Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu Andri Eysteinsson skrifar 29. apríl 2020 21:29 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar -stéttarfélags. Vísir/Vilhelm „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. Fjórum skólum í Kópavogsbæ verður lokað 6. maí náist samningar ekki. Allt ræstingafólk skólanna eru félagsmenn Eflingar. Stúlka í níunda bekk í Kársnesskóla vakti athygli umboðsmanns barna á stöðu barna í Kópavogi vegna aðgerðanna og vísaði þar í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sólveig svaraði bréfi umboðsmanns í dag og segir umboðsmann stilla upp rétti barna til að láta skoðanir sínar í ljós gegn lögvörðum rétti félagsmanna Eflingar til þess að ganga til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. „Ég skil ekki hvernig er hægt að sjá málið með þessum augum. Þarna er verið að nota hagsmuni barna til að hafa áhrif á mikilvæga baráttu fólks fyrir efnahagslegu réttlæti. Hvernig getur það verið hlutverk umboðsmanns barna?“ skrifar Sólveig Anna í pistli á Facebook-síðu sinni. Hér má nálgast bréfið sem umboðsmaður barna sendi Eflingu í gær. Sólveig segir ítrekað hafa reynt að funda með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, en það hafi ekki borið árangur. Þá hafi Efling verið heiðarleg og væri ljóst að verkfallsaðgerðir myndu hefjast að nýju um leið og samkomubanni yrði aflétt eða það mildað. Þó hafi Kópavogsbær ekki viljað funda með Eflingu. Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir „Mér finnst miður að umboðsmaður barna hafi reynt að hafa áhrif á baráttu þessa hóps, sem hefur ekki átt sér neina málsvara. Sem hefur verið jaðarsettur og í raun því sem næst ósýnilegur. Sem þarf að þola laun sem ekki er hægt að lifa af, og líka skerta heilsu, bæði andlega og líkamlega sökum álags og erfiðleika þeirra sem fylgja endalausum fjárhagsáhyggjum,“ skrifar Sólveig. Í bréfi sínu til umboðsmanns barna skrifar Sólveig: „Ég tel að þú sýnir félagsmönnum mínum lítilsvirðingu og ég tel jafnframt í hæsta máta ósmekklegt hvernig þú spilar fram börnum til að grafa undan lögvarinni réttindabaráttu verkafólks.“ Sólveig segist í svari sínu svara erindi umboðsmanns á þann veg að hún mótmæli því að baráttu láglaunakvenna fyrir sæmandi sé stillt upp á móti hagsmunum barna og biðst hún undan frekari afskiptum af baráttu Eflingarfólks. Kópavogur Kjaramál Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. Fjórum skólum í Kópavogsbæ verður lokað 6. maí náist samningar ekki. Allt ræstingafólk skólanna eru félagsmenn Eflingar. Stúlka í níunda bekk í Kársnesskóla vakti athygli umboðsmanns barna á stöðu barna í Kópavogi vegna aðgerðanna og vísaði þar í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sólveig svaraði bréfi umboðsmanns í dag og segir umboðsmann stilla upp rétti barna til að láta skoðanir sínar í ljós gegn lögvörðum rétti félagsmanna Eflingar til þess að ganga til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. „Ég skil ekki hvernig er hægt að sjá málið með þessum augum. Þarna er verið að nota hagsmuni barna til að hafa áhrif á mikilvæga baráttu fólks fyrir efnahagslegu réttlæti. Hvernig getur það verið hlutverk umboðsmanns barna?“ skrifar Sólveig Anna í pistli á Facebook-síðu sinni. Hér má nálgast bréfið sem umboðsmaður barna sendi Eflingu í gær. Sólveig segir ítrekað hafa reynt að funda með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, en það hafi ekki borið árangur. Þá hafi Efling verið heiðarleg og væri ljóst að verkfallsaðgerðir myndu hefjast að nýju um leið og samkomubanni yrði aflétt eða það mildað. Þó hafi Kópavogsbær ekki viljað funda með Eflingu. Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir „Mér finnst miður að umboðsmaður barna hafi reynt að hafa áhrif á baráttu þessa hóps, sem hefur ekki átt sér neina málsvara. Sem hefur verið jaðarsettur og í raun því sem næst ósýnilegur. Sem þarf að þola laun sem ekki er hægt að lifa af, og líka skerta heilsu, bæði andlega og líkamlega sökum álags og erfiðleika þeirra sem fylgja endalausum fjárhagsáhyggjum,“ skrifar Sólveig. Í bréfi sínu til umboðsmanns barna skrifar Sólveig: „Ég tel að þú sýnir félagsmönnum mínum lítilsvirðingu og ég tel jafnframt í hæsta máta ósmekklegt hvernig þú spilar fram börnum til að grafa undan lögvarinni réttindabaráttu verkafólks.“ Sólveig segist í svari sínu svara erindi umboðsmanns á þann veg að hún mótmæli því að baráttu láglaunakvenna fyrir sæmandi sé stillt upp á móti hagsmunum barna og biðst hún undan frekari afskiptum af baráttu Eflingarfólks.
Kópavogur Kjaramál Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira