Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Í Seinni bylgju kvöldsins verður verðlaunahátíð en tímabilið í bæði Olís-deild karla og kvenna verður gert upp. Leið Víkings að bikarúrslitaleiknum, magnaður bikarleikur Chelsea og Manchester United tímabilið 1993/1994, viðtalsþættir úr La Liga og margt fleira má finna á Stöð 2 Sport í dag.
Stöð 2 Sport 2
Fyrsta þáttaröðin eins og hún leggur sig af goðsögnum efstu deildar í knattspyrnu má sjá á Stöð 2 Sport 2 í dag. Einnig má finna 1 á 1 viðtalsþætti sem Guðmundur Benediktsson vann að sem og útsending frá leik 5 í eivígi Tindastóls og Þórs Þorlákshöfn í 8 liða úrslitum Dominos deildar karla. Leikurinn var dramatískur og rúmlega það.
Stöð 2 Sport 3
Krakkamótin hafa verið partur af lífi margra í gegnum árin og alla þætti síðasta sumars má finna á Stöð 2 Sport 3 í dag. Þar má einnig finna útsendingar frá völdum leikjum í enska deildarbikarnum sem og opnunarleik Vals og Víkings síðasta sumar þar sem Logi Tómasson skoraði eitt fallegasta mark sumarsins.
Stöð 2 eSport
Vodafone-deildin, Lenovo-deildin í CS og stjörnum prýtt mót í eFótbolta er að finna á rafstöðinni í dag.
Stöð 2 Golf
Sigrar Tiger Woods á árunum 2001 og 2003, það helsta frá Ryder bikarnum árið 2016 og 2018, útsending frá Augusta 2016 og fleira til má finna á Stöð 2 Golf í dag.