aftur af stað. „Ég hef margoft nefnt í pistlum mínum að þrjár stoðir standi undir efnahagslífi landsins; sjávarútvegur, stóriðja og ferðaþjónusta. Álframleiðsla á nú undir högg að sækja vegna slakrar eftirspurnar, sjávarútvegur einnig þar sem veitingahúsarekstur út um allan heim á í erfiðleikum og ekki bætir úr skák þegar ferðaþjónustan liggur líka niðri. Það er þó ekki öll von úti enn því við Íslendingar erum svo ótrúlega kraftmiklir þegar við stöndum saman og hefur sagan sýnt okkur það aftur og aftur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur setur fram tillögu til sameiginlegs átaks til myndunar á sjóði sem hægt væri að nota í allar aðgerðir sem nauðsynlegar væru til að koma efnahagslífinu í gang. „Nú er staðan sú að lífeyrissjóðirnir okkar eru í vandræðum því þeir eru bundnir til að skila a.m.k. 3,5% raunávöxtun á ári hverju og erfitt er að ná því í dag í þessu óvenjulega árferði. Ímyndum okkur því að ríkissjóður gæfi að nýju út ríkisskuldabréf en í stað happdrættis væru bréfin verðtryggð með 3,5% vöxtum. Þarna gætu bæði einstaklingar sem og lífeyrissjóðirnir lagt hönd á plóginn við að safna upp í sjóð og notið jafnframt góðrar ávöxtunar á því fjármagni sem sett væri í sjóðinn,“ segir frambjóðandinn. Hann nefnir einnig aðgerðaáætlun sína sem felst í því að nýta Landsvirkjun til að lækka raforkuverð. Efla búskap og ræktun svo bændur geti aukið framleiðslu sína og jafnvel hafið útflutning. Taka verðtrygginguna úr sambandi og lengja í húsnæðislánum og setja næstu afborgun ekki fyrr en eftir 18 mánuði. Þá leggur Guðmundur til að fasteignagjöld verði lögð niður næstu tvö ár og að skattleysismörk verði hækkuð upp í 300 þúsund krónur. Handfæraveiðar skuli gefnar frjálsar og gjaldeyrisvaraforði þjóðarinnar skuli sparaður og eingöngu nýttur fyrir nauðsynjavörur. Guðmundur er sá þriðji sem lýsir yfir framboði til forsetakosninga, bætist hann því í hóp með sitjandi forseta Guðna Th. Jóhannessyni og Axeli Pétri Axelssyni. Frambjóðendur skuli skila meðmælum minnst 1500 kosningabærra manna en mest 3000, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag. Hlusta má á ræðu Guðmundar í heild sinni hér að neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira