Sagði Ronaldo að hann væri hataður og uppskar hlátur Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2020 07:00 Paulo Dybala og Cristiano Ronaldo fagna marki saman. VÍSIR/GETTY Paulo Dybala er einn fárra sem spilað hafa í liði bæði með Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Argentínumaðurinn ber Ronaldo vel söguna í nýlegu viðtali. Dybala, sem hefur leikið með Messi í argentínska landsliðinu, hefur nú verið liðsfélagi Ronaldos hjá Juventus í tæp tvö ár og segir Portúgalann hafa komið sér notalega á óvart. „Þegar hann kom til Juventus voru væntingarnar miklar enda höfðum við fallið úr leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni og það voru nokkur rifrildi í því einvígi, þar á meðal við hann. En hann er frábær náungi, mjög vinalegur innan sem utan vallar, og alltaf til í að spjalla og hlusta sömuleiðis. Það kom mér svolítið á óvart því að stundum, þegar um svona merkilega leikmenn er að ræða, þá eru þeir ekki þannig,“ sagði Dybala í viðtali sem knattspyrnusamband Argentínu birti. Hann rifjaði upp skemmtilega sögu: „Við vorum einu sinni á ferðalagi og ég sat við hliðina á honum og sagði honum að hann væri hataður í Argentínu, vegna þess hvernig hann léti og hvernig hann labbaði,“ sagði Dybala. „Hann hló bara og sagði mér að hann væri vanur því að vera gagnrýndur en að hann væri bara eins og hann væri,“ sagði Dybala léttur í bragði. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Lukaku fór ekki til Juventus því United náði ekki að semja við Dybala Romelu Lukaku, framherji Inter Milan, var nærri því genginn í raðir Juventus síðasta sumar en venga þess að Man. United náði ekki samkomulagi við Inter Milan datt það upp fyrir. 23. mars 2020 23:00 Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Paulo Dybala er einn fárra sem spilað hafa í liði bæði með Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Argentínumaðurinn ber Ronaldo vel söguna í nýlegu viðtali. Dybala, sem hefur leikið með Messi í argentínska landsliðinu, hefur nú verið liðsfélagi Ronaldos hjá Juventus í tæp tvö ár og segir Portúgalann hafa komið sér notalega á óvart. „Þegar hann kom til Juventus voru væntingarnar miklar enda höfðum við fallið úr leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni og það voru nokkur rifrildi í því einvígi, þar á meðal við hann. En hann er frábær náungi, mjög vinalegur innan sem utan vallar, og alltaf til í að spjalla og hlusta sömuleiðis. Það kom mér svolítið á óvart því að stundum, þegar um svona merkilega leikmenn er að ræða, þá eru þeir ekki þannig,“ sagði Dybala í viðtali sem knattspyrnusamband Argentínu birti. Hann rifjaði upp skemmtilega sögu: „Við vorum einu sinni á ferðalagi og ég sat við hliðina á honum og sagði honum að hann væri hataður í Argentínu, vegna þess hvernig hann léti og hvernig hann labbaði,“ sagði Dybala. „Hann hló bara og sagði mér að hann væri vanur því að vera gagnrýndur en að hann væri bara eins og hann væri,“ sagði Dybala léttur í bragði.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Lukaku fór ekki til Juventus því United náði ekki að semja við Dybala Romelu Lukaku, framherji Inter Milan, var nærri því genginn í raðir Juventus síðasta sumar en venga þess að Man. United náði ekki samkomulagi við Inter Milan datt það upp fyrir. 23. mars 2020 23:00 Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Lukaku fór ekki til Juventus því United náði ekki að semja við Dybala Romelu Lukaku, framherji Inter Milan, var nærri því genginn í raðir Juventus síðasta sumar en venga þess að Man. United náði ekki samkomulagi við Inter Milan datt það upp fyrir. 23. mars 2020 23:00
Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15