Dró upp hníf þegar KA bauð honum ekki samning: „Hef líklega aldrei ekið eins hratt“ Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 07:00 KA-menn léku í 1. deild þegar þeir íhuguðu að fá til sín leikmanninn ítalska en hafa leikið í úrvalsdeild síðustu ár. VÍSIR/BÁRA Ítalskur knattspyrnumaður sem kom til reynslu hjá KA á sínum tíma tók því vægast sagt illa þegar félagið ákvað að bjóða honum ekki samning. Gunnar Níelsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar KA, rifjaði upp samskipti sín við Ítalann á Fótbolta.net. Forsaga málsins er sú að KA var í leit að framherja sumarið 2012, þegar liðið lék í 1. deild, og fékk leikmanninn til reynslu eftir að hann hafði verið til reynslu hjá ÍBV. Samkvæmt lýsingum Gunnars var strax augljóst að Ítalinn væri ekki burðugur markaskorari. Því var ákveðið að senda hann heim en sá ítalski tók því afar illa og jós fúkyrðum yfir Gunnar. Gunnar ók sjálfur með Ítalann á flugvöllinn og stóð ekki á sama þegar farþeginn dró upp hníf: „Þegar við ókum framhjá kirkjugarði bæjarins fór hann með höndina inn á jakkann sem hann var í og dró upp hníf! Spurði mig hvort hann ætti ekki bara að drepa mig hér og nú. Ég hef líklega aldrei ekið eins hratt eða talað eins mikið og hratt en sem betur fer fyrir mig tókst að róa mannhelvítið aðeins og ég kom honum á flugvöll 12 mínútum fyrir brottför. Það var lítið um kveðjur þegar ég henti töskunni í hann,“ sagði Gunnar við Magnús Má Einarsson hjá Fótbolta.net. Gunnar Níelsson, eða Gunni Nella, hefur starfað um árabil fyrir KA og var um tíma formaður knattspyrnudeildar.FACEBOOK/@KAAKUREYRI Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Akureyri KA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Ítalskur knattspyrnumaður sem kom til reynslu hjá KA á sínum tíma tók því vægast sagt illa þegar félagið ákvað að bjóða honum ekki samning. Gunnar Níelsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar KA, rifjaði upp samskipti sín við Ítalann á Fótbolta.net. Forsaga málsins er sú að KA var í leit að framherja sumarið 2012, þegar liðið lék í 1. deild, og fékk leikmanninn til reynslu eftir að hann hafði verið til reynslu hjá ÍBV. Samkvæmt lýsingum Gunnars var strax augljóst að Ítalinn væri ekki burðugur markaskorari. Því var ákveðið að senda hann heim en sá ítalski tók því afar illa og jós fúkyrðum yfir Gunnar. Gunnar ók sjálfur með Ítalann á flugvöllinn og stóð ekki á sama þegar farþeginn dró upp hníf: „Þegar við ókum framhjá kirkjugarði bæjarins fór hann með höndina inn á jakkann sem hann var í og dró upp hníf! Spurði mig hvort hann ætti ekki bara að drepa mig hér og nú. Ég hef líklega aldrei ekið eins hratt eða talað eins mikið og hratt en sem betur fer fyrir mig tókst að róa mannhelvítið aðeins og ég kom honum á flugvöll 12 mínútum fyrir brottför. Það var lítið um kveðjur þegar ég henti töskunni í hann,“ sagði Gunnar við Magnús Má Einarsson hjá Fótbolta.net. Gunnar Níelsson, eða Gunni Nella, hefur starfað um árabil fyrir KA og var um tíma formaður knattspyrnudeildar.FACEBOOK/@KAAKUREYRI
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Akureyri KA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira