Um 70 þúsund Íslendingar tilheyra áhættuhópum vegna kórónuveirunnar: „Eina vissan er óvissan“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. apríl 2020 15:30 Lárus Haukur er með MS sjúkdóminn. Hann er viðmælandi í Kompás og segir síðustu vikur hafa verið gríðarlega erfiðar. Vísir/Vilhelm Um það bil 70 þúsund Íslendingar tilheyra áhættuhópum vegna kórónuveirunnar og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum hennar en aðrir. Ekki er vitað hvenær fólkinu er óhætt að fara út í samfélagið að nýju. Nú þegar styttist í að sóttkví, samkomubann og einangrun hætti að einkenna líf flestra Íslendinga er enn óvíst hve langt er í að svokallaðir áhættuhópar geti farið áhyggjulaust út í samfélagið að ný. Innsýn er fengin í líf þessa fólks í nýjasta Kompás. Talið er að um það bil sjötíu þúsund Íslendingar tilheyri áhættuhópum en þeir eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Fólkið er í mismikilli áhættu enda sjúkdómar misalvarlegir hjá hverjum og einum. „Til dæmis bara þegar kemur að sykursýki þá vitum við að yfir sextugt þá eru þetta 7.600 manns. Með langvinna lungnateppu eru það 4.700 manns. Háþrýstingur hefur verið nefndur sem áhættuþáttur en það eru yfir þrjátíu þúsund manns í hópi sextíu ára og eldri. Hjartasjúkdómar og aðrir eru 16.000 manns og svo mætti lengi telja og síðan er auðvitað hópur aldraðra mjög stór þannig yfir 67 ára eru þetta 43.500 manns,“ segir Alma D. Möller, landlæknir. Enn sé byggt á gögnum frá Kína varðandi áhættuþættina þar sem gögn frá Evrópu eigi eftir að berast. Hún segir gríðarlega mikilvægt að gögnin verði tekin saman svo hægt verði að segja með vissu hverjir þurfi að halda áfram að gæta sín sérstaklega vel. Þetta fólk hefur meira og minna verið í verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni og landlæknir segist ekki geta sagt hvenær það verður. „Eins og fyrrum sóttvarnarlæknir hefur sagt: Í faraldri þá er eina vissan, óvissan. Það gildir svo sannarlega í þessum faraldri,“ segir Alma D. Möller, landlæknir. Kompás Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Um það bil 70 þúsund Íslendingar tilheyra áhættuhópum vegna kórónuveirunnar og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum hennar en aðrir. Ekki er vitað hvenær fólkinu er óhætt að fara út í samfélagið að nýju. Nú þegar styttist í að sóttkví, samkomubann og einangrun hætti að einkenna líf flestra Íslendinga er enn óvíst hve langt er í að svokallaðir áhættuhópar geti farið áhyggjulaust út í samfélagið að ný. Innsýn er fengin í líf þessa fólks í nýjasta Kompás. Talið er að um það bil sjötíu þúsund Íslendingar tilheyri áhættuhópum en þeir eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Fólkið er í mismikilli áhættu enda sjúkdómar misalvarlegir hjá hverjum og einum. „Til dæmis bara þegar kemur að sykursýki þá vitum við að yfir sextugt þá eru þetta 7.600 manns. Með langvinna lungnateppu eru það 4.700 manns. Háþrýstingur hefur verið nefndur sem áhættuþáttur en það eru yfir þrjátíu þúsund manns í hópi sextíu ára og eldri. Hjartasjúkdómar og aðrir eru 16.000 manns og svo mætti lengi telja og síðan er auðvitað hópur aldraðra mjög stór þannig yfir 67 ára eru þetta 43.500 manns,“ segir Alma D. Möller, landlæknir. Enn sé byggt á gögnum frá Kína varðandi áhættuþættina þar sem gögn frá Evrópu eigi eftir að berast. Hún segir gríðarlega mikilvægt að gögnin verði tekin saman svo hægt verði að segja með vissu hverjir þurfi að halda áfram að gæta sín sérstaklega vel. Þetta fólk hefur meira og minna verið í verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni og landlæknir segist ekki geta sagt hvenær það verður. „Eins og fyrrum sóttvarnarlæknir hefur sagt: Í faraldri þá er eina vissan, óvissan. Það gildir svo sannarlega í þessum faraldri,“ segir Alma D. Möller, landlæknir.
Kompás Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00
Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30