Eigandi Brescia segir að liðið muni gefa alla leiki ef tímabilið hefst aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2020 15:00 Massimo Cellino ásamt Marion Balotelli sem gekk til liðs við Brescia síðasta sumar. vísir/getty Massimo Cellino, eigandi ítalska úrvalsdeildarliðsins Brescia, sem Birkir Bjarnason leikur með, segir að liðið muni gefa alla leiki ef keppni í ítölsku deildinni hefst aftur í vetur. Líkt og alls staðar í Evrópu, nema í Hvíta-Rússlandi, hefur keppni í ítalska fótboltanum verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Ítalía hefur orðið sérstaklega illa úti vegna kórónuveirunnar en rúmlega 13.000 manns hafa látist af völdum hennar þar í landi. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvort keppni í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 2019-20 lýkur. Cellino segir að það væri glapræði að hefja leik aftur. „Við erum hætt. Ekkert lið snýr aftur til baka eins og það var, leikirnir yrðu að fara fram fyrir luktum dyrum og þetta myndi stefna heilsu leikmannanna í hættu,“ sagði Cellino við Gazetta dello Sport. „Það væri brjálæði að byrja aftur. Ef þeir neyða okkur til þess gefum við alla leiki sem eftir eru af virðingu við íbúa Brescia og þá sem hafa látist af völdum veirunnar,“ bætti Cellino við. Hann hefur verið sakaður um að hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni en Brescia er á botni ítölsku deildarinnar, níu stigum frá öruggu sæti. Brescia myndi því augljóslega græða á því ef tímabilið yrði flautað af og þurrkað út ef svo má segja. Birkir hefur leikið fimm leiki fyrir Brescia síðan hann kom til liðsins í janúar. Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira
Massimo Cellino, eigandi ítalska úrvalsdeildarliðsins Brescia, sem Birkir Bjarnason leikur með, segir að liðið muni gefa alla leiki ef keppni í ítölsku deildinni hefst aftur í vetur. Líkt og alls staðar í Evrópu, nema í Hvíta-Rússlandi, hefur keppni í ítalska fótboltanum verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Ítalía hefur orðið sérstaklega illa úti vegna kórónuveirunnar en rúmlega 13.000 manns hafa látist af völdum hennar þar í landi. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvort keppni í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 2019-20 lýkur. Cellino segir að það væri glapræði að hefja leik aftur. „Við erum hætt. Ekkert lið snýr aftur til baka eins og það var, leikirnir yrðu að fara fram fyrir luktum dyrum og þetta myndi stefna heilsu leikmannanna í hættu,“ sagði Cellino við Gazetta dello Sport. „Það væri brjálæði að byrja aftur. Ef þeir neyða okkur til þess gefum við alla leiki sem eftir eru af virðingu við íbúa Brescia og þá sem hafa látist af völdum veirunnar,“ bætti Cellino við. Hann hefur verið sakaður um að hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni en Brescia er á botni ítölsku deildarinnar, níu stigum frá öruggu sæti. Brescia myndi því augljóslega græða á því ef tímabilið yrði flautað af og þurrkað út ef svo má segja. Birkir hefur leikið fimm leiki fyrir Brescia síðan hann kom til liðsins í janúar.
Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira