Valur og Víkingur fá greitt fyrr en áætlað var Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 17:00 Birkir Már og Kári Árnason í baráttunni gegn Angel Di Maria, leikmanni Argentínu, á HM í Rússlandi 2018. EPA-EFE/PETER POWELL Knattspyrnufélögin Valur og Víkingur fá greiðslur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrr heldur en áætlað var. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá sambandinu í dag en mikið af ákvörðunum hafa verið tilkynnar það sem af er degi. UEFA greiðir venjulega þeim félagsliðum sem eiga landsliðsmenn í undankeppnum og lokamótum sambandsins. Ákveðið hefur verið að greiða liðum vegna þátttöku leikmanna þeirra með landsliðum í undankeppni EM karla fyrr heldur en áætlað var vegna óvissuástandsins í knattspyrnuheiminum sökum kórónufaraldursins. Alls fá 676 félög frá öllum 55 aðildarþjóðum UEFA greitt, þar á meðal Valur og Víkingur. The #UEFAExCo today decided to release immediately the club benefit payments related to the clubs contribution to UEFA national team competitions.676 clubs from all 55 member associations will benefit from 70m in payments.Full statement: — UEFA (@UEFA) April 23, 2020 Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson lék átta leiki í undankeppni EM eftir að hann gekk til liðs við Val frá Quarabag í Aserbaídsjan. Þá lék hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson, einnig í Val, tvo fyrstu leiki Íslands í undankeppninni ásamt því að vera í landsliðshópi Erik Hamrén og Freys Alexanderssonar í tvö skipti til viðbótar. Þá lék varnartröllið Kári Árnason sex leiki með landsliðinu eftir að hann gekk í raðir Víkinga frá Genclerbirligi í Tyrklandi síðasta vor. Hann var einnig í hópnum í tveimur leikjum til viðbótar án þess þó að spila. Alls mun UEFA deila út næstum 68 milljónum evra eða 10,7 milljörðum íslenskra króna. Eftir að umspili um laust sæti á EM lýkur, þar sem Ísland og Rúmenía mætast, verður 2,7 milljónum evra eða 426 milljónum íslenskra króna til viðbótar skipt á milli þeirra félaga sem eiga leikmenn í umspilinu. Fótbolti UEFA Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að EM kvenna fari fram 2022 Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú staðfest að EM kvenna muni fara fram frá 6. til 21. júlí sumarið 2022. Þetta segir í yfirlýsingu frá UEFA. 23. apríl 2020 15:45 Vill að lið vinni sér inn þátttökurétt | EM 2020 heldur nafninu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun EM 2020 halda nafni sínu þó svo að mótið fari fram 2021. 23. apríl 2020 15:15 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira
Knattspyrnufélögin Valur og Víkingur fá greiðslur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrr heldur en áætlað var. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá sambandinu í dag en mikið af ákvörðunum hafa verið tilkynnar það sem af er degi. UEFA greiðir venjulega þeim félagsliðum sem eiga landsliðsmenn í undankeppnum og lokamótum sambandsins. Ákveðið hefur verið að greiða liðum vegna þátttöku leikmanna þeirra með landsliðum í undankeppni EM karla fyrr heldur en áætlað var vegna óvissuástandsins í knattspyrnuheiminum sökum kórónufaraldursins. Alls fá 676 félög frá öllum 55 aðildarþjóðum UEFA greitt, þar á meðal Valur og Víkingur. The #UEFAExCo today decided to release immediately the club benefit payments related to the clubs contribution to UEFA national team competitions.676 clubs from all 55 member associations will benefit from 70m in payments.Full statement: — UEFA (@UEFA) April 23, 2020 Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson lék átta leiki í undankeppni EM eftir að hann gekk til liðs við Val frá Quarabag í Aserbaídsjan. Þá lék hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson, einnig í Val, tvo fyrstu leiki Íslands í undankeppninni ásamt því að vera í landsliðshópi Erik Hamrén og Freys Alexanderssonar í tvö skipti til viðbótar. Þá lék varnartröllið Kári Árnason sex leiki með landsliðinu eftir að hann gekk í raðir Víkinga frá Genclerbirligi í Tyrklandi síðasta vor. Hann var einnig í hópnum í tveimur leikjum til viðbótar án þess þó að spila. Alls mun UEFA deila út næstum 68 milljónum evra eða 10,7 milljörðum íslenskra króna. Eftir að umspili um laust sæti á EM lýkur, þar sem Ísland og Rúmenía mætast, verður 2,7 milljónum evra eða 426 milljónum íslenskra króna til viðbótar skipt á milli þeirra félaga sem eiga leikmenn í umspilinu.
Fótbolti UEFA Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að EM kvenna fari fram 2022 Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú staðfest að EM kvenna muni fara fram frá 6. til 21. júlí sumarið 2022. Þetta segir í yfirlýsingu frá UEFA. 23. apríl 2020 15:45 Vill að lið vinni sér inn þátttökurétt | EM 2020 heldur nafninu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun EM 2020 halda nafni sínu þó svo að mótið fari fram 2021. 23. apríl 2020 15:15 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að EM kvenna fari fram 2022 Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú staðfest að EM kvenna muni fara fram frá 6. til 21. júlí sumarið 2022. Þetta segir í yfirlýsingu frá UEFA. 23. apríl 2020 15:45
Vill að lið vinni sér inn þátttökurétt | EM 2020 heldur nafninu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun EM 2020 halda nafni sínu þó svo að mótið fari fram 2021. 23. apríl 2020 15:15