Óvissan mikil en engar uppsagnir hjá Bláa Lóninu Andri Eysteinsson skrifar 30. apríl 2020 22:20 Staða Bláa Lónsins er erfið. Vísir/Vilhelm Bláa Lónið einn þekktasti ferðamannastaður landsins stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu vegna samkomubanns og gagns mála í flugsamgöngum heimsins. Staðan sé alvarleg en þó verði ekki ráðist í frekari uppsagnir fyrir þessi mánaðamót. „Bláa Lónið stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu; annars vegar hvenær megi hefja aftur rekstur en þrátt fyrir að dregið verði úr takmörkunum nú eftir helgi ber okkur enn að hafa starfsemi okkar lokaða, og svo hvenær flug kemst aftur í eðlilegt horf og hvernig ferðabanni verði aflétt,“ segir í svari Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra hjá Bláa Lóninu, við fyrirspurn fréttastofu. Helga Árnadóttir var framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar áður en hún tók til starfa hjá Bláa lóninu árið 2018. Bláa Lónið hefur verið lokað frá því að hert samkomubann tók gildi 23. mars síðastliðinn og verður ekki opnað að nýju fyrr í byrjun júní að minnsta kosti. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður að nýju en stjórn Bláa Lónsins segist rýna í stöðuna daglega varðandi þau mál sem snúa að rekstri Bláa Lónsins og framtíð þess. „Við höfum þegar stígið ákveðin skref þar sem við fórum í sársaukafullar aðgerðir um síðustu mánaðamót til að mæta stöðunni eins og hún leit þá út. Óvissan er enn gríðarlega mikil og staðan grafalvarleg, við erum því að skoða mismunandi sviðsmyndir og munum halda þeirri vinnu áfram í maí m.a. hvað varðar hvenær og með hvaða hætti við getum brugðist við og mögulega opnað aftur,“ segir Helga. Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa lónsins og stærsti hluthafi. Hann hefur fengið um milljarð króna í arðgreiðslur undanfarin þrjú ár. Hagnaður Bláa lónsins árið 2018 var 3,7 milljarðar króna. Ársreikningur fyrir árið í fyrra hefur ekki verið birtur. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í mars að uppsöfnuð arðgreiðsla eigenda Bláa lónsins frá árinu 2012-2019 næmi 12,3 milljörðum króna. Þann 26. maí var 164 af 764 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp og áætlað var að stærsti hluti þeirra starfsmanna sem eftir stóðu yrði boðið að nýta sér hlutabótaleið yfirvalda. Talsvert hefur verið um hópuppsagnir síðustu daga en staðan í ferðaþjónustu landsins er svört. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar greindi frá því í Reykjavík síðdegis í dag að Vinnumálastofnun hafi í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. Grindavík Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Bláa lónið Tengdar fréttir Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Bláa Lónið einn þekktasti ferðamannastaður landsins stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu vegna samkomubanns og gagns mála í flugsamgöngum heimsins. Staðan sé alvarleg en þó verði ekki ráðist í frekari uppsagnir fyrir þessi mánaðamót. „Bláa Lónið stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu; annars vegar hvenær megi hefja aftur rekstur en þrátt fyrir að dregið verði úr takmörkunum nú eftir helgi ber okkur enn að hafa starfsemi okkar lokaða, og svo hvenær flug kemst aftur í eðlilegt horf og hvernig ferðabanni verði aflétt,“ segir í svari Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra hjá Bláa Lóninu, við fyrirspurn fréttastofu. Helga Árnadóttir var framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar áður en hún tók til starfa hjá Bláa lóninu árið 2018. Bláa Lónið hefur verið lokað frá því að hert samkomubann tók gildi 23. mars síðastliðinn og verður ekki opnað að nýju fyrr í byrjun júní að minnsta kosti. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður að nýju en stjórn Bláa Lónsins segist rýna í stöðuna daglega varðandi þau mál sem snúa að rekstri Bláa Lónsins og framtíð þess. „Við höfum þegar stígið ákveðin skref þar sem við fórum í sársaukafullar aðgerðir um síðustu mánaðamót til að mæta stöðunni eins og hún leit þá út. Óvissan er enn gríðarlega mikil og staðan grafalvarleg, við erum því að skoða mismunandi sviðsmyndir og munum halda þeirri vinnu áfram í maí m.a. hvað varðar hvenær og með hvaða hætti við getum brugðist við og mögulega opnað aftur,“ segir Helga. Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa lónsins og stærsti hluthafi. Hann hefur fengið um milljarð króna í arðgreiðslur undanfarin þrjú ár. Hagnaður Bláa lónsins árið 2018 var 3,7 milljarðar króna. Ársreikningur fyrir árið í fyrra hefur ekki verið birtur. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í mars að uppsöfnuð arðgreiðsla eigenda Bláa lónsins frá árinu 2012-2019 næmi 12,3 milljörðum króna. Þann 26. maí var 164 af 764 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp og áætlað var að stærsti hluti þeirra starfsmanna sem eftir stóðu yrði boðið að nýta sér hlutabótaleið yfirvalda. Talsvert hefur verið um hópuppsagnir síðustu daga en staðan í ferðaþjónustu landsins er svört. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar greindi frá því í Reykjavík síðdegis í dag að Vinnumálastofnun hafi í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn.
Grindavík Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Bláa lónið Tengdar fréttir Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51