Ekki nota núverandi ástand til að minnka aðgengi að miðbænum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 28. apríl 2020 17:26 Flokkur fólksins leggur til að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld noti ekki viðkvæmt ástand vegna COVID-19 veirunnar til að þrýsta málum í gegn sem eru jafnvel í óþökk fjölda borgarbúa. Fulltrúa Flokks fólksins finnst það blasa við að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld ætli að nota tækifærið í þessu ástandi til koma áformum sínum um að loka fyrir bílaumferð í miðbænum hraðar í gegn. Sagt er að rekstraraðilar vilji stækka staði sína til að virða tveggja metra regluna og leggur borgarstjóri til frekari lokanir gatna í því sambandi. Inn í umræðuna reyndi borgarstjóri að draga þá Þórólf og Víði sem hafa nú sagst ekki hafa neina skoðun á hvort göngugötur dragi almennt úr eða auki smithættu. Hverjir hafa viljað stækka staði sína? Eru það veitingastaðir? Hvað með aðrar verslanir, eiga þær að færa varning sinn út á götu? Þessar hugmyndir eru með öllu óraunhæfar og munu skaða miðbæinn. Með því að loka fleiri götum verður verra aðgengi fyrir bíla. Miðbærinn er nú mannlaus vegna veirufaraldurs. Borgarstjóri vill notfæra sér veirufaraldurinn til að loka fleiri götum fyrir umferð. Tveggja metra reglan er notuð sem yfirskyn og sagt að rekstraraðilar vilji þetta. Borgarstjóri og skipulagsyfirvöld vilja sæta lagi og draga enn frekar úr ferðum bíla í miðbæinn. Ekki er verið að hugsa mikið um þá sem koma lengra frá, fólk sem býr í úthverfunum og landsbyggðafólk sem kemur akandi og langar e.t.v. að heimsækja miðbæinn. Bíllinn er öruggari ferðamáti en almenningssamgöngur ef horft er til tveggja metra reglunnar. Almenningssamgöngur eru nánast engar auk þess sem fólk er hrætt við að nota þær. Þær voru slakar fyrir og eru enn stopulli nú vegna COVID-19. Með því að loka fleiri götum munu enn færri koma í miðbæinn. Ekki verður ferðamönnunum fyrir að fara þetta árið. Sífellt er vísað til annarra borga, milljóna borga með þróað og öflugt almenningsamgöngukerfi og þar sem veðurfar er jafnvel ólíkt. Hvernig er hægt að bera Reykjavík saman við Osló eða Kaupmannahöfn í þessu sambandi? Hver vill sitja úti í vindinum á Laugavegi með kaffibolla en á þeirri götu er ekki oft sól og blíða. Einstaka sinnum þegar sólin gægist fram kemur fólk kannski í tvo tíma. Borgarstjóri og skipulagsyfirvöld hafa aldrei verið í góðu samstarfi við rekstraraðila, eiginlega bara engu. Í meirihlutasáttmálanum voru teknar einhliða ákvarðanir um að loka götum fyrir umferð og rekstraraðilar voru aldrei spurðir. Engu að síður var lofað að hafa samráð sem mest og best. Óskir verslunareigenda og skoðanir hafa verið hunsaðar. Skeytum/erindum ekki einu sinni svarað eins og fram kemur í viðtölum við verslunareigendur. Við eigum ekki að nota faraldur til að beyta skipulagi borgarinnar. Margir eiga um sárt að binda og væri nær að einblína frekar á aðgerðir til hjálpar en að einblína á að finna smugu til að hindra aðgengi bíla enn frekar í miðbæinn. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Samgöngur Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins leggur til að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld noti ekki viðkvæmt ástand vegna COVID-19 veirunnar til að þrýsta málum í gegn sem eru jafnvel í óþökk fjölda borgarbúa. Fulltrúa Flokks fólksins finnst það blasa við að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld ætli að nota tækifærið í þessu ástandi til koma áformum sínum um að loka fyrir bílaumferð í miðbænum hraðar í gegn. Sagt er að rekstraraðilar vilji stækka staði sína til að virða tveggja metra regluna og leggur borgarstjóri til frekari lokanir gatna í því sambandi. Inn í umræðuna reyndi borgarstjóri að draga þá Þórólf og Víði sem hafa nú sagst ekki hafa neina skoðun á hvort göngugötur dragi almennt úr eða auki smithættu. Hverjir hafa viljað stækka staði sína? Eru það veitingastaðir? Hvað með aðrar verslanir, eiga þær að færa varning sinn út á götu? Þessar hugmyndir eru með öllu óraunhæfar og munu skaða miðbæinn. Með því að loka fleiri götum verður verra aðgengi fyrir bíla. Miðbærinn er nú mannlaus vegna veirufaraldurs. Borgarstjóri vill notfæra sér veirufaraldurinn til að loka fleiri götum fyrir umferð. Tveggja metra reglan er notuð sem yfirskyn og sagt að rekstraraðilar vilji þetta. Borgarstjóri og skipulagsyfirvöld vilja sæta lagi og draga enn frekar úr ferðum bíla í miðbæinn. Ekki er verið að hugsa mikið um þá sem koma lengra frá, fólk sem býr í úthverfunum og landsbyggðafólk sem kemur akandi og langar e.t.v. að heimsækja miðbæinn. Bíllinn er öruggari ferðamáti en almenningssamgöngur ef horft er til tveggja metra reglunnar. Almenningssamgöngur eru nánast engar auk þess sem fólk er hrætt við að nota þær. Þær voru slakar fyrir og eru enn stopulli nú vegna COVID-19. Með því að loka fleiri götum munu enn færri koma í miðbæinn. Ekki verður ferðamönnunum fyrir að fara þetta árið. Sífellt er vísað til annarra borga, milljóna borga með þróað og öflugt almenningsamgöngukerfi og þar sem veðurfar er jafnvel ólíkt. Hvernig er hægt að bera Reykjavík saman við Osló eða Kaupmannahöfn í þessu sambandi? Hver vill sitja úti í vindinum á Laugavegi með kaffibolla en á þeirri götu er ekki oft sól og blíða. Einstaka sinnum þegar sólin gægist fram kemur fólk kannski í tvo tíma. Borgarstjóri og skipulagsyfirvöld hafa aldrei verið í góðu samstarfi við rekstraraðila, eiginlega bara engu. Í meirihlutasáttmálanum voru teknar einhliða ákvarðanir um að loka götum fyrir umferð og rekstraraðilar voru aldrei spurðir. Engu að síður var lofað að hafa samráð sem mest og best. Óskir verslunareigenda og skoðanir hafa verið hunsaðar. Skeytum/erindum ekki einu sinni svarað eins og fram kemur í viðtölum við verslunareigendur. Við eigum ekki að nota faraldur til að beyta skipulagi borgarinnar. Margir eiga um sárt að binda og væri nær að einblína frekar á aðgerðir til hjálpar en að einblína á að finna smugu til að hindra aðgengi bíla enn frekar í miðbæinn. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun