Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 22:00 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sést hér í heimsókninni á Mayo Clinic í dag. Hann er sá eini sem ekki er með andlitsgrímu. AP/Jim Mone Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. Varaforsetinn fer fyrir teymi bandarísku ríkisstjórnarinnar þegar kemur að viðbrögðum yfirvalda í baráttunni gegn kórónuveirunni. Myndbönd og myndir frá blaðamönnum sem voru viðstaddir heimsókn varaforsetans á spítalann sýna hvar hann stendur umkringdur heilbrigðisstarfsfólki þar sem þau heilsa upp á sjúkling. Á myndunum sést að allir nema forsetinn eru með andlitsgrímu enda kveða reglur spítalans á um að allir sem þangað komi skuli setja upp grímu til að hjálpa til við að hefta útbreiðslu veirunnar. Nánast samstundis og myndirnar frá heimsókninni birtust á netinu fékk Pence yfir sig holskeflu af gagnrýni. Eyddu tístinu Mayo Clinic sendi frá sér tíst í kjölfarið þar sem kom fram að varaforsetinn hefði verið upplýstur um reglur spítalans áður en hann kom í heimsókn. Tístinu hefur nú verið eytt. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt varaforsetann í dag er Brian Schatz, öldungadeildarþingmaður Demókrata, en hann segir að Pence setji hættulegt fordæmi með því að brjóta reglur spítalans með þessum hætti. When you don't wear a mask, especially inside the Mayo Clinic, you are not being brave. You are showing that you think the rules don't apply to you. And you are setting a dangerous example by ignoring experts.— Brian Schatz (@brianschatz) April 28, 2020 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pence er gagnrýndur fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í opinberum erindagjörðum. Fyrr í þessum mánuði birtust myndir af honum, án grímu, þar sem hann heilsaði ríkisstjóra Colorado, Jared Polis. Polis var sjálfur með grímu fyrir vitum sér. Talsmaður Pence sagði í kjölfarið að varaforsetinn væri ekki með andlitsgrímu því hann væri reglulega skimaður fyrir kórónuveirunni og væri ekki smitaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Meira en milljón greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. 28. apríl 2020 21:23 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. Varaforsetinn fer fyrir teymi bandarísku ríkisstjórnarinnar þegar kemur að viðbrögðum yfirvalda í baráttunni gegn kórónuveirunni. Myndbönd og myndir frá blaðamönnum sem voru viðstaddir heimsókn varaforsetans á spítalann sýna hvar hann stendur umkringdur heilbrigðisstarfsfólki þar sem þau heilsa upp á sjúkling. Á myndunum sést að allir nema forsetinn eru með andlitsgrímu enda kveða reglur spítalans á um að allir sem þangað komi skuli setja upp grímu til að hjálpa til við að hefta útbreiðslu veirunnar. Nánast samstundis og myndirnar frá heimsókninni birtust á netinu fékk Pence yfir sig holskeflu af gagnrýni. Eyddu tístinu Mayo Clinic sendi frá sér tíst í kjölfarið þar sem kom fram að varaforsetinn hefði verið upplýstur um reglur spítalans áður en hann kom í heimsókn. Tístinu hefur nú verið eytt. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt varaforsetann í dag er Brian Schatz, öldungadeildarþingmaður Demókrata, en hann segir að Pence setji hættulegt fordæmi með því að brjóta reglur spítalans með þessum hætti. When you don't wear a mask, especially inside the Mayo Clinic, you are not being brave. You are showing that you think the rules don't apply to you. And you are setting a dangerous example by ignoring experts.— Brian Schatz (@brianschatz) April 28, 2020 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pence er gagnrýndur fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í opinberum erindagjörðum. Fyrr í þessum mánuði birtust myndir af honum, án grímu, þar sem hann heilsaði ríkisstjóra Colorado, Jared Polis. Polis var sjálfur með grímu fyrir vitum sér. Talsmaður Pence sagði í kjölfarið að varaforsetinn væri ekki með andlitsgrímu því hann væri reglulega skimaður fyrir kórónuveirunni og væri ekki smitaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Meira en milljón greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. 28. apríl 2020 21:23 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Meira en milljón greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. 28. apríl 2020 21:23
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent