Segir Svía betur í stakk búna til að takast á við aðra bylgju faraldursins Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2020 08:35 Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, á upplýsingafundi. EPA/Jonas Ekstroemer Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segir að stefna ríkisins í baráttunni við kórónuveiruna geri það betur í stakk búið en ella til að takast á við aðra bylgju faraldursins, komi til hennar síðar á árinu. Ónæmi fyrir veirunni sé nú metið um 15 til 20 prósent og það muni hægja talsvert á útbreiðslu. Þetta kom fram í máli Tegnells í morgunþætti í breska ríkisútvarpinu í morgun. Viðbrögð Svíþjóðar við faraldrinum hafa verið nokkuð frábrugðin þeim sem gripið hefur verið til í nágrannalöndunum. Dauðsföll af völdum veirunnar eru hlutfallslega talsvert fleiri í Svíþjóð en á hinum Norðurlöndunum og staðfest smit sömuleiðis fleiri. Þá hafa aldraðir farið einna verst út úr faraldrinum í Svíþjóð. 16.755 smit hafa greinst í Svíþjóð samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Baltimore. Þá hafa 2.021 látist vegna veirunnar í landinu. 172 hafa látist í Finnlandi, 194 í Noregi, 394 í Danmörku og tíu hér á Íslandi. Tegnell lagði í morgun áherslu á téð ónæmi. Þá hefði heilbrigðiskerfið haft tök á faraldrinum, þótt álagið hafi verið mikið, og benti jafnframt á að um helmingur dauðsfalla hefði verið inni á hjúkrunarheimilum. Ekki fengist séð að harðari aðgerðir hefðu gert nokkuð til, þar sem heimsóknarbann hefði þegar verið í gildi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segir að stefna ríkisins í baráttunni við kórónuveiruna geri það betur í stakk búið en ella til að takast á við aðra bylgju faraldursins, komi til hennar síðar á árinu. Ónæmi fyrir veirunni sé nú metið um 15 til 20 prósent og það muni hægja talsvert á útbreiðslu. Þetta kom fram í máli Tegnells í morgunþætti í breska ríkisútvarpinu í morgun. Viðbrögð Svíþjóðar við faraldrinum hafa verið nokkuð frábrugðin þeim sem gripið hefur verið til í nágrannalöndunum. Dauðsföll af völdum veirunnar eru hlutfallslega talsvert fleiri í Svíþjóð en á hinum Norðurlöndunum og staðfest smit sömuleiðis fleiri. Þá hafa aldraðir farið einna verst út úr faraldrinum í Svíþjóð. 16.755 smit hafa greinst í Svíþjóð samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Baltimore. Þá hafa 2.021 látist vegna veirunnar í landinu. 172 hafa látist í Finnlandi, 194 í Noregi, 394 í Danmörku og tíu hér á Íslandi. Tegnell lagði í morgun áherslu á téð ónæmi. Þá hefði heilbrigðiskerfið haft tök á faraldrinum, þótt álagið hafi verið mikið, og benti jafnframt á að um helmingur dauðsfalla hefði verið inni á hjúkrunarheimilum. Ekki fengist séð að harðari aðgerðir hefðu gert nokkuð til, þar sem heimsóknarbann hefði þegar verið í gildi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira