Aðgerðapakkinn vonbrigði fyrir leiðsögumenn sem koma undan tekjulitlum vetri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. apríl 2020 12:26 Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna. Facebook Formaður stéttarfélags leiðsögumanna segir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði. Hann breyti engu fyrir leiðsögumenn. Leiðsögumenn séu mjög áhyggjufullir og sumir eigi engan pening eftir. Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. Þeir eiga rétt á atvinnuleysisbótum en vandinn er að þær eru ekki í takti við tekjurnar þar sem starfshlutfall og verkefni eru árstíðabundin. Þá eru leiðsögumenn sjaldnast fastráðnir og því enginn uppsagnarfrestur. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna, segir aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í fyrradag mikil vonbrigði. „Því við vorum búin að vekja athygli á okkar málstað og búin að fá skilning á því þannig ég varð fyrir vonbrigðum að það væri ekki neitt þarna sem gagnaðist okkur og í stærra samhengi hvorki ferðaþjónustunni né þeim sem eru sjálfstætt starfandi í ýmsum öðrum greinum. Aðgerðarpakkinn er fínn svo langt sem hann nær, sérstaklega með litlu fyrirtækin, og það eru einhverjir í okkar hópi sem geta nýtt sér það. En fyrir leiðsögumenn, strangt til tekið, gat ég ekki séð neitt sem breytir einhverju,“ segir Pétur Gauti. Leiðsögumenn hafa sent erindi til Vinnumálastofnunar og farið fram á að miðað sé við tekjur ársins 2019 og að menn fái í bætur hlutfall af því sem þeir höfðu að meðaltali í laun á mánuði það ár. Pétur Gauti segir hljóðið farið að þyngjast í leiðsögumönnum. „Við vorum fyrsta stéttin til að missa alla vinnu og verðum kannski með þeim síðustu til að fara mikið í vinnu aftur því ég get ekki séð að ferðatakmarkanir fari að breytast eitthvað á næstunni. Þessi vetur var erfiður út af veðrinu. Það var oft sem ferðum var aflýst vegna veðurs, þannig fólk var að missa vinnu út af því. Síðan kom faraldurinn og þá dró úr öllu og síðan í mars þá bara dró fyrir allt. Þannig fólk er búið að vera tekjulaust í einn og hálfan mánuð og við erum ekki búin að fá hrein svör frá Vinnumálastofnun og það lítur út fyrir að það sé mjög dimmt framundan þannig okkar fólk er bara mjög áhyggjufullt og sumir eiga bara ekki neinn pening eftir," segir Pétur Gauti. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar Umræður hófust á Alþingi í dag um fimm frumvörp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir upp á 60 milljarða króna vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldurins. Stjórnarandstaðan kallar eftir miklum breytingum á frumvörpunum og vill að meira verði gert strax tilað bregðast við stöðunni. 22. apríl 2020 19:20 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37 „Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. 21. apríl 2020 20:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Formaður stéttarfélags leiðsögumanna segir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði. Hann breyti engu fyrir leiðsögumenn. Leiðsögumenn séu mjög áhyggjufullir og sumir eigi engan pening eftir. Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. Þeir eiga rétt á atvinnuleysisbótum en vandinn er að þær eru ekki í takti við tekjurnar þar sem starfshlutfall og verkefni eru árstíðabundin. Þá eru leiðsögumenn sjaldnast fastráðnir og því enginn uppsagnarfrestur. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna, segir aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í fyrradag mikil vonbrigði. „Því við vorum búin að vekja athygli á okkar málstað og búin að fá skilning á því þannig ég varð fyrir vonbrigðum að það væri ekki neitt þarna sem gagnaðist okkur og í stærra samhengi hvorki ferðaþjónustunni né þeim sem eru sjálfstætt starfandi í ýmsum öðrum greinum. Aðgerðarpakkinn er fínn svo langt sem hann nær, sérstaklega með litlu fyrirtækin, og það eru einhverjir í okkar hópi sem geta nýtt sér það. En fyrir leiðsögumenn, strangt til tekið, gat ég ekki séð neitt sem breytir einhverju,“ segir Pétur Gauti. Leiðsögumenn hafa sent erindi til Vinnumálastofnunar og farið fram á að miðað sé við tekjur ársins 2019 og að menn fái í bætur hlutfall af því sem þeir höfðu að meðaltali í laun á mánuði það ár. Pétur Gauti segir hljóðið farið að þyngjast í leiðsögumönnum. „Við vorum fyrsta stéttin til að missa alla vinnu og verðum kannski með þeim síðustu til að fara mikið í vinnu aftur því ég get ekki séð að ferðatakmarkanir fari að breytast eitthvað á næstunni. Þessi vetur var erfiður út af veðrinu. Það var oft sem ferðum var aflýst vegna veðurs, þannig fólk var að missa vinnu út af því. Síðan kom faraldurinn og þá dró úr öllu og síðan í mars þá bara dró fyrir allt. Þannig fólk er búið að vera tekjulaust í einn og hálfan mánuð og við erum ekki búin að fá hrein svör frá Vinnumálastofnun og það lítur út fyrir að það sé mjög dimmt framundan þannig okkar fólk er bara mjög áhyggjufullt og sumir eiga bara ekki neinn pening eftir," segir Pétur Gauti.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar Umræður hófust á Alþingi í dag um fimm frumvörp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir upp á 60 milljarða króna vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldurins. Stjórnarandstaðan kallar eftir miklum breytingum á frumvörpunum og vill að meira verði gert strax tilað bregðast við stöðunni. 22. apríl 2020 19:20 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37 „Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. 21. apríl 2020 20:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar Umræður hófust á Alþingi í dag um fimm frumvörp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir upp á 60 milljarða króna vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldurins. Stjórnarandstaðan kallar eftir miklum breytingum á frumvörpunum og vill að meira verði gert strax tilað bregðast við stöðunni. 22. apríl 2020 19:20
Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37
„Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. 21. apríl 2020 20:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent