Helmingur vinnandi fólks í hættu á að missa lífsviðurværi sitt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 23:51 Veitingahúsaeigandi á Ítalíu með lykilinn að veitingastaðnum sínum sem hefur verið lokaður í um tvo mánuði. Hann er einn fjölmargra ítalskra veitingamanna sem hafa verið alveg tekjulausir vegna faraldursins en nú vilja þeir fara að opna og mótmæla ákvörðun yfirvalda sem vilja að staðirnir verði áfram lokaðir. Getty/Carlo Bressan Alþjóðavinnumálastofnun telur að helmingur alls vinnandi fólks í heiminum eigi á hættu að missa vinnu sína, að hluta eða öllu leyti, vegna kórónuveirufaraldursins. Alls eru þetta um 1,6 milljarður manna af þeim þremur milljörðum sem stofnunin telur að séu á vinnumarkaði í heiminum öllum en um er að ræða fólk sem starfar í svokölluðu óformlegu hagkerfi; eru verktakar, ráðinn til skamms tíma eða eru yfir höfuð ekki með ráðningarsamning. Alþjóðavinnumálastofnun telur að um tveir milljarðar vinnandi fólks starfi í hinu óformlega hagkerfi og að mikill meirihluti þeirra eigi á hættu að missa vinnuna vegna faraldursins. Stofnunin segir að þessi hætta sé vegna þess að landamæri hafi lokast og samkomubönnum komið á og/eða vegna þess að fólkið vinni í þeim geirum sem faraldurinn hefur haft hvað verst áhrif á. Hafa misst um 60 prósent af tekjum sínum Talið er að á fyrsta mánuði faraldursins hafi starfsmenn í óformlega hagkerfinu misst um 60 prósent af tekjum sínum. Alþjóðavinnumálastofnunin telur að þessi hópur sé sérstaklega viðkvæmur og sé í mikilli hættu á að lenda í fátækt, hann hafi lítinn rétt á vinnumarkaði og búi almennt við lítið starfsöryggi. Þá vekur stofnunin einnig athygli á því að hætt sé við því að meira en 400 milljón fyrirtæki á heimsvísu muni berjast í bökkum vegna faraldursins. Aðallega sé um að ræða fyrirtæki sem sinni verslun og þjónustu hvers konar, til dæmis búðir, hótel og gistiheimili og veitingastaði, en þessir geirar hafa orðið illa úti í faraldrinum, til dæmis á Íslandi. Alþjóðavinnumálastofnunin kallar eftir því að stjórnvöld styðji betur við vinnandi fólk og fyrirtæki, ekki hvað síst lítil fyrirtæki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Alþjóðavinnumálastofnun telur að helmingur alls vinnandi fólks í heiminum eigi á hættu að missa vinnu sína, að hluta eða öllu leyti, vegna kórónuveirufaraldursins. Alls eru þetta um 1,6 milljarður manna af þeim þremur milljörðum sem stofnunin telur að séu á vinnumarkaði í heiminum öllum en um er að ræða fólk sem starfar í svokölluðu óformlegu hagkerfi; eru verktakar, ráðinn til skamms tíma eða eru yfir höfuð ekki með ráðningarsamning. Alþjóðavinnumálastofnun telur að um tveir milljarðar vinnandi fólks starfi í hinu óformlega hagkerfi og að mikill meirihluti þeirra eigi á hættu að missa vinnuna vegna faraldursins. Stofnunin segir að þessi hætta sé vegna þess að landamæri hafi lokast og samkomubönnum komið á og/eða vegna þess að fólkið vinni í þeim geirum sem faraldurinn hefur haft hvað verst áhrif á. Hafa misst um 60 prósent af tekjum sínum Talið er að á fyrsta mánuði faraldursins hafi starfsmenn í óformlega hagkerfinu misst um 60 prósent af tekjum sínum. Alþjóðavinnumálastofnunin telur að þessi hópur sé sérstaklega viðkvæmur og sé í mikilli hættu á að lenda í fátækt, hann hafi lítinn rétt á vinnumarkaði og búi almennt við lítið starfsöryggi. Þá vekur stofnunin einnig athygli á því að hætt sé við því að meira en 400 milljón fyrirtæki á heimsvísu muni berjast í bökkum vegna faraldursins. Aðallega sé um að ræða fyrirtæki sem sinni verslun og þjónustu hvers konar, til dæmis búðir, hótel og gistiheimili og veitingastaði, en þessir geirar hafa orðið illa úti í faraldrinum, til dæmis á Íslandi. Alþjóðavinnumálastofnunin kallar eftir því að stjórnvöld styðji betur við vinnandi fólk og fyrirtæki, ekki hvað síst lítil fyrirtæki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira