Telja dauðsföll í Ekvador fimmtán sinnum fleiri en stjórnvöld segja Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2020 11:25 Lögreglumenn í hlífðarbúningi flytja lík manneskju sem lést úr Covid-19 í borginni Guayaquil í Ekvador 17. apríl. Vísir/EPA Fjöldi látinna í Ekvador er allt að fimmtán sinnum hærri en opinberar tölur um dauðsföll af völdum kórónuveirufaraldursins segja, samkvæmt greiningu New York Times á gögnum um dánartíðni í landinu. Miðað við þær tölur er Ekvador einn miðpunkta faraldursins í heiminum. Samkvæmt opinberum tölum höfðu 503 látist af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, 15. apríl. Engu að síður voru rúmlega 7.600 fleiri dauðsföll frá 1. mars til 15. apríl en að meðaltali á sama tímabili undanfarin ár. New York Times segir að tölfræði um dánartíðni í miðjum faraldri sé ónákvæm og umframdauðsföllin séu bæði fólk sem lést úr Covid-19 en einnig af öðrum sökum, þar á meðal þeir sem hafa látist vegna þess að þeir komust að ekki að á yfirfullum sjúkrahúsum vegna veirunnar. Þrefalt fleiri létust í landinu en vanalega fyrstu tvær vikurnar í apríl þegar greind smit voru í hámarki. Það er enn meiri aukning en átti sér stað á Spáni og Bretlandi sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Stjórnvöld hafa gengist við því að opinberar tölur gefi ekki rétta mynd af mannskaðanum í faraldrinum frá upphafi. Lenín Moreno, forseti, sagði í ávarpi í byrjun apríl að jafnt tölur um dauðsföll sem nýt smit næðu ekki utan um raunveruleikann. Ríkisstjórn hans glímir á sama tíma við verstu efnahagskreppu Ekvadors í áratugi. Útgöngubann sem stjórnvöld komu á um miðjan mars virðist byrjað að bera árangur. Nýjum smitum sem greinast á dag er hætt að fjölga. Þá létust færri í borginni Guayaquil í síðustu viku en áður. Þar var dánartíðnin áttfalt hærri fyrstu tvær vikurnar í apríl en í venjulegu árferði. Það er tvöfalt meira en gerðist í New York í Bandaríkjunum sem er miðpunktur faraldursins þar. Engar augljósar ástæður er sagðar fyrir því að Ekvador verði verr úti í faraldrinum en önnur lönd. Þjóðin er tiltölulega ung og flestir búa í strjálbýli sem ætti annars að draga úr áhættu.Vísir/EPA Líkunum staflað upp eins og kartöflupokum Faraldurinn hefur valdið miklum usla í Ekvador. Aðeins nokkrum vikum eftir að fyrsta tilfellið kom upp í Guayaquil voru sjúkrahús yfirfull og lík hrúguðust upp úti á götum þar sem kerfið hafði ekki undan að grafa þau eða brenna. Margar fjölskyldur gripu til þess örþrifaráðs að grafa ástvini sína í kistum úr pappa. Læknir á Teodoro Maldonado Carbo-sjúkrahúsinu í borginni sagði New York Times að ástandið þar væri eins og úr hryllingsmynd. Lík sitja í hjólastólum, liggja á sjúkrabörum og á gólfinu á bráðadeildinni. Sumt starfsfólk neiti að fara þangað inn vegna nályktarinnar. Darío Figueroa, vinnumaður í Guayaquil, lýsir því þegar hann leitaði að líki móður sinnar í yfirfullu líkhúsi Guasamo Sur-sjúkrahússins í tólf klukkutíma seint í mars. Móðir hans lést við komuna á sjúkrahús þangað sem hún leitaði vegna öndunarfærasýkingar. Aldrei var tekið sýni úr henni vegna veirunnar. Figeuroa klæddist heimatilbúnum hlífðarklæðnaði úr ruslapokum. Í líkhúsinu sá hann hundruð rotnandi líka í stöflum eins og kartöflupokar. „Fnykurinn var óþolandi. Líkhúsið var stútfullt, gangarnir líka, þegar voru mjög langir og fullir af líkum. Biðstofan var líka full af líkum,“ segir Figueroa. Ekvador Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 6.700 skráð dauðsföll af völdum Covid-19 í Guayas-héraði í Ekvador í apríl Skráð dauðsföll af völdum Covid-19 í Ekvador eru nú 403, en samkvæmt nýjum tölum frá einu héraða landsins virðast þúsundir hafa látist. 17. apríl 2020 11:26 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Fjöldi látinna í Ekvador er allt að fimmtán sinnum hærri en opinberar tölur um dauðsföll af völdum kórónuveirufaraldursins segja, samkvæmt greiningu New York Times á gögnum um dánartíðni í landinu. Miðað við þær tölur er Ekvador einn miðpunkta faraldursins í heiminum. Samkvæmt opinberum tölum höfðu 503 látist af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, 15. apríl. Engu að síður voru rúmlega 7.600 fleiri dauðsföll frá 1. mars til 15. apríl en að meðaltali á sama tímabili undanfarin ár. New York Times segir að tölfræði um dánartíðni í miðjum faraldri sé ónákvæm og umframdauðsföllin séu bæði fólk sem lést úr Covid-19 en einnig af öðrum sökum, þar á meðal þeir sem hafa látist vegna þess að þeir komust að ekki að á yfirfullum sjúkrahúsum vegna veirunnar. Þrefalt fleiri létust í landinu en vanalega fyrstu tvær vikurnar í apríl þegar greind smit voru í hámarki. Það er enn meiri aukning en átti sér stað á Spáni og Bretlandi sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Stjórnvöld hafa gengist við því að opinberar tölur gefi ekki rétta mynd af mannskaðanum í faraldrinum frá upphafi. Lenín Moreno, forseti, sagði í ávarpi í byrjun apríl að jafnt tölur um dauðsföll sem nýt smit næðu ekki utan um raunveruleikann. Ríkisstjórn hans glímir á sama tíma við verstu efnahagskreppu Ekvadors í áratugi. Útgöngubann sem stjórnvöld komu á um miðjan mars virðist byrjað að bera árangur. Nýjum smitum sem greinast á dag er hætt að fjölga. Þá létust færri í borginni Guayaquil í síðustu viku en áður. Þar var dánartíðnin áttfalt hærri fyrstu tvær vikurnar í apríl en í venjulegu árferði. Það er tvöfalt meira en gerðist í New York í Bandaríkjunum sem er miðpunktur faraldursins þar. Engar augljósar ástæður er sagðar fyrir því að Ekvador verði verr úti í faraldrinum en önnur lönd. Þjóðin er tiltölulega ung og flestir búa í strjálbýli sem ætti annars að draga úr áhættu.Vísir/EPA Líkunum staflað upp eins og kartöflupokum Faraldurinn hefur valdið miklum usla í Ekvador. Aðeins nokkrum vikum eftir að fyrsta tilfellið kom upp í Guayaquil voru sjúkrahús yfirfull og lík hrúguðust upp úti á götum þar sem kerfið hafði ekki undan að grafa þau eða brenna. Margar fjölskyldur gripu til þess örþrifaráðs að grafa ástvini sína í kistum úr pappa. Læknir á Teodoro Maldonado Carbo-sjúkrahúsinu í borginni sagði New York Times að ástandið þar væri eins og úr hryllingsmynd. Lík sitja í hjólastólum, liggja á sjúkrabörum og á gólfinu á bráðadeildinni. Sumt starfsfólk neiti að fara þangað inn vegna nályktarinnar. Darío Figueroa, vinnumaður í Guayaquil, lýsir því þegar hann leitaði að líki móður sinnar í yfirfullu líkhúsi Guasamo Sur-sjúkrahússins í tólf klukkutíma seint í mars. Móðir hans lést við komuna á sjúkrahús þangað sem hún leitaði vegna öndunarfærasýkingar. Aldrei var tekið sýni úr henni vegna veirunnar. Figeuroa klæddist heimatilbúnum hlífðarklæðnaði úr ruslapokum. Í líkhúsinu sá hann hundruð rotnandi líka í stöflum eins og kartöflupokar. „Fnykurinn var óþolandi. Líkhúsið var stútfullt, gangarnir líka, þegar voru mjög langir og fullir af líkum. Biðstofan var líka full af líkum,“ segir Figueroa.
Ekvador Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 6.700 skráð dauðsföll af völdum Covid-19 í Guayas-héraði í Ekvador í apríl Skráð dauðsföll af völdum Covid-19 í Ekvador eru nú 403, en samkvæmt nýjum tölum frá einu héraða landsins virðast þúsundir hafa látist. 17. apríl 2020 11:26 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
6.700 skráð dauðsföll af völdum Covid-19 í Guayas-héraði í Ekvador í apríl Skráð dauðsföll af völdum Covid-19 í Ekvador eru nú 403, en samkvæmt nýjum tölum frá einu héraða landsins virðast þúsundir hafa látist. 17. apríl 2020 11:26