Selshamurinn valin í aðalkeppni Huesca kvikmyndahátíðarinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. apríl 2020 12:00 Stilla úr stuttmyndinni Selshamurinn. Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Bríet Sóley Valgeirsdóttir. Mynd/Markus Englmair Stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Selshamurinn, hefur verið valin í aðalkeppni hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Huesca á Spáni. Þetta er í 48. skipti sem þessi hátíð er haldin en vegna kórónuveirunnar mun hún fara fram á stafrænu formi dagana 12. - 20. júní næstkomandi. Selshamurinn verður heimsfrumsýnd á hátíðinni. Myndin er skrifuð og leikstýrð af Uglu Hauksdóttur og framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Meðframleiðandi er Gunnhildur Helga Katrínardóttir og yfirframleiðandi Guðmundur Arnar Guðmundsson. Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Bríet Sóley Valgeirsdóttir. „Selshamurinn fjallar um hina fimm ára gömlu Sól sem býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið. Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar. Þegar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóðsögu,“ segir Ugla um myndina. Mynd/Daníel Imsland Valin úr hópi 2.000 mynda Selshamurinn er ein af 31 mynd í alþjóðlegri stuttmyndakeppni hátíðarinnar en hátt í 2.000 myndir voru sendar inn frá 93 löndum. Aðeins tvær myndir voru valdar inn frá Norðurlöndunum í ár. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Huesca er á skrá Bandarísku kvikmyndaakademíunnar sem stendur fyrir Óskarsverðlaununum og vinningsmyndir hátíðarinnar koma þar með til greina í Óskarsval vegna stuttmynda. Ugla Hauksdóttir útskrifaðist sem leikstjóri og handritshöfundur úr Columbia University árið 2016 og hefur síðan þá starfað við sjónvarpsleikstjórn bæði á Íslandi og erlendis. Árið 2018 leikstýrði Ugla tveimur þáttum af Ófærð og fékk í kjölfarið boð um að leikstýra þremur þáttum af Amazon seríunni Hanna sem frumsýnd verður í sumar. Ugla Hauksdóttir leikstjóri við tökur á stuttmyndinni Selshamurinn.Julie Rowland Nýlega hlotnaðist Uglu sá mikli heiður að vera boðið inngöngu í Leikstjórasamband Bandaríkjanna eða Directors Guild of America, og mun hún á þessu ári leikstýra tveimur þáttum af Amazon seríunni The Power sem byggð er á metsölubók eftir Naomi Alderman. Bíó og sjónvarp Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Selshamurinn, hefur verið valin í aðalkeppni hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Huesca á Spáni. Þetta er í 48. skipti sem þessi hátíð er haldin en vegna kórónuveirunnar mun hún fara fram á stafrænu formi dagana 12. - 20. júní næstkomandi. Selshamurinn verður heimsfrumsýnd á hátíðinni. Myndin er skrifuð og leikstýrð af Uglu Hauksdóttur og framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Meðframleiðandi er Gunnhildur Helga Katrínardóttir og yfirframleiðandi Guðmundur Arnar Guðmundsson. Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Bríet Sóley Valgeirsdóttir. „Selshamurinn fjallar um hina fimm ára gömlu Sól sem býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið. Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar. Þegar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóðsögu,“ segir Ugla um myndina. Mynd/Daníel Imsland Valin úr hópi 2.000 mynda Selshamurinn er ein af 31 mynd í alþjóðlegri stuttmyndakeppni hátíðarinnar en hátt í 2.000 myndir voru sendar inn frá 93 löndum. Aðeins tvær myndir voru valdar inn frá Norðurlöndunum í ár. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Huesca er á skrá Bandarísku kvikmyndaakademíunnar sem stendur fyrir Óskarsverðlaununum og vinningsmyndir hátíðarinnar koma þar með til greina í Óskarsval vegna stuttmynda. Ugla Hauksdóttir útskrifaðist sem leikstjóri og handritshöfundur úr Columbia University árið 2016 og hefur síðan þá starfað við sjónvarpsleikstjórn bæði á Íslandi og erlendis. Árið 2018 leikstýrði Ugla tveimur þáttum af Ófærð og fékk í kjölfarið boð um að leikstýra þremur þáttum af Amazon seríunni Hanna sem frumsýnd verður í sumar. Ugla Hauksdóttir leikstjóri við tökur á stuttmyndinni Selshamurinn.Julie Rowland Nýlega hlotnaðist Uglu sá mikli heiður að vera boðið inngöngu í Leikstjórasamband Bandaríkjanna eða Directors Guild of America, og mun hún á þessu ári leikstýra tveimur þáttum af Amazon seríunni The Power sem byggð er á metsölubók eftir Naomi Alderman.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira