Telja dauðsföll í Ekvador fimmtán sinnum fleiri en stjórnvöld segja Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2020 11:25 Lögreglumenn í hlífðarbúningi flytja lík manneskju sem lést úr Covid-19 í borginni Guayaquil í Ekvador 17. apríl. Vísir/EPA Fjöldi látinna í Ekvador er allt að fimmtán sinnum hærri en opinberar tölur um dauðsföll af völdum kórónuveirufaraldursins segja, samkvæmt greiningu New York Times á gögnum um dánartíðni í landinu. Miðað við þær tölur er Ekvador einn miðpunkta faraldursins í heiminum. Samkvæmt opinberum tölum höfðu 503 látist af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, 15. apríl. Engu að síður voru rúmlega 7.600 fleiri dauðsföll frá 1. mars til 15. apríl en að meðaltali á sama tímabili undanfarin ár. New York Times segir að tölfræði um dánartíðni í miðjum faraldri sé ónákvæm og umframdauðsföllin séu bæði fólk sem lést úr Covid-19 en einnig af öðrum sökum, þar á meðal þeir sem hafa látist vegna þess að þeir komust að ekki að á yfirfullum sjúkrahúsum vegna veirunnar. Þrefalt fleiri létust í landinu en vanalega fyrstu tvær vikurnar í apríl þegar greind smit voru í hámarki. Það er enn meiri aukning en átti sér stað á Spáni og Bretlandi sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Stjórnvöld hafa gengist við því að opinberar tölur gefi ekki rétta mynd af mannskaðanum í faraldrinum frá upphafi. Lenín Moreno, forseti, sagði í ávarpi í byrjun apríl að jafnt tölur um dauðsföll sem nýt smit næðu ekki utan um raunveruleikann. Ríkisstjórn hans glímir á sama tíma við verstu efnahagskreppu Ekvadors í áratugi. Útgöngubann sem stjórnvöld komu á um miðjan mars virðist byrjað að bera árangur. Nýjum smitum sem greinast á dag er hætt að fjölga. Þá létust færri í borginni Guayaquil í síðustu viku en áður. Þar var dánartíðnin áttfalt hærri fyrstu tvær vikurnar í apríl en í venjulegu árferði. Það er tvöfalt meira en gerðist í New York í Bandaríkjunum sem er miðpunktur faraldursins þar. Engar augljósar ástæður er sagðar fyrir því að Ekvador verði verr úti í faraldrinum en önnur lönd. Þjóðin er tiltölulega ung og flestir búa í strjálbýli sem ætti annars að draga úr áhættu.Vísir/EPA Líkunum staflað upp eins og kartöflupokum Faraldurinn hefur valdið miklum usla í Ekvador. Aðeins nokkrum vikum eftir að fyrsta tilfellið kom upp í Guayaquil voru sjúkrahús yfirfull og lík hrúguðust upp úti á götum þar sem kerfið hafði ekki undan að grafa þau eða brenna. Margar fjölskyldur gripu til þess örþrifaráðs að grafa ástvini sína í kistum úr pappa. Læknir á Teodoro Maldonado Carbo-sjúkrahúsinu í borginni sagði New York Times að ástandið þar væri eins og úr hryllingsmynd. Lík sitja í hjólastólum, liggja á sjúkrabörum og á gólfinu á bráðadeildinni. Sumt starfsfólk neiti að fara þangað inn vegna nályktarinnar. Darío Figueroa, vinnumaður í Guayaquil, lýsir því þegar hann leitaði að líki móður sinnar í yfirfullu líkhúsi Guasamo Sur-sjúkrahússins í tólf klukkutíma seint í mars. Móðir hans lést við komuna á sjúkrahús þangað sem hún leitaði vegna öndunarfærasýkingar. Aldrei var tekið sýni úr henni vegna veirunnar. Figeuroa klæddist heimatilbúnum hlífðarklæðnaði úr ruslapokum. Í líkhúsinu sá hann hundruð rotnandi líka í stöflum eins og kartöflupokar. „Fnykurinn var óþolandi. Líkhúsið var stútfullt, gangarnir líka, þegar voru mjög langir og fullir af líkum. Biðstofan var líka full af líkum,“ segir Figueroa. Ekvador Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 6.700 skráð dauðsföll af völdum Covid-19 í Guayas-héraði í Ekvador í apríl Skráð dauðsföll af völdum Covid-19 í Ekvador eru nú 403, en samkvæmt nýjum tölum frá einu héraða landsins virðast þúsundir hafa látist. 17. apríl 2020 11:26 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Fjöldi látinna í Ekvador er allt að fimmtán sinnum hærri en opinberar tölur um dauðsföll af völdum kórónuveirufaraldursins segja, samkvæmt greiningu New York Times á gögnum um dánartíðni í landinu. Miðað við þær tölur er Ekvador einn miðpunkta faraldursins í heiminum. Samkvæmt opinberum tölum höfðu 503 látist af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, 15. apríl. Engu að síður voru rúmlega 7.600 fleiri dauðsföll frá 1. mars til 15. apríl en að meðaltali á sama tímabili undanfarin ár. New York Times segir að tölfræði um dánartíðni í miðjum faraldri sé ónákvæm og umframdauðsföllin séu bæði fólk sem lést úr Covid-19 en einnig af öðrum sökum, þar á meðal þeir sem hafa látist vegna þess að þeir komust að ekki að á yfirfullum sjúkrahúsum vegna veirunnar. Þrefalt fleiri létust í landinu en vanalega fyrstu tvær vikurnar í apríl þegar greind smit voru í hámarki. Það er enn meiri aukning en átti sér stað á Spáni og Bretlandi sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Stjórnvöld hafa gengist við því að opinberar tölur gefi ekki rétta mynd af mannskaðanum í faraldrinum frá upphafi. Lenín Moreno, forseti, sagði í ávarpi í byrjun apríl að jafnt tölur um dauðsföll sem nýt smit næðu ekki utan um raunveruleikann. Ríkisstjórn hans glímir á sama tíma við verstu efnahagskreppu Ekvadors í áratugi. Útgöngubann sem stjórnvöld komu á um miðjan mars virðist byrjað að bera árangur. Nýjum smitum sem greinast á dag er hætt að fjölga. Þá létust færri í borginni Guayaquil í síðustu viku en áður. Þar var dánartíðnin áttfalt hærri fyrstu tvær vikurnar í apríl en í venjulegu árferði. Það er tvöfalt meira en gerðist í New York í Bandaríkjunum sem er miðpunktur faraldursins þar. Engar augljósar ástæður er sagðar fyrir því að Ekvador verði verr úti í faraldrinum en önnur lönd. Þjóðin er tiltölulega ung og flestir búa í strjálbýli sem ætti annars að draga úr áhættu.Vísir/EPA Líkunum staflað upp eins og kartöflupokum Faraldurinn hefur valdið miklum usla í Ekvador. Aðeins nokkrum vikum eftir að fyrsta tilfellið kom upp í Guayaquil voru sjúkrahús yfirfull og lík hrúguðust upp úti á götum þar sem kerfið hafði ekki undan að grafa þau eða brenna. Margar fjölskyldur gripu til þess örþrifaráðs að grafa ástvini sína í kistum úr pappa. Læknir á Teodoro Maldonado Carbo-sjúkrahúsinu í borginni sagði New York Times að ástandið þar væri eins og úr hryllingsmynd. Lík sitja í hjólastólum, liggja á sjúkrabörum og á gólfinu á bráðadeildinni. Sumt starfsfólk neiti að fara þangað inn vegna nályktarinnar. Darío Figueroa, vinnumaður í Guayaquil, lýsir því þegar hann leitaði að líki móður sinnar í yfirfullu líkhúsi Guasamo Sur-sjúkrahússins í tólf klukkutíma seint í mars. Móðir hans lést við komuna á sjúkrahús þangað sem hún leitaði vegna öndunarfærasýkingar. Aldrei var tekið sýni úr henni vegna veirunnar. Figeuroa klæddist heimatilbúnum hlífðarklæðnaði úr ruslapokum. Í líkhúsinu sá hann hundruð rotnandi líka í stöflum eins og kartöflupokar. „Fnykurinn var óþolandi. Líkhúsið var stútfullt, gangarnir líka, þegar voru mjög langir og fullir af líkum. Biðstofan var líka full af líkum,“ segir Figueroa.
Ekvador Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 6.700 skráð dauðsföll af völdum Covid-19 í Guayas-héraði í Ekvador í apríl Skráð dauðsföll af völdum Covid-19 í Ekvador eru nú 403, en samkvæmt nýjum tölum frá einu héraða landsins virðast þúsundir hafa látist. 17. apríl 2020 11:26 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
6.700 skráð dauðsföll af völdum Covid-19 í Guayas-héraði í Ekvador í apríl Skráð dauðsföll af völdum Covid-19 í Ekvador eru nú 403, en samkvæmt nýjum tölum frá einu héraða landsins virðast þúsundir hafa látist. 17. apríl 2020 11:26