Juventus stjarnan jákvæð í fjórða sinn á sex vikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 10:00 Paulo Dybala og Cristiano Ronaldo fagna saman einu af mörkum á þessu tímabili. Cristiano Ronaldo passar sig örugglega á því að koma ekki nálægt Dybala á næstunni. Getty/Valerio Pennicino Paulo Dybala þarf að glíma lengur en flestir við kórónuveiruna en þessi stjörnuleikmaður hjá Juventus þarf að halda sér áfram í einangrun. Nýjasta prófið sem Paulo Dybala fór í sýndi að hann er enn með kórónuveiruna en þetta var í fjórða sinn á sex vikum sem hann kemur út jákvæður út úr slíku prófi. Hinn 26 ára gamli Argentínumaður sagði fyrst frá því í mars að hann og kærasta hans, Oriana Sabatini, hefðu bæði fengið COVID-19 sjúkdóminn. Síðan er liðinn meira en mánuður og að öllu eðlilegu ætti argentínski framherjinn að vera laus við veiruna. Juventus býst líka við því og hefur sent hann margoft í próf en niðurstaðan er alltaf sú sama. Paulo Dybala 'tests positive for coronavirus for fourth time in six weeks' https://t.co/iHKO3cBayf— SPORTbible (@sportbible) April 29, 2020 Spænska sjónvarpsstöðin El Chiringuito TV hefur heimildir fyrir því að öll þessi fjögur próf hans á síðustu sex vikum hafi verið jákvæð. Paulo Dybala hefur sagt frá erfiðri upplifun sinni af því að fá COVID-19 sjúkdóminn en hann átti meðal annars erfitt með andardrátt. „Sem betur fer líður okkur mun betur þessa dagana og við erum ekki með nein einkenni. Ég var með mikil einkenni um tíma, varð mjög fljótt þreyttur þegar ég reyndi að æfa og þurfti að berjast við að ná andanum eftir aðeins fimm mínútna æfingu,“ sagði Paulo Dybala „Þá áttaði ég mig á því að eitthvað væri að. Prófin hjá félaginu sýndu að við vorum bæði jákvæð,“ sagði Paulo Dybala. Paulo Dybala tests positive for coronavirus 'for the fourth time in six weeks' https://t.co/CFfxdj9uVe pic.twitter.com/OltnEBk1Qy— Mirror Football (@MirrorFootball) April 28, 2020 „Eftir það fengum við enn verri einkenni, eins og hósta, þreytu og kuldaköst. Félagið sagði okkur að þetta yrði allt í lagi og við urðum bara að vera róleg,“ sagði Paulo Dybala. Paulo Dybala var einn af þremur leikmönnum Juventus sem fengu en hinir voru þeir Blaise Matuidi og Daniele Rugani. Ítölsku félögin ætla að hefja aftur æfingar 4. maí næstkomandi, fyrst einn á einn og svo í hópum eftir 18. maí. Það er síðan stefnt á það að byrja að spila í júní. Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira
Paulo Dybala þarf að glíma lengur en flestir við kórónuveiruna en þessi stjörnuleikmaður hjá Juventus þarf að halda sér áfram í einangrun. Nýjasta prófið sem Paulo Dybala fór í sýndi að hann er enn með kórónuveiruna en þetta var í fjórða sinn á sex vikum sem hann kemur út jákvæður út úr slíku prófi. Hinn 26 ára gamli Argentínumaður sagði fyrst frá því í mars að hann og kærasta hans, Oriana Sabatini, hefðu bæði fengið COVID-19 sjúkdóminn. Síðan er liðinn meira en mánuður og að öllu eðlilegu ætti argentínski framherjinn að vera laus við veiruna. Juventus býst líka við því og hefur sent hann margoft í próf en niðurstaðan er alltaf sú sama. Paulo Dybala 'tests positive for coronavirus for fourth time in six weeks' https://t.co/iHKO3cBayf— SPORTbible (@sportbible) April 29, 2020 Spænska sjónvarpsstöðin El Chiringuito TV hefur heimildir fyrir því að öll þessi fjögur próf hans á síðustu sex vikum hafi verið jákvæð. Paulo Dybala hefur sagt frá erfiðri upplifun sinni af því að fá COVID-19 sjúkdóminn en hann átti meðal annars erfitt með andardrátt. „Sem betur fer líður okkur mun betur þessa dagana og við erum ekki með nein einkenni. Ég var með mikil einkenni um tíma, varð mjög fljótt þreyttur þegar ég reyndi að æfa og þurfti að berjast við að ná andanum eftir aðeins fimm mínútna æfingu,“ sagði Paulo Dybala „Þá áttaði ég mig á því að eitthvað væri að. Prófin hjá félaginu sýndu að við vorum bæði jákvæð,“ sagði Paulo Dybala. Paulo Dybala tests positive for coronavirus 'for the fourth time in six weeks' https://t.co/CFfxdj9uVe pic.twitter.com/OltnEBk1Qy— Mirror Football (@MirrorFootball) April 28, 2020 „Eftir það fengum við enn verri einkenni, eins og hósta, þreytu og kuldaköst. Félagið sagði okkur að þetta yrði allt í lagi og við urðum bara að vera róleg,“ sagði Paulo Dybala. Paulo Dybala var einn af þremur leikmönnum Juventus sem fengu en hinir voru þeir Blaise Matuidi og Daniele Rugani. Ítölsku félögin ætla að hefja aftur æfingar 4. maí næstkomandi, fyrst einn á einn og svo í hópum eftir 18. maí. Það er síðan stefnt á það að byrja að spila í júní.
Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira