Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 22:00 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sést hér í heimsókninni á Mayo Clinic í dag. Hann er sá eini sem ekki er með andlitsgrímu. AP/Jim Mone Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. Varaforsetinn fer fyrir teymi bandarísku ríkisstjórnarinnar þegar kemur að viðbrögðum yfirvalda í baráttunni gegn kórónuveirunni. Myndbönd og myndir frá blaðamönnum sem voru viðstaddir heimsókn varaforsetans á spítalann sýna hvar hann stendur umkringdur heilbrigðisstarfsfólki þar sem þau heilsa upp á sjúkling. Á myndunum sést að allir nema forsetinn eru með andlitsgrímu enda kveða reglur spítalans á um að allir sem þangað komi skuli setja upp grímu til að hjálpa til við að hefta útbreiðslu veirunnar. Nánast samstundis og myndirnar frá heimsókninni birtust á netinu fékk Pence yfir sig holskeflu af gagnrýni. Eyddu tístinu Mayo Clinic sendi frá sér tíst í kjölfarið þar sem kom fram að varaforsetinn hefði verið upplýstur um reglur spítalans áður en hann kom í heimsókn. Tístinu hefur nú verið eytt. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt varaforsetann í dag er Brian Schatz, öldungadeildarþingmaður Demókrata, en hann segir að Pence setji hættulegt fordæmi með því að brjóta reglur spítalans með þessum hætti. When you don't wear a mask, especially inside the Mayo Clinic, you are not being brave. You are showing that you think the rules don't apply to you. And you are setting a dangerous example by ignoring experts.— Brian Schatz (@brianschatz) April 28, 2020 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pence er gagnrýndur fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í opinberum erindagjörðum. Fyrr í þessum mánuði birtust myndir af honum, án grímu, þar sem hann heilsaði ríkisstjóra Colorado, Jared Polis. Polis var sjálfur með grímu fyrir vitum sér. Talsmaður Pence sagði í kjölfarið að varaforsetinn væri ekki með andlitsgrímu því hann væri reglulega skimaður fyrir kórónuveirunni og væri ekki smitaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Meira en milljón greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. 28. apríl 2020 21:23 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. Varaforsetinn fer fyrir teymi bandarísku ríkisstjórnarinnar þegar kemur að viðbrögðum yfirvalda í baráttunni gegn kórónuveirunni. Myndbönd og myndir frá blaðamönnum sem voru viðstaddir heimsókn varaforsetans á spítalann sýna hvar hann stendur umkringdur heilbrigðisstarfsfólki þar sem þau heilsa upp á sjúkling. Á myndunum sést að allir nema forsetinn eru með andlitsgrímu enda kveða reglur spítalans á um að allir sem þangað komi skuli setja upp grímu til að hjálpa til við að hefta útbreiðslu veirunnar. Nánast samstundis og myndirnar frá heimsókninni birtust á netinu fékk Pence yfir sig holskeflu af gagnrýni. Eyddu tístinu Mayo Clinic sendi frá sér tíst í kjölfarið þar sem kom fram að varaforsetinn hefði verið upplýstur um reglur spítalans áður en hann kom í heimsókn. Tístinu hefur nú verið eytt. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt varaforsetann í dag er Brian Schatz, öldungadeildarþingmaður Demókrata, en hann segir að Pence setji hættulegt fordæmi með því að brjóta reglur spítalans með þessum hætti. When you don't wear a mask, especially inside the Mayo Clinic, you are not being brave. You are showing that you think the rules don't apply to you. And you are setting a dangerous example by ignoring experts.— Brian Schatz (@brianschatz) April 28, 2020 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pence er gagnrýndur fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í opinberum erindagjörðum. Fyrr í þessum mánuði birtust myndir af honum, án grímu, þar sem hann heilsaði ríkisstjóra Colorado, Jared Polis. Polis var sjálfur með grímu fyrir vitum sér. Talsmaður Pence sagði í kjölfarið að varaforsetinn væri ekki með andlitsgrímu því hann væri reglulega skimaður fyrir kórónuveirunni og væri ekki smitaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Meira en milljón greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. 28. apríl 2020 21:23 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Meira en milljón greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. 28. apríl 2020 21:23