Fótbolti

Besti leikmaðurinn sem Klopp hefur fengið kom ekki frá öðru félagi heldur úr unglingastarfinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopo og Trent í góðu stuði.
Klopo og Trent í góðu stuði. vísir/epa

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur gert ansi góð kaup sem stjóri Liverpool en hann segir að sá besti sem hann hefur fengið hefur komið úr ungliðaliði félagsins. Hann heitir Trent Alexander-Arnold.

Klopp hefur meðal annars keypt Mohamad Salah, Virgil Van Dijk, Sadio Mane og Alisson svo einhverjir séu nefndir en sá þýski var í viðtali í Pure Football hlaðvarpinu þar sem hann var spurður út í bestu kaupin.

„Það er Trent. Við keyptum hann ekki en Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari minn, kom með hann og sagðist hafa spilað honum sem miðjumanni, varnarmanni, hægri bakverði og vinstri kantmanni,“ sagði Klopp en Lijnders starfaði hjá unglingaliði félagsins.

„Hann kom og það var bara eitt vandamál að hann var ekki í nægilega góðu formi en hann var bara krakki. Við sáum þó strax að það var enginn vafi á fótboltahæfileikum hans.“

„Við urðum að vinna mikið í líkamlega þættinum og hann tók sjálfur ábyrgð og tók skref sem var ótrúlegt að fylgjast með. Hann gerði mistök en gafst aldrei upp,“ sagði sá þýski.

Trent hefur verið algjörlega magnaður á leiktíðinni. Þessi uppaldi Liverpool-maðurinn var talinn líklegastur til þess að vera valinn besti ungi leikmaður tímabilsins en óvíst er hvort að sú verðlaun verði veitt vegna kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×