Gaupi og Maggi Bö hlustuðu á grasið á Meistaravöllum vaxa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2020 16:27 Gaupi og Maggi Bö leggja við hlustir. mynd/stöð 2 Guðjón Guðmundsson gerði sér ferð á Meistaravelli KR-inga þar sem Magnús Valur Böðvarsson ræður ríkjum. Magnús, eða Maggi Bö eins og hann er jafnan kallaður, segir að Meistaravellir komi vel undan vetri. „Veðurfarið síðustu vikur hefur verið mjög gott. Þetta lítur frekar vel út. Þessi auka tími sem við fáum gerir það líka að verkum að völlurinn á að vera í toppstandi,“ sagði Maggi við Gaupa í Sportpakkanum. En heyrum við grasið vaxa, spurði Gaupi Magga. „Þú getur alveg lagst niður og hlustað. Þú heyrir það varla,“ svaraði Maggi. „Og þó, þetta getur gerst hratt.“ Sjö af tólf liðum í Pepsi Max-deild karla spila heimaleiki sína á gervigrasi. Maggi er uggandi yfir þessari þróun en hann er gras-megin í lífinu. „Ég held að íslenskur fótbolti falli langt á eftir öðrum þjóðum ef við færum okkur alveg yfir á gervigras. Það gerðist í Noregi fyrir 20 árum þegar þeir flykktust yfir á gervigras. Líka í Hollandi en þeir sneru því við,“ sagði Maggi. „Fótbolti er spilaður á grasi úti í heimi en ekki á gervigrasi.“ Maggi segir að það sé vel hægt að halda úti góðum grasvöllum á Íslandi, þrátt fyrir veðurfarið. „Það stríðir okkur og auðvitað erum við smá bundnir af því. Þess vegna skiptir máli að vera með almennilega uppbyggða velli og þess háttar. Það er vinna sem fylgir því en það hefur ekki verið lögð nein vinna í viðhald og þess háttar á fótboltavöllum hingað til,“ sagði Maggi sem er menntaður grasvallafræðingur og er í faginu af lífi og sál. „Mín ástríða er að sjá um góða fótboltavelli. Þetta er mín ástríða og ég vil alltaf að við séum með eins góða fótboltavelli og mögulegt er,“ sagði Maggi að endingu. Klippa: Sportpakkinn: Maggi Bö ánægður með ástand Meistaravalla Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportpakkinn Garðyrkja Reykjavík KR Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson gerði sér ferð á Meistaravelli KR-inga þar sem Magnús Valur Böðvarsson ræður ríkjum. Magnús, eða Maggi Bö eins og hann er jafnan kallaður, segir að Meistaravellir komi vel undan vetri. „Veðurfarið síðustu vikur hefur verið mjög gott. Þetta lítur frekar vel út. Þessi auka tími sem við fáum gerir það líka að verkum að völlurinn á að vera í toppstandi,“ sagði Maggi við Gaupa í Sportpakkanum. En heyrum við grasið vaxa, spurði Gaupi Magga. „Þú getur alveg lagst niður og hlustað. Þú heyrir það varla,“ svaraði Maggi. „Og þó, þetta getur gerst hratt.“ Sjö af tólf liðum í Pepsi Max-deild karla spila heimaleiki sína á gervigrasi. Maggi er uggandi yfir þessari þróun en hann er gras-megin í lífinu. „Ég held að íslenskur fótbolti falli langt á eftir öðrum þjóðum ef við færum okkur alveg yfir á gervigras. Það gerðist í Noregi fyrir 20 árum þegar þeir flykktust yfir á gervigras. Líka í Hollandi en þeir sneru því við,“ sagði Maggi. „Fótbolti er spilaður á grasi úti í heimi en ekki á gervigrasi.“ Maggi segir að það sé vel hægt að halda úti góðum grasvöllum á Íslandi, þrátt fyrir veðurfarið. „Það stríðir okkur og auðvitað erum við smá bundnir af því. Þess vegna skiptir máli að vera með almennilega uppbyggða velli og þess háttar. Það er vinna sem fylgir því en það hefur ekki verið lögð nein vinna í viðhald og þess háttar á fótboltavöllum hingað til,“ sagði Maggi sem er menntaður grasvallafræðingur og er í faginu af lífi og sál. „Mín ástríða er að sjá um góða fótboltavelli. Þetta er mín ástríða og ég vil alltaf að við séum með eins góða fótboltavelli og mögulegt er,“ sagði Maggi að endingu. Klippa: Sportpakkinn: Maggi Bö ánægður með ástand Meistaravalla
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportpakkinn Garðyrkja Reykjavík KR Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira