Afturvirk launahækkun þingmanna og ráðherra kemur til framkvæmda á verkalýðsdaginn Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 30. apríl 2020 21:42 Hækkun ráðherra, þingmanna og annarra embættismanna nú um mánaðamótin er afturvirk um fjóra mánuði. Vísir/Vilhelm Frumvarp Pírata um að þingmenn og ráðherrar fái engar launahækkanir út kjörtímabilið hefur ekki verið afgreitt úr nefnd og því ljóst að það verður ekki afgreitt fyrir mánaðamót. Þar af leiðandi kemur afturvirk launahækkun þingmanna, ráðherra og annarra embættismanna til framkvæmda á morgun. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að launaseðillin sé kominn: „Nú er kominn launaseðill fyrir næsta mánuð. Hækkunin er komin og afturvirk. Það þýðir útborguð laun með leiðréttingunni eftir skatta upp á 915 þúsund krónur (1.518.069 kr fyrir skatt með leiðréttingunni). Grunnlífeyririnn ætti að vera mikið hærri en hann er, ef farið væri að lögum. Einhvern vegin finnst mér ólíklegt að lífeyririnn verði leiðréttur. Hvað þá afturvirkt…“ segir þingmaðurinn. Launamál þingmanna og ráðherra eru orðin nokkuð flókin þar sem hækkun sem þeir áttu að fá ásamt öðrum embættismönnum í júní í fyrra var frestað til 1. janúar á þessu ári. Hækkunin kom þó ekki til framkvæmda en stendur til að leiðrétta það. Þá eiga þingmenn og ráðherrar ásamt fyrrgreindum hópum að fá launahækkun í júlí á þessu ári. Þingmenn Pírata ásamt nokkrum þingmönnum annarra stjórnarandstöðuflokka nema Miðflokksins lögðu fram frumvarp um að allar þessar launahækkanir verði slegnar af. Mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í fyrradag en með því er gert ráð fyrir að krónutala launanna verði fest inn í lögum um þingfararkaup annars vegar, og lögum um stjórnarráð Íslands hins vegar, þannig að þau haldist óbreytt út árið 2021, eða fram yfir næstu kosningar til Alþingis. Óvíst er hvort frumvarpið hefði notið stuðnings þingsins yfir höfuð. Nú er þó nokkuð ljóst að það verður ekki afgreitt í tæka tíð svo að það nái markmiðum sínum að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. „Við reyndum að fá þetta mál tekið út úr nefnd í gær án umsagna og því var hafnað af meirihluta nefndarinnar sem er auðvitað mjög dapurlegt vegna þess að þá þýðir það að þetta frumvarp verður ekki samþykkt í tæka tíð til að koma í veg fyrir að þingmenn fái mjög háa launahækkun á verkalýðsdaginn sjálfan,“ segir Þórhildur Sunna. Hækkunin sé afturvirk um fjóra mánuði. „Þingmenn fá um 70 þúsund króna hækkun sinnum fimm samtals og ráðherrar 115 þúsund ásamt forseta Alþingis og forsætisráðherra um 130 þúsund í hækkun.“ Alþingi Vinnumarkaður Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Frumvarp Pírata um að þingmenn og ráðherrar fái engar launahækkanir út kjörtímabilið hefur ekki verið afgreitt úr nefnd og því ljóst að það verður ekki afgreitt fyrir mánaðamót. Þar af leiðandi kemur afturvirk launahækkun þingmanna, ráðherra og annarra embættismanna til framkvæmda á morgun. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að launaseðillin sé kominn: „Nú er kominn launaseðill fyrir næsta mánuð. Hækkunin er komin og afturvirk. Það þýðir útborguð laun með leiðréttingunni eftir skatta upp á 915 þúsund krónur (1.518.069 kr fyrir skatt með leiðréttingunni). Grunnlífeyririnn ætti að vera mikið hærri en hann er, ef farið væri að lögum. Einhvern vegin finnst mér ólíklegt að lífeyririnn verði leiðréttur. Hvað þá afturvirkt…“ segir þingmaðurinn. Launamál þingmanna og ráðherra eru orðin nokkuð flókin þar sem hækkun sem þeir áttu að fá ásamt öðrum embættismönnum í júní í fyrra var frestað til 1. janúar á þessu ári. Hækkunin kom þó ekki til framkvæmda en stendur til að leiðrétta það. Þá eiga þingmenn og ráðherrar ásamt fyrrgreindum hópum að fá launahækkun í júlí á þessu ári. Þingmenn Pírata ásamt nokkrum þingmönnum annarra stjórnarandstöðuflokka nema Miðflokksins lögðu fram frumvarp um að allar þessar launahækkanir verði slegnar af. Mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í fyrradag en með því er gert ráð fyrir að krónutala launanna verði fest inn í lögum um þingfararkaup annars vegar, og lögum um stjórnarráð Íslands hins vegar, þannig að þau haldist óbreytt út árið 2021, eða fram yfir næstu kosningar til Alþingis. Óvíst er hvort frumvarpið hefði notið stuðnings þingsins yfir höfuð. Nú er þó nokkuð ljóst að það verður ekki afgreitt í tæka tíð svo að það nái markmiðum sínum að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. „Við reyndum að fá þetta mál tekið út úr nefnd í gær án umsagna og því var hafnað af meirihluta nefndarinnar sem er auðvitað mjög dapurlegt vegna þess að þá þýðir það að þetta frumvarp verður ekki samþykkt í tæka tíð til að koma í veg fyrir að þingmenn fái mjög háa launahækkun á verkalýðsdaginn sjálfan,“ segir Þórhildur Sunna. Hækkunin sé afturvirk um fjóra mánuði. „Þingmenn fá um 70 þúsund króna hækkun sinnum fimm samtals og ráðherrar 115 þúsund ásamt forseta Alþingis og forsætisráðherra um 130 þúsund í hækkun.“
Alþingi Vinnumarkaður Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00