„Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2020 12:51 Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. Baráttudagur verkalýðsins 1. maí hefur verið haldinn hátíðlegur með kröfugöngum og útifundum í nærri hundrað ár og er þetta í fyrsta skipti á þeim tíma sem það er alfarið slegið af. Baráttukveðjurnar hafa nú færst inní rafheima og á flestum heimasíðum og samfélagsmiðlum verkalýðisfélaga má sjá ávörp eða kveðjur forystufólks. Þá efna Bandalag háskólamanna, ASÍ, BSRB til sérstakrar skemmti- og baráttudagskrár sem flutt verður í Hörpu og sjónvarpað í kvöld klukkan 19:40. Í ávarpi Drífu Snædal, forseta ASÍ, segir að landsmenn standi nú frammi fyrir efnahagskreppu. Óhugnalega margir hafi misst vinnu og enn fleiri orðið fyrir skertum tekjum. Stéttarfélög haldi áfram í baráttu fyrir bættum kjörum en hún hafi breyst. „Nú fjallar þetta bara um að atvinnuleysisbætur og grundvallartryggingar til fólks. En hinar stóru kröfur standa eftir um jöfnuð og réttlæti og réttlátt þjóðfélag,“ segir Drífa. Drífa varar við að fólk slái af kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. „Það er alltaf hætta á því í svona ástandi þar sem fólk er orðið aðþrengt að það fari að undirbjóða hvert annað og taki verri störf og verri kjör. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við höldum í þann ramma sem við setjum okkur hér á landi og höldum í okkar kjarasamninga og kjör,“ segir Drífa. Hún svarar gagnrýni á fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir hjá Eflingu og höfnun kjarasamninga hjá hjúkrunarfræðingum á slíkum tíma með að kjarabarátta verði að fá að hafa sinn gang. Ef við ýtum öllu til hliðar vegna ástandsins hvort sem það er kjarasamningsgerð eða kjarabarátta þá vitum við ekki hvar það endar,“ segir hún. Nú blasi við miklar samfélagsbreytingar og mikilvægt sé að tryggt verði að hér verði næg atvinna og góð störf. „Þá þarf að að tryggja það í atvinnulífi landsins að það sé ekki jafn auðsært og núna,“ segir Drífa Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Baráttukveðjur 1. maí! Félagasamtök Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. Baráttudagur verkalýðsins 1. maí hefur verið haldinn hátíðlegur með kröfugöngum og útifundum í nærri hundrað ár og er þetta í fyrsta skipti á þeim tíma sem það er alfarið slegið af. Baráttukveðjurnar hafa nú færst inní rafheima og á flestum heimasíðum og samfélagsmiðlum verkalýðisfélaga má sjá ávörp eða kveðjur forystufólks. Þá efna Bandalag háskólamanna, ASÍ, BSRB til sérstakrar skemmti- og baráttudagskrár sem flutt verður í Hörpu og sjónvarpað í kvöld klukkan 19:40. Í ávarpi Drífu Snædal, forseta ASÍ, segir að landsmenn standi nú frammi fyrir efnahagskreppu. Óhugnalega margir hafi misst vinnu og enn fleiri orðið fyrir skertum tekjum. Stéttarfélög haldi áfram í baráttu fyrir bættum kjörum en hún hafi breyst. „Nú fjallar þetta bara um að atvinnuleysisbætur og grundvallartryggingar til fólks. En hinar stóru kröfur standa eftir um jöfnuð og réttlæti og réttlátt þjóðfélag,“ segir Drífa. Drífa varar við að fólk slái af kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. „Það er alltaf hætta á því í svona ástandi þar sem fólk er orðið aðþrengt að það fari að undirbjóða hvert annað og taki verri störf og verri kjör. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við höldum í þann ramma sem við setjum okkur hér á landi og höldum í okkar kjarasamninga og kjör,“ segir Drífa. Hún svarar gagnrýni á fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir hjá Eflingu og höfnun kjarasamninga hjá hjúkrunarfræðingum á slíkum tíma með að kjarabarátta verði að fá að hafa sinn gang. Ef við ýtum öllu til hliðar vegna ástandsins hvort sem það er kjarasamningsgerð eða kjarabarátta þá vitum við ekki hvar það endar,“ segir hún. Nú blasi við miklar samfélagsbreytingar og mikilvægt sé að tryggt verði að hér verði næg atvinna og góð störf. „Þá þarf að að tryggja það í atvinnulífi landsins að það sé ekki jafn auðsært og núna,“ segir Drífa Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Baráttukveðjur 1. maí!
Félagasamtök Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira