Leyniþjónusta Bandaríkjanna segir veiruna ekki vera manngerða Andri Eysteinsson skrifar 30. apríl 2020 23:56 Frá kínverskri rannsóknarstofu. Getty/Yin Liqin Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum leiddi í ljós að orðrómar um að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu séu ekki á rökum reistar. „Við munum halda áfram að rannsaka og greina nýjar upplýsingar um veiruna til þess að komast að því hvort veiran hafi breiðst út frá matarmarkaði eða vegna slyss á rannsóknarstofu í Wuhan,“ er haft eftir yfirmönnum leyniþjónustunnar í frétt BBC um málið. Veirunnar var fyrst getið í kínversku borginni Wuhan en þaðan hefur hún dreifst út um víða veröld og hafa nú yfir 3,2 milljónir tilfella verið skráð og yfir 230 þúsund manns hafa látist vegna veirunnar. Samsæriskenningar hafa sprottið upp um tilurð veirunnar og hafa ýmsir gefið til kynna að þeir telji veiruna manngerða og jafnvel ætlaða sem lífefnavopn. Yfirlýsing leyniþjónustunnar er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn fjalla um slíkar kenningar. Þá eru einnig uppi kenningar um að veiran hafi breiðst út eftir slys á rannsóknarstofu, fram kemur í frétt BBC að sú kenning hafi ekki verið afsönnuð. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í dag að líkur séu á því að uppspretta veirunnar hafi verið veirufræðideild í Wuhan. Trump var spurður hvort hann hefði séð eitthvað sem bendi til þess að kenningin gæti verið sönn. „Já ég hef séð slíkt. Ég held líka að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ætti að skammast sín því hún lætur eins og almannatengsla fyrirtæki Kínverja,“ sagði forsetinn. Þá hefur New York Times greint frá því að hátt settir embættismenn innan Hvíta hússins hafi óskað eftir því að leyniþjónustan rannsaki kenningar þær sem snúa að rannsóknarstofu í Wuhan. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum leiddi í ljós að orðrómar um að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu séu ekki á rökum reistar. „Við munum halda áfram að rannsaka og greina nýjar upplýsingar um veiruna til þess að komast að því hvort veiran hafi breiðst út frá matarmarkaði eða vegna slyss á rannsóknarstofu í Wuhan,“ er haft eftir yfirmönnum leyniþjónustunnar í frétt BBC um málið. Veirunnar var fyrst getið í kínversku borginni Wuhan en þaðan hefur hún dreifst út um víða veröld og hafa nú yfir 3,2 milljónir tilfella verið skráð og yfir 230 þúsund manns hafa látist vegna veirunnar. Samsæriskenningar hafa sprottið upp um tilurð veirunnar og hafa ýmsir gefið til kynna að þeir telji veiruna manngerða og jafnvel ætlaða sem lífefnavopn. Yfirlýsing leyniþjónustunnar er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn fjalla um slíkar kenningar. Þá eru einnig uppi kenningar um að veiran hafi breiðst út eftir slys á rannsóknarstofu, fram kemur í frétt BBC að sú kenning hafi ekki verið afsönnuð. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í dag að líkur séu á því að uppspretta veirunnar hafi verið veirufræðideild í Wuhan. Trump var spurður hvort hann hefði séð eitthvað sem bendi til þess að kenningin gæti verið sönn. „Já ég hef séð slíkt. Ég held líka að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ætti að skammast sín því hún lætur eins og almannatengsla fyrirtæki Kínverja,“ sagði forsetinn. Þá hefur New York Times greint frá því að hátt settir embættismenn innan Hvíta hússins hafi óskað eftir því að leyniþjónustan rannsaki kenningar þær sem snúa að rannsóknarstofu í Wuhan.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira