Kári missti bragð- og lyktarskyn en heldur í húmorinn í einangrun Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 23:00 Kári Kristján Kristjánsson og sonur hans ræddu við Henry Birgi Gunnarsson. MYND/STÖÐ 2 SPORT Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, er engum líkur og hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa nú verið í rúma viku í einangrun ásamt konu sinni og syni vegna COVID-19 sýkingar. Kári var með húmorinn í lagi þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag og sagðist blessunarlega hafa farið ágætlega út úr veikindunum til þessa: „Ég fékk þetta eiginlega bara í skömmtum. Ég byrjaði á að fá beinverki, svo tékkast það út. Ég fyllist allur af hori og drasli og er svona flensuslappur, svo dettur það út. Svo missi ég bragð- og lyktarskyn en það kemur svo aftur til baka. Ég fæ því ekki einhverja eina sleggju, heldur tikka ég í þessi box nokkuð þægilega og er bara orðinn helvíti brattur,“ segir Kári en viðtalið má sjá hér að neðan. Kári segir að eins merkilegt og það sé þá hafi dóttir þeirra hjóna ekki smitast heldur aðeins sonurinn, sem var með pabba sínum í viðtalinu. Aðspurður hvað hægt sé að gera til að drepa tímann svona innilokaður segir Kári: „Ég er að þjálfa tvo flokka og maður er að reyna að sinna þeim í fjaræfingaáætlun. Svo er ég með brýn verkefni sem eru náttúrulega skáparnir. Ég tók skúrinn, sem er spikk og span. Svo er ég búinn að renna yfir fataskápana og gerði það mjög fagmannlega. Rauði krossinn fer mjög vel út úr því verkefni,“ segir Kári léttur í bragði. Eyjamaðurinn er farinn að sakna handboltans en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort, hvernig eða hvenær Íslandsmótið verður klárað: „Maður finnur það núna hvað þetta blessaða handkast heldur þétt í mann. Ég myndi drepa fyrir það að fá að negla mér á parketið, eina djúpa, vinstri, hægri og setja boltann upp í fjærhornið,“ sagði Kári léttur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kári Kristján um COVID-veikindin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir Kári með kórónuveiruna Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er smitaður af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:40 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, er engum líkur og hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa nú verið í rúma viku í einangrun ásamt konu sinni og syni vegna COVID-19 sýkingar. Kári var með húmorinn í lagi þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag og sagðist blessunarlega hafa farið ágætlega út úr veikindunum til þessa: „Ég fékk þetta eiginlega bara í skömmtum. Ég byrjaði á að fá beinverki, svo tékkast það út. Ég fyllist allur af hori og drasli og er svona flensuslappur, svo dettur það út. Svo missi ég bragð- og lyktarskyn en það kemur svo aftur til baka. Ég fæ því ekki einhverja eina sleggju, heldur tikka ég í þessi box nokkuð þægilega og er bara orðinn helvíti brattur,“ segir Kári en viðtalið má sjá hér að neðan. Kári segir að eins merkilegt og það sé þá hafi dóttir þeirra hjóna ekki smitast heldur aðeins sonurinn, sem var með pabba sínum í viðtalinu. Aðspurður hvað hægt sé að gera til að drepa tímann svona innilokaður segir Kári: „Ég er að þjálfa tvo flokka og maður er að reyna að sinna þeim í fjaræfingaáætlun. Svo er ég með brýn verkefni sem eru náttúrulega skáparnir. Ég tók skúrinn, sem er spikk og span. Svo er ég búinn að renna yfir fataskápana og gerði það mjög fagmannlega. Rauði krossinn fer mjög vel út úr því verkefni,“ segir Kári léttur í bragði. Eyjamaðurinn er farinn að sakna handboltans en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort, hvernig eða hvenær Íslandsmótið verður klárað: „Maður finnur það núna hvað þetta blessaða handkast heldur þétt í mann. Ég myndi drepa fyrir það að fá að negla mér á parketið, eina djúpa, vinstri, hægri og setja boltann upp í fjærhornið,“ sagði Kári léttur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kári Kristján um COVID-veikindin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir Kári með kórónuveiruna Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er smitaður af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:40 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Kári með kórónuveiruna Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er smitaður af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:40