Seinni bylgjan: Snorra Stein dreymir um þjálfa landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2020 14:00 Snorri Steinn hefur þjálfað Val síðan 2017. Ekki er langt síðan hann skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið. vísir/bára Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari deildarmeistara Vals, var valinn þjálfari ársins í Olís-deild karla í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Valsmenn byrjuðu mótið afar illa og töpuðu fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deildinni. Snorri segir að andvökunæturnar hafi verið nokkrar á þeim tíma og hann hafi fengið hjálp við að snúa gengi Vals við. Hann vill ná langt í þjálfun og dreymir um að þjálfa íslenska landsliðið einn daginn. „Eins og margoft hefur komið fram var byrjunin á tímabilinu erfið, þung og leiðinleg. Það þurfti töluvert til að snúa við blaðinu. Ég hef hrósað strákunum því þeir sneru blaðinu við. Það varð ákveðin hugarfarsbreyting. Við þurftum ekki að umturna neinu. Byrjunin var léleg en það var ekkert allt í skrúfunni,“ sagði Snorri en þrjú af fjórum töpum Vals í byrjun tímabils voru með einu marki. „Ég er ekkert feiminn að viðurkenna að auðvitað efaðist maður. Þegar það gengur illa er eðlilegt að spyrja sjálfan sig. Kannski það fyrsta sem þú þarft að gera sem þjálfari er að líta í eigin barm. Klárlega var eitthvað sem við vorum ekki að gera upp á tíu og það voru margir klukkutímar í svona vangaveltur og nokkrar nætur.“ Eftirminnilegur krísufundur með Degi Snorri var ófeiminn að leita hjálpar þegar sem verst gekk hjá Val í byrjun tímabilsins. „Þegar þú tapar nokkrum leikjum í röð og ert í fallsæti má alveg kalla það krísufundi. Ég leitaði mér líka aðstoðar. Ég er með Óskar Bjarna [Óskarsson] sem er stórkostlegur og fleiri góða menn sem ég leitaði til og komu á fundi,“ sagði Snorri. „Pabbi hans Agnars Smára [Jón Halldórsson] er frábær og hefur reynst mér vel og þjálfaði mig þegar ég leit út eins og geimvera. Ég leita enn til hans. Svo fékk ég Dag Sigurðsson eftirminnilega á einn krísufund. Við töpuðum held ég bara einum leik eftir það.“ Gæti verið að þjálfa erlendis Snorri hefur mikinn metnað í þjálfun og stefnir á að ná langt á því sviði. Hann er þó ekkert að flýta sér aftur erlendis. „Mér líður rosalega vel á Íslandi. Ég var einhver fimmtán ár erlendis og það var komið nóg af því. Ég hef alveg fengið einhverjar fyrirspurnir og gæti hafa verið farinn út að þjálfa. En hugurinn er ekki þar eins og er. Mig langar að prófa mig á stóru sviði en eins og staðan er í dag er ég ekkert að velta því fyrir mér og það er þægilegt,“ sagði Snorri sem neitar því ekki að hann hefði áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Já, það er klárlega draumur að þjálfa landsliðið. Það er alls ekkert leyndarmál. Tíminn með landsliðinu var ómetanlegur og mér þykir mjög vænt um það.“ Klippa: Seinni bylgjan - Snorri Steinn besti þjálfarinn Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari deildarmeistara Vals, var valinn þjálfari ársins í Olís-deild karla í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Valsmenn byrjuðu mótið afar illa og töpuðu fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deildinni. Snorri segir að andvökunæturnar hafi verið nokkrar á þeim tíma og hann hafi fengið hjálp við að snúa gengi Vals við. Hann vill ná langt í þjálfun og dreymir um að þjálfa íslenska landsliðið einn daginn. „Eins og margoft hefur komið fram var byrjunin á tímabilinu erfið, þung og leiðinleg. Það þurfti töluvert til að snúa við blaðinu. Ég hef hrósað strákunum því þeir sneru blaðinu við. Það varð ákveðin hugarfarsbreyting. Við þurftum ekki að umturna neinu. Byrjunin var léleg en það var ekkert allt í skrúfunni,“ sagði Snorri en þrjú af fjórum töpum Vals í byrjun tímabils voru með einu marki. „Ég er ekkert feiminn að viðurkenna að auðvitað efaðist maður. Þegar það gengur illa er eðlilegt að spyrja sjálfan sig. Kannski það fyrsta sem þú þarft að gera sem þjálfari er að líta í eigin barm. Klárlega var eitthvað sem við vorum ekki að gera upp á tíu og það voru margir klukkutímar í svona vangaveltur og nokkrar nætur.“ Eftirminnilegur krísufundur með Degi Snorri var ófeiminn að leita hjálpar þegar sem verst gekk hjá Val í byrjun tímabilsins. „Þegar þú tapar nokkrum leikjum í röð og ert í fallsæti má alveg kalla það krísufundi. Ég leitaði mér líka aðstoðar. Ég er með Óskar Bjarna [Óskarsson] sem er stórkostlegur og fleiri góða menn sem ég leitaði til og komu á fundi,“ sagði Snorri. „Pabbi hans Agnars Smára [Jón Halldórsson] er frábær og hefur reynst mér vel og þjálfaði mig þegar ég leit út eins og geimvera. Ég leita enn til hans. Svo fékk ég Dag Sigurðsson eftirminnilega á einn krísufund. Við töpuðum held ég bara einum leik eftir það.“ Gæti verið að þjálfa erlendis Snorri hefur mikinn metnað í þjálfun og stefnir á að ná langt á því sviði. Hann er þó ekkert að flýta sér aftur erlendis. „Mér líður rosalega vel á Íslandi. Ég var einhver fimmtán ár erlendis og það var komið nóg af því. Ég hef alveg fengið einhverjar fyrirspurnir og gæti hafa verið farinn út að þjálfa. En hugurinn er ekki þar eins og er. Mig langar að prófa mig á stóru sviði en eins og staðan er í dag er ég ekkert að velta því fyrir mér og það er þægilegt,“ sagði Snorri sem neitar því ekki að hann hefði áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Já, það er klárlega draumur að þjálfa landsliðið. Það er alls ekkert leyndarmál. Tíminn með landsliðinu var ómetanlegur og mér þykir mjög vænt um það.“ Klippa: Seinni bylgjan - Snorri Steinn besti þjálfarinn Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira