Lentu 33 sinnum í hrömmunum á Alfreð og Erlingi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 12:30 Erlingur Kristjánsson og Sigmar Þröstur Óskarsson lyfta bikarnum á forsíðu Dags á Akureyri en þetta var fyrsti stóri titill handboltaliðs í bænum, Mynd/Dagur KA-menn unnu sinn fyrsta stóra titil í handboltanum fyrir aldarfjórðungi síðan þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari árið 1995 eftir magnaðan bikarúrslitaleik á móti Val í Laugardalshöllinni. KA vann leikinn 27-26 eftir framlengdan leik eftir að Guðmundur Hrafnkelsson hafði tryggt Valsliðinu framlengingu með því að verja vítakast Valdimars Grímssonar í lok venjulegs leiktíma. Ólafur Sigurgeirsson hjá HB Statz nýtti tækifærið þegar Rúv endursýndi úrslitaleikinn á dögunum og tók saman tölfræðina úr honum. Það sem vakti sérstaka athygli var frammistaða reynsluboltanna í miðri KA-vörninni. Þar spiluðu þeir Alfreð Gíslason og Erlingur Kristjánsson hlið við hlið. Alfreð var spilandi þjálfari liðsins en Erlingur var fyrirliði. Alfreð Gíslason var þarna á 36. aldursári og Erlingur hélt upp á 33 ára afmælið sitt nokkrum mánuðum seinna. Þeir voru því engin unglömb sem handboltamenn á þeim tíma. Valsmenn voru með yngra lið og sigurstranglegra fyrir leikinn enda þar á ferðinni Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. KA-menn höfðu líka aldrei unnið stóran titil en það breyttist þennan dag í Laugardalshöllinni ekki síst vegna frábærrar frammistöðu gömlu mannanna. Við ákváðum að prófa að taka tölfræðina úr bikarleik Vals og KA 95 ?????????https://t.co/5zuw6RIcFUMargt áhugavert að sjá úr þessum svakalega handboltaleik fyrir áhugasama!#handbolti #olisdeildin @Seinnibylgjan @KAakureyri @valurhandbolti @aguststefans @ruvithrottir— HBStatz (@HBSstatz) April 26, 2020 HB Statz sýndi það að Valsmenn lentu 33 sinnum í hrömmum Alfreðs og Erlings í þessum leik og KA liðið var alls með 65 löglegar stöðvanir í leiknum. Erlingur var með sautján lögleg stopp og Alfreð var með sextán. Erlingur gerði ekki mikið í sóknarleiknum en Alfreð var aftur á móti sex mörk úr aðeins níu skotum. Samkvæmt einkunnargjöf HB Statz þá fengu þeir Erlingur og Alfreð báðir tíu í einkunn fyrir varnarleikinn í þessum leik. Maður leiksins var aftur á móti markvörðurinn Sigmar Þröstur Óskarsson sem fékk tíu í heildareinkunn en hann varði 22 skot í leiknum þar af fjögur víti. Sigmar Þröstur var ekkert unglamb heldur enda á 34. aldursári. Íslenski handboltinn Einu sinni var... Akureyri KA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
KA-menn unnu sinn fyrsta stóra titil í handboltanum fyrir aldarfjórðungi síðan þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari árið 1995 eftir magnaðan bikarúrslitaleik á móti Val í Laugardalshöllinni. KA vann leikinn 27-26 eftir framlengdan leik eftir að Guðmundur Hrafnkelsson hafði tryggt Valsliðinu framlengingu með því að verja vítakast Valdimars Grímssonar í lok venjulegs leiktíma. Ólafur Sigurgeirsson hjá HB Statz nýtti tækifærið þegar Rúv endursýndi úrslitaleikinn á dögunum og tók saman tölfræðina úr honum. Það sem vakti sérstaka athygli var frammistaða reynsluboltanna í miðri KA-vörninni. Þar spiluðu þeir Alfreð Gíslason og Erlingur Kristjánsson hlið við hlið. Alfreð var spilandi þjálfari liðsins en Erlingur var fyrirliði. Alfreð Gíslason var þarna á 36. aldursári og Erlingur hélt upp á 33 ára afmælið sitt nokkrum mánuðum seinna. Þeir voru því engin unglömb sem handboltamenn á þeim tíma. Valsmenn voru með yngra lið og sigurstranglegra fyrir leikinn enda þar á ferðinni Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. KA-menn höfðu líka aldrei unnið stóran titil en það breyttist þennan dag í Laugardalshöllinni ekki síst vegna frábærrar frammistöðu gömlu mannanna. Við ákváðum að prófa að taka tölfræðina úr bikarleik Vals og KA 95 ?????????https://t.co/5zuw6RIcFUMargt áhugavert að sjá úr þessum svakalega handboltaleik fyrir áhugasama!#handbolti #olisdeildin @Seinnibylgjan @KAakureyri @valurhandbolti @aguststefans @ruvithrottir— HBStatz (@HBSstatz) April 26, 2020 HB Statz sýndi það að Valsmenn lentu 33 sinnum í hrömmum Alfreðs og Erlings í þessum leik og KA liðið var alls með 65 löglegar stöðvanir í leiknum. Erlingur var með sautján lögleg stopp og Alfreð var með sextán. Erlingur gerði ekki mikið í sóknarleiknum en Alfreð var aftur á móti sex mörk úr aðeins níu skotum. Samkvæmt einkunnargjöf HB Statz þá fengu þeir Erlingur og Alfreð báðir tíu í einkunn fyrir varnarleikinn í þessum leik. Maður leiksins var aftur á móti markvörðurinn Sigmar Þröstur Óskarsson sem fékk tíu í heildareinkunn en hann varði 22 skot í leiknum þar af fjögur víti. Sigmar Þröstur var ekkert unglamb heldur enda á 34. aldursári.
Íslenski handboltinn Einu sinni var... Akureyri KA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira