Sakar samninganefnd ríkisins um nýta sér réttindaleysi lögreglumanna í kjaraviðræðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2020 13:34 Snorri Magnússon. Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna sakar samninganefnd ríkisins um að nýta sér réttindaleysi lögreglumanna en þeir eru ein af fáum stéttum sem ekki hafa verkfallsrétt. Kjarasamningar runnu út 1. apríl á síðasta ári en samningafundur deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt. Snorri lýsti því í Bítinu í morgun hvernig samninganefndir ríkisins hafi í auknum mæli dregið kjarasamninga á langinn eftir að lögreglumenn misstu verkfallsréttinn árið 1986, enda er verkfall vopn sem bítur. „Það er einfaldlega hægt að horfa á kjarasamningasögu okkar frá þeim tíma þegar við höfðum verkfallsrétt og frá þeim tíma sem hann var afnuminn árið 1986. Það verður gjörbreyting á landslaginu við það hann fór, það er bara þannig. Við vorum þátttakendur í stóru verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984 og vorum í samfloti allan þann tíma. Frá því að verkfallsrétturinn var afnuminn – og það ber að halda því til haga hér að það var gert í fullu samráði við lögreglumenn það er að segja að það lá í loftinu að ríkisstjórn þess tíma ætlaði að taka hann frá okkur, með góðu eða illu, en okkur tókst sem betur fer að fá eitthvað fyrir hann inn í launaumslagið. Þess ber engin merki í launaumslaginu í dag. Þetta hefur þynnst út. Við ættum að vera ennþá þessum prósentum hærri í launum miðað við þann tíma þegar verkfallsrétturinn var afnuminn. Já, þetta eru alvarleg orð en við stöndum við þau.“ Nýútskrifaður lögreglumaður hefur tæplega 360 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði. Ofan á grunnlaunin leggjast þó vaktaálag og yfirvinna en sú greiðsla er breytileg eftir mánuðum. Snorri áætlar að það sé í kringum 100 þúsund krónur á mánuði. Lögreglumenn fara fram á níu prósenta hækkun á grunnlaunum sem samninganefnd ríkisins hefur ekki sæst á. Snorri segir að lögreglumenn verði að fá launaleiðréttingu, sér í lagi í ljósi þess að samkvæmt mannaaflagreiningu ríkislögreglustjóra vanti um þrjú þúsund lögreglumenn til starfa í landinu. Allar lögregludeildir séu undirmannaðar á sama tíma og starfið hafi tekið miklum breytingum á síðustu árum. „Rannsóknir mála eru orðnar erfiðari, málin eru orðin flókin. Við horfum inn á nýjar víddir í rannsóknum, eins og tölvurannsóknir og annað þvíumlíkt. Mannsalsmál sem voru ekki upp á yfirborðinu fyrir einhverjum x-fjölda ára. Álagið hefur aukist að þessu leyti líka.“ Kjaramál Tengdar fréttir Kjarabarátta lögreglumanna og efnahagurinn meðal umræðuefna í Bítinu Það verður margt um að vera í Bítinu á Bylgjunni í dag. 29. apríl 2020 06:30 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna sakar samninganefnd ríkisins um að nýta sér réttindaleysi lögreglumanna en þeir eru ein af fáum stéttum sem ekki hafa verkfallsrétt. Kjarasamningar runnu út 1. apríl á síðasta ári en samningafundur deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt. Snorri lýsti því í Bítinu í morgun hvernig samninganefndir ríkisins hafi í auknum mæli dregið kjarasamninga á langinn eftir að lögreglumenn misstu verkfallsréttinn árið 1986, enda er verkfall vopn sem bítur. „Það er einfaldlega hægt að horfa á kjarasamningasögu okkar frá þeim tíma þegar við höfðum verkfallsrétt og frá þeim tíma sem hann var afnuminn árið 1986. Það verður gjörbreyting á landslaginu við það hann fór, það er bara þannig. Við vorum þátttakendur í stóru verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984 og vorum í samfloti allan þann tíma. Frá því að verkfallsrétturinn var afnuminn – og það ber að halda því til haga hér að það var gert í fullu samráði við lögreglumenn það er að segja að það lá í loftinu að ríkisstjórn þess tíma ætlaði að taka hann frá okkur, með góðu eða illu, en okkur tókst sem betur fer að fá eitthvað fyrir hann inn í launaumslagið. Þess ber engin merki í launaumslaginu í dag. Þetta hefur þynnst út. Við ættum að vera ennþá þessum prósentum hærri í launum miðað við þann tíma þegar verkfallsrétturinn var afnuminn. Já, þetta eru alvarleg orð en við stöndum við þau.“ Nýútskrifaður lögreglumaður hefur tæplega 360 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði. Ofan á grunnlaunin leggjast þó vaktaálag og yfirvinna en sú greiðsla er breytileg eftir mánuðum. Snorri áætlar að það sé í kringum 100 þúsund krónur á mánuði. Lögreglumenn fara fram á níu prósenta hækkun á grunnlaunum sem samninganefnd ríkisins hefur ekki sæst á. Snorri segir að lögreglumenn verði að fá launaleiðréttingu, sér í lagi í ljósi þess að samkvæmt mannaaflagreiningu ríkislögreglustjóra vanti um þrjú þúsund lögreglumenn til starfa í landinu. Allar lögregludeildir séu undirmannaðar á sama tíma og starfið hafi tekið miklum breytingum á síðustu árum. „Rannsóknir mála eru orðnar erfiðari, málin eru orðin flókin. Við horfum inn á nýjar víddir í rannsóknum, eins og tölvurannsóknir og annað þvíumlíkt. Mannsalsmál sem voru ekki upp á yfirborðinu fyrir einhverjum x-fjölda ára. Álagið hefur aukist að þessu leyti líka.“
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarabarátta lögreglumanna og efnahagurinn meðal umræðuefna í Bítinu Það verður margt um að vera í Bítinu á Bylgjunni í dag. 29. apríl 2020 06:30 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Kjarabarátta lögreglumanna og efnahagurinn meðal umræðuefna í Bítinu Það verður margt um að vera í Bítinu á Bylgjunni í dag. 29. apríl 2020 06:30