Hvetja fólk til að leggja sparaðar aukakrónur í Varasjóð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. apríl 2020 14:00 Söfnunin fer fram á síðunni varasjodur.is Mynd/Á allra vörum Á allra vörum hefur stofnað sérstakan Varasjóð til þess að aðstoða í ástandinu sem nú hefur myndast í þjóðfélaginu. Hugmyndin er að fólk gefi í sjóðinn aukakrónur sem sparast hafa vegna samkomubannsins. „Þótt ekki sjái fyrir endann á afleiðingum COVID-19 er ljóst að þær verða gríðarlegar. Fjölmennar starfsstéttir eru í framlínu baráttunnar við sjúkdóminn og margar fjölskyldur munu verða fyrir barðinu á honum, beint og óbeint.“ Hugmyndin að baki átakinu gengur út á að leggja til, það sem fólk hefði að öllu jöfnu sett í eitthvað annað, í Varasjóð vegna Covid-19. Geta þetta verið sparaðar krónur sem hefðu annars farið í djammið, bensín, afþreyingu, dekur, veislur og svo framvegis. „Vegna sóttkvíar og samkomutakmarkana höfum við flest þurft að láta eitt og annað bíða betri tíma sem að jafnaði tilheyrir lífsstíl okkar eða léttir okkur lund. Ef við setjum hluta af því sem þannig sparast í Varasjóðinn getum við hjálpast að við að létta undir með þeim sem verst verða úti vegna þessa heimsfaraldurs.“ Guðný Pálsdóttir og Gróa Ásgeirsdóttir ræddu Varasjóðinn í Bítinu í dag og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér neðar í fréttinni. Guðný og Gróa hafa ásamt góðu fólki safnað 800 milljónum fyrir velferðarmálefni á síðustu 11 árum. „Núna ætlum við ekki að selja glossa, núna erum við búnar að stofna sjóð sem nefnist Varasjóður. Þar ætlum við að safna inn peningum fyrir velferðarmál í landinu og settum hann af stað í fyrradag. Þú ert ekki að kaupa neitt í rauninni, enga vöru, heldur ertu að leggja í sjóð einhverja smá fjárhæð sem þú ert aflögufær um. Hugmyndin í raun og veru er að safna þarna inn peningum sem fara til velferðarmála í haust, segir Gróa. Mynd/Á allra vörum Í miðjum stormi Hugmyndin af þessu kemur að utan og þær segjast ekki að finna upp hjólið. Svipaðar safnanir hafa verið settar af stað erlendis. „Á þessum tímum sem eru núna þá ertu í raun og veru að eyða færri krónum, til dæmis í bensín kostnað. Þú ert að eyða færri krónum heldur en þú hefur venjulega eytt í, án þess kannski að pæla í því og getur kannski látið gott af þér leiða með þessum krónum sem þú ert að spara þér. Þannig að þetta er svona smá lán í óláni.“ Á allra vörum efnir til þessa þjóðarátaks til styrktar samtökum í velferðarþjónustu og hjálparsamtaka sem vinna í þágu þeirra sem verst verða úti vegna COVID-19. „Við erum í miðjum stormi og vitum einhvern veginn ekkert hvernig þetta verður þegar við komum út úr honum,“ útskýrir Gróa. Hún bendir á að ekki er vitað á þessum tímapunkti hvernig landinn muni koma út úr þessu ástandi. „Við vitum alveg að þetta er ekki tími sem fólk á fullt af peningum,“ bætir Guðný við. En hún bendir á að ef að 100.000 Íslendingar myndu til dæmis gefa 2.000 krónur, þá væru það 200 milljónir. „Margt lítið gerir eitt stórt.“ Venjulega safnar Á allra vörum fyrir eitthvað eitt málefni í einu en í þetta skiptið mun söfnunin vera með öðru sniði. Hægt verður að sækja um styrki úr sjóðnum og verður úthlutað í haust. Söfnunarfénu er svo ætluð til að aðstoða þá sem á þurfa að halda. Í úthlutunarnefnd sitja Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Stofnendur Á allra vörum eru þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir. Hægt verður að leggja í Varasjóðinn á varasjodur.is allt þar til deilt verður úr honum, eða fyrir lok september 2020. Einnig er hægt að millifæra styrki beint inná reikning Varasjóð Á allra vörum sem er 537 – 26 – 55555. Kennitala 510608-1350. Viðtalið við Gróu og Guðný má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Heilbrigðismál Bítið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Á allra vörum hefur stofnað sérstakan Varasjóð til þess að aðstoða í ástandinu sem nú hefur myndast í þjóðfélaginu. Hugmyndin er að fólk gefi í sjóðinn aukakrónur sem sparast hafa vegna samkomubannsins. „Þótt ekki sjái fyrir endann á afleiðingum COVID-19 er ljóst að þær verða gríðarlegar. Fjölmennar starfsstéttir eru í framlínu baráttunnar við sjúkdóminn og margar fjölskyldur munu verða fyrir barðinu á honum, beint og óbeint.“ Hugmyndin að baki átakinu gengur út á að leggja til, það sem fólk hefði að öllu jöfnu sett í eitthvað annað, í Varasjóð vegna Covid-19. Geta þetta verið sparaðar krónur sem hefðu annars farið í djammið, bensín, afþreyingu, dekur, veislur og svo framvegis. „Vegna sóttkvíar og samkomutakmarkana höfum við flest þurft að láta eitt og annað bíða betri tíma sem að jafnaði tilheyrir lífsstíl okkar eða léttir okkur lund. Ef við setjum hluta af því sem þannig sparast í Varasjóðinn getum við hjálpast að við að létta undir með þeim sem verst verða úti vegna þessa heimsfaraldurs.“ Guðný Pálsdóttir og Gróa Ásgeirsdóttir ræddu Varasjóðinn í Bítinu í dag og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér neðar í fréttinni. Guðný og Gróa hafa ásamt góðu fólki safnað 800 milljónum fyrir velferðarmálefni á síðustu 11 árum. „Núna ætlum við ekki að selja glossa, núna erum við búnar að stofna sjóð sem nefnist Varasjóður. Þar ætlum við að safna inn peningum fyrir velferðarmál í landinu og settum hann af stað í fyrradag. Þú ert ekki að kaupa neitt í rauninni, enga vöru, heldur ertu að leggja í sjóð einhverja smá fjárhæð sem þú ert aflögufær um. Hugmyndin í raun og veru er að safna þarna inn peningum sem fara til velferðarmála í haust, segir Gróa. Mynd/Á allra vörum Í miðjum stormi Hugmyndin af þessu kemur að utan og þær segjast ekki að finna upp hjólið. Svipaðar safnanir hafa verið settar af stað erlendis. „Á þessum tímum sem eru núna þá ertu í raun og veru að eyða færri krónum, til dæmis í bensín kostnað. Þú ert að eyða færri krónum heldur en þú hefur venjulega eytt í, án þess kannski að pæla í því og getur kannski látið gott af þér leiða með þessum krónum sem þú ert að spara þér. Þannig að þetta er svona smá lán í óláni.“ Á allra vörum efnir til þessa þjóðarátaks til styrktar samtökum í velferðarþjónustu og hjálparsamtaka sem vinna í þágu þeirra sem verst verða úti vegna COVID-19. „Við erum í miðjum stormi og vitum einhvern veginn ekkert hvernig þetta verður þegar við komum út úr honum,“ útskýrir Gróa. Hún bendir á að ekki er vitað á þessum tímapunkti hvernig landinn muni koma út úr þessu ástandi. „Við vitum alveg að þetta er ekki tími sem fólk á fullt af peningum,“ bætir Guðný við. En hún bendir á að ef að 100.000 Íslendingar myndu til dæmis gefa 2.000 krónur, þá væru það 200 milljónir. „Margt lítið gerir eitt stórt.“ Venjulega safnar Á allra vörum fyrir eitthvað eitt málefni í einu en í þetta skiptið mun söfnunin vera með öðru sniði. Hægt verður að sækja um styrki úr sjóðnum og verður úthlutað í haust. Söfnunarfénu er svo ætluð til að aðstoða þá sem á þurfa að halda. Í úthlutunarnefnd sitja Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Stofnendur Á allra vörum eru þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir. Hægt verður að leggja í Varasjóðinn á varasjodur.is allt þar til deilt verður úr honum, eða fyrir lok september 2020. Einnig er hægt að millifæra styrki beint inná reikning Varasjóð Á allra vörum sem er 537 – 26 – 55555. Kennitala 510608-1350. Viðtalið við Gróu og Guðný má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Heilbrigðismál Bítið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira