Sálfræðilegar mælingar samhliða líkamlegum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2020 07:00 Frá mælingu KSÍ og HR í Kórnum í Kópavogi. Vísir/KSÍ Knattspyrnusamband Íslands, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, hefur boðið öllum leikmönnum Íslands sem eru á eldra ári í þriðja flokki upp á mælingar á líkamlegu atgervi sem og sálfræðilegar mælingar. „Í samvinnu við HR hefur KSÍ boðið upp á mælingar á líkamlegu atgervi hjá öllum leikmönnum á landinu sem eru á eldra ári í 3. flokki. Lára Hafliðadóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, nemendur í HR vinna þetta viðamikla og áhugaverða verkefni,“ segir á vef KSÍ um mælingarnar. Verkefnið fór fram í janúar og febrúar á þessu ári. Þá verður það endurtekið á næstu ári sem og yngri landslið Íslands gangast undir sömu mælingar tvisvar á ári. Ástæður fyrir mælingar á líkamlegu atgervi Yngri landslið okkar eru oft að spila á móti liðum sem eru sterkari líkamlega og með fljótari leikmenn. Hjálpar félögunum að vinna markvisst með líkamsþjálfun knattspyrnuiðkenda. Með niðurstöðum er hægt að hjálpa félögunum að vinna markvisst í líkamlega þættinum. Býr til gagnagrunn um það hvaða eiginleikum okkar bestu leikmenn búa yfir. Getum borið saman lið, árganga, einstaklinga og í framhaldinu boðið upp á einstaklingsbundnar áætlanir. Getum aðlagað þjálfaramenntun okkar - Hvar erum við á eftir í líkamlega þættinum? KSÍ stefnir á að eiga einstakan gagnagrunn með upplýsingum um íslenska leikmenn eftir nokkur ár. Ljóst er að ekkert knattspyrnusamband í heiminum mun eiga slíkan gagnagrunn en verkefnið er einsdæmi í heiminum. Samhliða líkamlegum mælingum fóru einnig fram sálfræðilegar mælingar á sömu leikmönnum. Grímur Gunnarsson, nemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, framkvæmdi þær mælingar undir handleiðslu íþróttasálfræðinganna Hafrúnar Kristjánsdóttur og Halls Hallssonar. Sálfræðilegar mælingar samhliða líkamlegum https://t.co/uwPqPkIrkF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 22, 2020 „Ísland er hinn fullkomni rannsóknarvettvangur,“ segir Grímur um rannsóknina. Hann mun jafnframt aðstoða KSÍ í sumar við að bæta afreksstarf yngri landsliðanna hvað varðar sálfræðihlutann. Alls tóku Grímur, Lára og Katrín Ýr mánuð í rannsóknirnar. Fóru þær fram í Kórnum, Grindavík, Akranesi, Vestmannaeyjum, Hveragerði, Akureyri og Reyðarfirði. Fótbolti KSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, hefur boðið öllum leikmönnum Íslands sem eru á eldra ári í þriðja flokki upp á mælingar á líkamlegu atgervi sem og sálfræðilegar mælingar. „Í samvinnu við HR hefur KSÍ boðið upp á mælingar á líkamlegu atgervi hjá öllum leikmönnum á landinu sem eru á eldra ári í 3. flokki. Lára Hafliðadóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, nemendur í HR vinna þetta viðamikla og áhugaverða verkefni,“ segir á vef KSÍ um mælingarnar. Verkefnið fór fram í janúar og febrúar á þessu ári. Þá verður það endurtekið á næstu ári sem og yngri landslið Íslands gangast undir sömu mælingar tvisvar á ári. Ástæður fyrir mælingar á líkamlegu atgervi Yngri landslið okkar eru oft að spila á móti liðum sem eru sterkari líkamlega og með fljótari leikmenn. Hjálpar félögunum að vinna markvisst með líkamsþjálfun knattspyrnuiðkenda. Með niðurstöðum er hægt að hjálpa félögunum að vinna markvisst í líkamlega þættinum. Býr til gagnagrunn um það hvaða eiginleikum okkar bestu leikmenn búa yfir. Getum borið saman lið, árganga, einstaklinga og í framhaldinu boðið upp á einstaklingsbundnar áætlanir. Getum aðlagað þjálfaramenntun okkar - Hvar erum við á eftir í líkamlega þættinum? KSÍ stefnir á að eiga einstakan gagnagrunn með upplýsingum um íslenska leikmenn eftir nokkur ár. Ljóst er að ekkert knattspyrnusamband í heiminum mun eiga slíkan gagnagrunn en verkefnið er einsdæmi í heiminum. Samhliða líkamlegum mælingum fóru einnig fram sálfræðilegar mælingar á sömu leikmönnum. Grímur Gunnarsson, nemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, framkvæmdi þær mælingar undir handleiðslu íþróttasálfræðinganna Hafrúnar Kristjánsdóttur og Halls Hallssonar. Sálfræðilegar mælingar samhliða líkamlegum https://t.co/uwPqPkIrkF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 22, 2020 „Ísland er hinn fullkomni rannsóknarvettvangur,“ segir Grímur um rannsóknina. Hann mun jafnframt aðstoða KSÍ í sumar við að bæta afreksstarf yngri landsliðanna hvað varðar sálfræðihlutann. Alls tóku Grímur, Lára og Katrín Ýr mánuð í rannsóknirnar. Fóru þær fram í Kórnum, Grindavík, Akranesi, Vestmannaeyjum, Hveragerði, Akureyri og Reyðarfirði.
Fótbolti KSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira