Ekki víst að áfengisneysla hafi aukist þrátt fyrir meiri sölu hjá ÁTVR Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. apríl 2020 20:35 Áfengissala í Vínbúðinni hefur aukist um 18% frá því á sama tímabili í fyrra. Vísir/Vilhelm Áfengissala hjá ÁTVR um páskana jókst um 18% frá sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það telur Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, ekki að áfengisneysla landsmanna hafi aukist, einfaldlega að neysluvenjur hafi breyst undanfarið. Hann ræddi málið í Reykjavík Síðdegis nú á dögunum. „Ég held að þetta sé nú ekki raunveruleg neysluaukning hjá landsmönnum, vegna þess að við þurfum að hafa það í huga að sala í fríhöfninni er til dæmis dottin niður í núll og sala á hótelum og veitingahúsum vara í núlli líka. Þannig að öll áfengissala er komin inn í ÁTVR. Þetta er ekkert endilega aukin neysla landsmanna.“ Hann segir að áfengissala yfir heildina litið sé nokkuð svipuð og hún var áður en faraldurinn braust út. „Það er alltaf svolítið erfitt að bera saman tímabilið í kring um páskana, okkur finnst alltaf bara best að bera saman mars og apríl, þessa tvo mánuði í heild sinni, þá sjáum við kannski raunverulega hvað er að gerast,“ segir Andri. „Við erum að sjá að það eru að eiga sér stað heilmiklar neyslubreytingar. Mesta aukningin í ÁTVR til dæmis er í léttum vínum og þá má kannski heimfæra það á Íslendingana sem fara í gegn um fríhöfnina, þeir versla þar mikið af léttu víni, hlutfallslega meira en af bjór, þannig að salan er að skila sér inn í ÁTVR þar og í léttum vínum er salan líka mikið að aukast í þessum kassavínum,“ segir Andri. „Þetta eru ekki svona veisluflöskur heldur frekar beljan inni í eldhúsinu.“ Hann segir heildaráfengissölu hafa minnkað, enda sé engin sala hjá hótelum og veitingahúsum. Salan til veitingahúsa sé í kring um 10 prósent af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Þó séu einhverjir veitingastaðir byrjaðir að undirbúa sig til að opna á ný og salan færist í aukana með hverjum deginum. Áfengi og tóbak Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt að mati ESA. 22. apríl 2020 10:33 Mikill fjöldi tilkynninga um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum. 19. apríl 2020 07:11 Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og hárgreiðslustofa hverfa yfir nótt. 8. apríl 2020 08:23 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Áfengissala hjá ÁTVR um páskana jókst um 18% frá sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það telur Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, ekki að áfengisneysla landsmanna hafi aukist, einfaldlega að neysluvenjur hafi breyst undanfarið. Hann ræddi málið í Reykjavík Síðdegis nú á dögunum. „Ég held að þetta sé nú ekki raunveruleg neysluaukning hjá landsmönnum, vegna þess að við þurfum að hafa það í huga að sala í fríhöfninni er til dæmis dottin niður í núll og sala á hótelum og veitingahúsum vara í núlli líka. Þannig að öll áfengissala er komin inn í ÁTVR. Þetta er ekkert endilega aukin neysla landsmanna.“ Hann segir að áfengissala yfir heildina litið sé nokkuð svipuð og hún var áður en faraldurinn braust út. „Það er alltaf svolítið erfitt að bera saman tímabilið í kring um páskana, okkur finnst alltaf bara best að bera saman mars og apríl, þessa tvo mánuði í heild sinni, þá sjáum við kannski raunverulega hvað er að gerast,“ segir Andri. „Við erum að sjá að það eru að eiga sér stað heilmiklar neyslubreytingar. Mesta aukningin í ÁTVR til dæmis er í léttum vínum og þá má kannski heimfæra það á Íslendingana sem fara í gegn um fríhöfnina, þeir versla þar mikið af léttu víni, hlutfallslega meira en af bjór, þannig að salan er að skila sér inn í ÁTVR þar og í léttum vínum er salan líka mikið að aukast í þessum kassavínum,“ segir Andri. „Þetta eru ekki svona veisluflöskur heldur frekar beljan inni í eldhúsinu.“ Hann segir heildaráfengissölu hafa minnkað, enda sé engin sala hjá hótelum og veitingahúsum. Salan til veitingahúsa sé í kring um 10 prósent af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Þó séu einhverjir veitingastaðir byrjaðir að undirbúa sig til að opna á ný og salan færist í aukana með hverjum deginum.
Áfengi og tóbak Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt að mati ESA. 22. apríl 2020 10:33 Mikill fjöldi tilkynninga um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum. 19. apríl 2020 07:11 Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og hárgreiðslustofa hverfa yfir nótt. 8. apríl 2020 08:23 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt að mati ESA. 22. apríl 2020 10:33
Mikill fjöldi tilkynninga um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum. 19. apríl 2020 07:11
Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og hárgreiðslustofa hverfa yfir nótt. 8. apríl 2020 08:23