„Við ætlum ekki að vera Titanic“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 18:50 Ása Inga Þorsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Stjörnunnar. SKJÁSKOT/STÖÐ 2 SPORT Ása Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Stjörnunnar kallar eftir samstöðu innan félagsins á erfiðum tímum vegna kórónuveirufaraldursins og segir Stjörnufólk ætla að komast sameinað í gegnum vandann. Ása Inga var í heimsókn í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport þar sem hún ræddi um það hvað Stjörnufólk hygðist gera nú þegar allt mótahald liggur niðri, minna fé fæst frá styrktaraðilum og foreldrar iðkenda vilja jafnvel fá æfingagjöld endurgreidd. „Ég held að eina lausnin í stöðu eins og þessari, og ég ætla að fá að vitna í það flotta fólk sem er búið að vera í framlínunni hjá okkur varðandi þennan vágest, sé liðsheild. Þau hafa nefnt það að í þessari stöðu þá þýði ekki að vera með einhverja einstaklingshyggju. Þetta sé samfélagslegt vandamál sem við þurfum að takast á við. Íþróttahreyfingin er eitt af þeim samfélagslegu vandamálum sem við þurfum að finna lausn á núna í sameiningu,“ sagði Ása Inga. „Fyrir mitt félag alla vega hefur umræðan verið þannig, og þið afsakið þessa dramatísku lýsingu, að við ætlum ekki að vera Titanic, þar sem sumir fá björgunarbáta og horfa á hina drukkna. Við sem félag erum að kenna börnum liðsheild alla daga, og ef að við ætlum núna ekki að standa saman og vinna að því að við öll tökum á okkur einhvers konar högg, en við gerum það saman og það verður þá að öllum líkindum mildara, að þá stöndum við ekki fyrir það sem við segjumst standa fyrir,“ sagði Ása Inga. Hún sagði Stjörnufólk horfa til svipaðrar leiðar og Valsmenn hafa farið. „Þær aðgerðir sem við í Stjörnunni horfum á í dag er að við tökum þetta á okkur sem lið, hvort sem um er að ræða barna- og unglingastarf eða meistaraflokkastarf. Við erum Stjarnan, ekki Stjarnan þetta eða Stjarnan hitt. Við vinnum sameiginlega að lausn á vandanum, og ég held að þetta sé mjög svipuð lausn og Valur tilkynnti um í dag. Við erum akkúrat núna að taka þessi samtöl við okkar fólk í Stjörnunni og þess vegna vil ég ekki fara út í það nánar um hvað er að ræða, en mín upplifun af því hefur verið að menn taki almennt mjög vel í þetta og það eru allir á því að við stöndum saman.“ Klippa: Sportið í dag - Ása Inga ræðir leið Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild karla Fimleikar Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sjá meira
Ása Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Stjörnunnar kallar eftir samstöðu innan félagsins á erfiðum tímum vegna kórónuveirufaraldursins og segir Stjörnufólk ætla að komast sameinað í gegnum vandann. Ása Inga var í heimsókn í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport þar sem hún ræddi um það hvað Stjörnufólk hygðist gera nú þegar allt mótahald liggur niðri, minna fé fæst frá styrktaraðilum og foreldrar iðkenda vilja jafnvel fá æfingagjöld endurgreidd. „Ég held að eina lausnin í stöðu eins og þessari, og ég ætla að fá að vitna í það flotta fólk sem er búið að vera í framlínunni hjá okkur varðandi þennan vágest, sé liðsheild. Þau hafa nefnt það að í þessari stöðu þá þýði ekki að vera með einhverja einstaklingshyggju. Þetta sé samfélagslegt vandamál sem við þurfum að takast á við. Íþróttahreyfingin er eitt af þeim samfélagslegu vandamálum sem við þurfum að finna lausn á núna í sameiningu,“ sagði Ása Inga. „Fyrir mitt félag alla vega hefur umræðan verið þannig, og þið afsakið þessa dramatísku lýsingu, að við ætlum ekki að vera Titanic, þar sem sumir fá björgunarbáta og horfa á hina drukkna. Við sem félag erum að kenna börnum liðsheild alla daga, og ef að við ætlum núna ekki að standa saman og vinna að því að við öll tökum á okkur einhvers konar högg, en við gerum það saman og það verður þá að öllum líkindum mildara, að þá stöndum við ekki fyrir það sem við segjumst standa fyrir,“ sagði Ása Inga. Hún sagði Stjörnufólk horfa til svipaðrar leiðar og Valsmenn hafa farið. „Þær aðgerðir sem við í Stjörnunni horfum á í dag er að við tökum þetta á okkur sem lið, hvort sem um er að ræða barna- og unglingastarf eða meistaraflokkastarf. Við erum Stjarnan, ekki Stjarnan þetta eða Stjarnan hitt. Við vinnum sameiginlega að lausn á vandanum, og ég held að þetta sé mjög svipuð lausn og Valur tilkynnti um í dag. Við erum akkúrat núna að taka þessi samtöl við okkar fólk í Stjörnunni og þess vegna vil ég ekki fara út í það nánar um hvað er að ræða, en mín upplifun af því hefur verið að menn taki almennt mjög vel í þetta og það eru allir á því að við stöndum saman.“ Klippa: Sportið í dag - Ása Inga ræðir leið Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild karla Fimleikar Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sjá meira