„Viðunandi hitatölur“ í kortunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 07:06 Það ætti ekki að væsa um endurna og mávana á Reykjavíkurtjörn næstu daga. EPA/TATYANA ZENKOVICH Það verða engar gríðarlegar sviptingar í veðrinu næstu daga að sögn Veðurstofunnar. Viðunandi hitatölur, hægur vindur, stöku rigning - vorið sé því svo sannarlega komið. Þannig er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu í dag. Áfram verði léttskýjað á norðanverðu landinu auk þess sem það léttir til austlands eftir því sem líður á daginn. „Á Suður- og Vesturlandi verða ský á himni og mögulega koma einhverjir dropar úr sumum þeirra, eitthvað mun þó sjást til sólar milli skýja,“ segir í útskýringum Veðurstofunnar sem áætlar að hitinn í dag verði á bilinu 5 til 10 stig. Áfram er útlit fyrir hægviðri og sólríkt veður um mestallt land á morgun. Veðrið virðist ekki vera á förum því Veðurstofan segist ekki sjá „miklar breytingar“ í kortunum til miðvikudags. „Næstu þrjá daga er semsagt útlit fyrir hægan vind á landinu og viðunandi hitatölur yfir daginn, en svalt að næturlagi. Aðgerðaleysið í veðrinu má líta á sem eitt af einkennum vorsins á Íslandi og vorið er svo sannarlega komið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Hægviðri og léttskýjað að mestu. Hiti 5 til 10 stig, en allvíða næturfrost. Á miðvikudag: Norðan og norðvestan 3-10 m/s og bjartviðri, en þykknar upp á norðanverðu landinu seinnipartinn. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á fimmtudag: Norðaustan 8-13 með skýjuðu og úrkomulitlu veðri á Norður- og Austurlandi og hita 0 til 5 stig, en bjart með köflum sunnan heiða og hiti að 10 stigum yfir daginn. Á föstudag og laugardag: Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 3 til 9 stig að deginum. Á sunnudag: Austlæg átt með rigningu á suðaustanverðu landinu, en bjart norðan- og vestanlands. Hiti 5 til 10 stig. Veður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Það verða engar gríðarlegar sviptingar í veðrinu næstu daga að sögn Veðurstofunnar. Viðunandi hitatölur, hægur vindur, stöku rigning - vorið sé því svo sannarlega komið. Þannig er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu í dag. Áfram verði léttskýjað á norðanverðu landinu auk þess sem það léttir til austlands eftir því sem líður á daginn. „Á Suður- og Vesturlandi verða ský á himni og mögulega koma einhverjir dropar úr sumum þeirra, eitthvað mun þó sjást til sólar milli skýja,“ segir í útskýringum Veðurstofunnar sem áætlar að hitinn í dag verði á bilinu 5 til 10 stig. Áfram er útlit fyrir hægviðri og sólríkt veður um mestallt land á morgun. Veðrið virðist ekki vera á förum því Veðurstofan segist ekki sjá „miklar breytingar“ í kortunum til miðvikudags. „Næstu þrjá daga er semsagt útlit fyrir hægan vind á landinu og viðunandi hitatölur yfir daginn, en svalt að næturlagi. Aðgerðaleysið í veðrinu má líta á sem eitt af einkennum vorsins á Íslandi og vorið er svo sannarlega komið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Hægviðri og léttskýjað að mestu. Hiti 5 til 10 stig, en allvíða næturfrost. Á miðvikudag: Norðan og norðvestan 3-10 m/s og bjartviðri, en þykknar upp á norðanverðu landinu seinnipartinn. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á fimmtudag: Norðaustan 8-13 með skýjuðu og úrkomulitlu veðri á Norður- og Austurlandi og hita 0 til 5 stig, en bjart með köflum sunnan heiða og hiti að 10 stigum yfir daginn. Á föstudag og laugardag: Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 3 til 9 stig að deginum. Á sunnudag: Austlæg átt með rigningu á suðaustanverðu landinu, en bjart norðan- og vestanlands. Hiti 5 til 10 stig.
Veður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira