Forsendubrestur af hálfu Reykjavíkur í flugvallarmálinu Vigdís Hauksdóttir skrifar 1. maí 2020 06:00 Eftirfarandi erindi sá ég mig knúna til að senda á stjórn samgöngunefndar Alþingis. Þar með upplýsi ég að undirskriftir borgarstjóra eru ekki pappírsins virði. Stjórn samgöngunefndar Alþingis Mér er skylt að upplýsa ykkur um framgang borgarstóra og meirihlutans í Reykjavík í máli sem snýr að flugvellinum í Reykjavík. Geri ég það í ljósi bréfs sem stjórnin sendi borgarstjóra um efndir borgarinnar hvað varðar samning sem ríkið gerði við Reykjavík um að framtíð flugvallarins væri tryggð þar til hugsanlega nýr flugvöllur tæki við starfsemi hans. Sjá hér. Á fundi borgarráðs 29. apríl sl. var þetta erindi lagt fram af hálfu meirihlutans: Skerjafjörður Þ5, deiliskipulag. Mál nr. SN170833 Kynnt er staða á vinnu við gerð deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð; uppdrættir, skilmálar og tímalína. Sjá 4. lið fundargerðar. Vil ég sérstaklega benda á bókun meirihlutans í málinu: „Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: Verkefnið er í samræmi við gildandi aðalskipulag um uppbyggingu á svæðinu og í samræmi við samning ríkisins og Rvk frá 2013. Í nýrri byggð í Skerjafirði er gert ráð fyrir þéttri lágreistri og nútímalegri strandbyggð. Staðsetningin býður upp á fallegt náttúrulegt umhverfi við fallega strandlengju sem gefur frábæra möguleika til útivistar og umhverfisvænna samganga. Íbúðirnar verði fjölbreyttar að stærð og eignarformi og nýr grunnskóli mun þjóna hverfinu öllu. Við fögnum þessari löngu tímabærri uppbyggingu og hlökkum til framhaldsins.“ Hér er bókun mín í málinu: „Þann 29. nóvember 2019 gerðu ríkið og Reykjavíkurborg samkomulag um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni og á þeirri vinnu að vera lokið fyrir árslok 2024. Leggur ríkið til 100 milljónir og Reykjavíkurborg 100 milljónir. Samkvæmt samkomulaginu á að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar meðan unnið væri að undirbúning og byggingu nýs flugvallar, ef hann hugsanlega kæmi, þannig að hann geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til nýr flugvöllur yrði tilbúinn. Í samkomulaginu lýsir borgarstjóri yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi til að tryggja flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Nú er ljóst að samningurinn er ekki pappírsins virði því bæði kemur fram í greinargerð með frumvarpi um fjárhagsáætlun Reykjavíkur til 2024 og nú kynningu að gerð deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð að málið er keyrt áfram af fullum þunga og þar með er kominn forsendubrestur. Ég kem til með að tilkynna stjórn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis brot á samkomulaginu, enda hefur stjórnin þegar lagt fram fyrirspurn til borgarstjóra hvort samkomulagið haldi og óskað var eftir staðfestingu á sameiginlegum skilningi hans og samgönguráðherra að flugvöllurinn yrði tryggður í Vatnsmýrinni. Þetta eru fordæmalaus vinnubrögð og sýnir glöggt hversu borgarstjóri og meirihlutinn er veruleikafirrtur, ósvífinn og óheiðarlegur.“ Fleiri bókanir má finna undir dagskrárliðnum. Það er alveg ljóst á þessu að borgarstjóri ætlar sér ekki að uppfylla samkomulagið við ríkið og lýsi ég því yfir fullkomnum forsendubresti að hálfu borgarinnar. Með bestu kveðju Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Eftirfarandi erindi sá ég mig knúna til að senda á stjórn samgöngunefndar Alþingis. Þar með upplýsi ég að undirskriftir borgarstjóra eru ekki pappírsins virði. Stjórn samgöngunefndar Alþingis Mér er skylt að upplýsa ykkur um framgang borgarstóra og meirihlutans í Reykjavík í máli sem snýr að flugvellinum í Reykjavík. Geri ég það í ljósi bréfs sem stjórnin sendi borgarstjóra um efndir borgarinnar hvað varðar samning sem ríkið gerði við Reykjavík um að framtíð flugvallarins væri tryggð þar til hugsanlega nýr flugvöllur tæki við starfsemi hans. Sjá hér. Á fundi borgarráðs 29. apríl sl. var þetta erindi lagt fram af hálfu meirihlutans: Skerjafjörður Þ5, deiliskipulag. Mál nr. SN170833 Kynnt er staða á vinnu við gerð deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð; uppdrættir, skilmálar og tímalína. Sjá 4. lið fundargerðar. Vil ég sérstaklega benda á bókun meirihlutans í málinu: „Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: Verkefnið er í samræmi við gildandi aðalskipulag um uppbyggingu á svæðinu og í samræmi við samning ríkisins og Rvk frá 2013. Í nýrri byggð í Skerjafirði er gert ráð fyrir þéttri lágreistri og nútímalegri strandbyggð. Staðsetningin býður upp á fallegt náttúrulegt umhverfi við fallega strandlengju sem gefur frábæra möguleika til útivistar og umhverfisvænna samganga. Íbúðirnar verði fjölbreyttar að stærð og eignarformi og nýr grunnskóli mun þjóna hverfinu öllu. Við fögnum þessari löngu tímabærri uppbyggingu og hlökkum til framhaldsins.“ Hér er bókun mín í málinu: „Þann 29. nóvember 2019 gerðu ríkið og Reykjavíkurborg samkomulag um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni og á þeirri vinnu að vera lokið fyrir árslok 2024. Leggur ríkið til 100 milljónir og Reykjavíkurborg 100 milljónir. Samkvæmt samkomulaginu á að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar meðan unnið væri að undirbúning og byggingu nýs flugvallar, ef hann hugsanlega kæmi, þannig að hann geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til nýr flugvöllur yrði tilbúinn. Í samkomulaginu lýsir borgarstjóri yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi til að tryggja flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Nú er ljóst að samningurinn er ekki pappírsins virði því bæði kemur fram í greinargerð með frumvarpi um fjárhagsáætlun Reykjavíkur til 2024 og nú kynningu að gerð deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð að málið er keyrt áfram af fullum þunga og þar með er kominn forsendubrestur. Ég kem til með að tilkynna stjórn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis brot á samkomulaginu, enda hefur stjórnin þegar lagt fram fyrirspurn til borgarstjóra hvort samkomulagið haldi og óskað var eftir staðfestingu á sameiginlegum skilningi hans og samgönguráðherra að flugvöllurinn yrði tryggður í Vatnsmýrinni. Þetta eru fordæmalaus vinnubrögð og sýnir glöggt hversu borgarstjóri og meirihlutinn er veruleikafirrtur, ósvífinn og óheiðarlegur.“ Fleiri bókanir má finna undir dagskrárliðnum. Það er alveg ljóst á þessu að borgarstjóri ætlar sér ekki að uppfylla samkomulagið við ríkið og lýsi ég því yfir fullkomnum forsendubresti að hálfu borgarinnar. Með bestu kveðju Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun