Óttast að lögum um hópuppsagnir sé ekki alltaf fylgt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 19:19 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Friðrik Þór Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsögnum í dag en enn eiga fleiri tilkynningar eftir að berast Vinnumálastofnun. Dæmi eru um að öllu starfsfólki fyrirtækja í ferðaþjónustu hafi verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Eflingar óttast að lögum um hópuppsagnir sé ekki fylgt í öllum tilfellum. Gray Line sagði upp 107 starfsmönnum í dag. Þórir Garðarsson stjórnarformaður vonar að hann geti ráðið fólkið aftur til starfa síðar. „Við neyddumst til þess að segja upp um 93% af starfsmönnum og það er náttúrlega mjög sárt. Hérna er starfsfólk sem hefur unnið hjá okkur í Fyrirtækið er aðeins eitt af fjölmörgum sem hafa séð sig knúin til að grípa til uppsagna nú um mánaðamótin. Sjá einnig: Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum. Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélags Isavia, var sagt upp í morgun og um hundrað boðið lægra starfshlutfall. Arctic Adventures sagði upp öllum 152 starfsmönnum sínum og Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, mun segja upp meirihluta þeirra 130 sem starfa hjá fyrirtækinu. Öllum sextíu starfsmönnum Hótels Sögu var sagt upp í dag og Íslandshótel segja upp um 230 starfsmönnum. Svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu grípa aðrar stórar hótelkeðjur einnig til umfangsmikilla uppsagna. Segir ekkert undantekningarástand í samfélaginu Margt starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja er í Eflingu. „Atvinnurekendum ber að fara í einu og öllu eftir lögum um hópuppsögnum og ég vil kannski minna á það að í þeim lögum er kveðið á um að það eigi að vera samráð, raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna, trúnaðarmann ef að honum er til að dreifa,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Dæmi séu um að því sé ekki fylgt. „Við höfum fengið því miður tilfelli um það þar sem er verið að framkvæma hópuppsagnir og því er haldið fram við starfsfólk að það sé eitthvert undantekningarástand í samfélaginu og þurfi ekki að fara eftir þessum reglum. Ég vil líka beina því til atvinnurekenda að ef að það er ekki farið eftir þessum lögum, þá eru uppsagnirnar ekki gildar,“ segir Viðar. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsögnum í dag en enn eiga fleiri tilkynningar eftir að berast Vinnumálastofnun. Dæmi eru um að öllu starfsfólki fyrirtækja í ferðaþjónustu hafi verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Eflingar óttast að lögum um hópuppsagnir sé ekki fylgt í öllum tilfellum. Gray Line sagði upp 107 starfsmönnum í dag. Þórir Garðarsson stjórnarformaður vonar að hann geti ráðið fólkið aftur til starfa síðar. „Við neyddumst til þess að segja upp um 93% af starfsmönnum og það er náttúrlega mjög sárt. Hérna er starfsfólk sem hefur unnið hjá okkur í Fyrirtækið er aðeins eitt af fjölmörgum sem hafa séð sig knúin til að grípa til uppsagna nú um mánaðamótin. Sjá einnig: Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum. Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélags Isavia, var sagt upp í morgun og um hundrað boðið lægra starfshlutfall. Arctic Adventures sagði upp öllum 152 starfsmönnum sínum og Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, mun segja upp meirihluta þeirra 130 sem starfa hjá fyrirtækinu. Öllum sextíu starfsmönnum Hótels Sögu var sagt upp í dag og Íslandshótel segja upp um 230 starfsmönnum. Svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu grípa aðrar stórar hótelkeðjur einnig til umfangsmikilla uppsagna. Segir ekkert undantekningarástand í samfélaginu Margt starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja er í Eflingu. „Atvinnurekendum ber að fara í einu og öllu eftir lögum um hópuppsögnum og ég vil kannski minna á það að í þeim lögum er kveðið á um að það eigi að vera samráð, raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna, trúnaðarmann ef að honum er til að dreifa,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Dæmi séu um að því sé ekki fylgt. „Við höfum fengið því miður tilfelli um það þar sem er verið að framkvæma hópuppsagnir og því er haldið fram við starfsfólk að það sé eitthvert undantekningarástand í samfélaginu og þurfi ekki að fara eftir þessum reglum. Ég vil líka beina því til atvinnurekenda að ef að það er ekki farið eftir þessum lögum, þá eru uppsagnirnar ekki gildar,“ segir Viðar.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira