Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2020 20:26 Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. Rekstraraðilar hótel- og gististaða hafa margir neyðst til að loka og segja upp fólki. Landsmenn hafa aftur á móti verið hvattir til að ferðast innanlands í sumar og þá er spurning hvað verður opið. Sjá einnig: Ekki ýkja mörg hótelherbergi til skiptanna á landsbyggðinni „Við erum ennþá með rúmlega 300 manns í vinnu hjá okkur til þess að sinna innanlandsmarkaðnum í sumar og ætlum að halda sjö opnum af þessum sautján,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, sem líkt og áður segir reka sautján hótel víða um landið. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Arnar Kea hótel hafa lokað átta af tíu hótelum en ætla að hafa meira opið í sumar. „Við höfum haldið opnu Hótel Kea á Akureyri og Hótel Borg í Reykjavík,“ segir Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Kea-Hótela. „Við erum með Hótel Kötlu hjá Vík í Mýrdal, við erum að opna það núna þessa dagana og erum með því að treysta á innanlandstraffíkina að hún aukist með hækkandi sól. Og sama hérna á Akureyri, þetta eru tveir vinsælir staðir, við erum ekki að sjá fyrir okkur að við séum að auka neina opnun í Reykjavík næstu mánuðina hins vegar, “ segir Páll. Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Kea.Vísir/Sigurjón Herbergjanýting hafi farið allt niður í 0% og jafnvel bara tvö til þrjú herbergi í notkun þegar sameinaðar eru bókanir frá sjö hótelum á höfuðborgarsvæðinu á eitt hótel. „Þetta er náttúrlega bara þrjóska að vera að standa í þessu. Við höfum bara viljað halda starfseminni gangandi bara eins og við höfum getað.“ Verri staða í Reykjavík Kristófer Oliversson, er eigandi og framkvæmdastjóri Center Hótela en hann er jafnframt formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Hann rekur átta hótel, öll íReykjavík, en aðeins eitt þeirra er opið. „Í raun væri jafnvel skynsamlegra að loka því,“ segir Kristófer. „Eins og í okkar tilfelli þá erum við hérna íReykjavík, 84% íbúa þjóðarinnar búa í innan viðklukkustundar fjarlægð. Við munum ekki hafa neinar gríðarlegar tekjur af Íslendingum. Úti á landi getur það orðið,“ segir Kristófer sem er sammála Páli um að staðan sé erfiðari á höfuðborgarsvæðinu. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.Vísir/Egill „Það loka allir sem að geta og mikilvægt að menn á svæðum, þar sem eru mismunandi samkeppnisaðilar, að þeir ættu að koma sér saman um það og fá heimild til þess að hafa bara eitt hótel opið til þess að þreifa á markaðnum og fjölga þeim síðan eftir því sem að markaðurinn leyfir,“ segir Kristófer. Þetta sé þó ekki auðvelt í framkvæmd. Flestir bjóða tilboð og hundar velkomnir Kristófer, Páll og Davíð Torfi gera allir ráð fyrir að verð muni lækka. „Við munum sjá allt önnur verð í gangi, það er bara svoleiðis,“ segir Davíð Torfi og Páll tekur í sama streng. „Það er alveg klárt að meðalverðin hjá okkur lækka það er alveg klárt og við verðum eins og aðrir með góð tilboð,“ segir Páll. „Mér kæmi ekki á óvart ef verðið myndi lækka um 50% eða þar um bil til þess að nefna einhverja tölu, það sem maður hefur séð úti á markaðnum,“ segir Kristófer. Davíð Torfi segir tilboð fyrir sumarið þegar í undirbúningi. „Við ætlum að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi sem að mun bjóða hunda velkomna til dæmis inn á hótel þannig að það er mjög gott. Og við verðum með tilboð fyrir golfarann og tilboð fyrir fjölskylduna þannig að við munum sinna þessum innanlandsmarkaði mjög vel í sumar,“ segir Davíð. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Sjá meira
Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. Rekstraraðilar hótel- og gististaða hafa margir neyðst til að loka og segja upp fólki. Landsmenn hafa aftur á móti verið hvattir til að ferðast innanlands í sumar og þá er spurning hvað verður opið. Sjá einnig: Ekki ýkja mörg hótelherbergi til skiptanna á landsbyggðinni „Við erum ennþá með rúmlega 300 manns í vinnu hjá okkur til þess að sinna innanlandsmarkaðnum í sumar og ætlum að halda sjö opnum af þessum sautján,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, sem líkt og áður segir reka sautján hótel víða um landið. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Arnar Kea hótel hafa lokað átta af tíu hótelum en ætla að hafa meira opið í sumar. „Við höfum haldið opnu Hótel Kea á Akureyri og Hótel Borg í Reykjavík,“ segir Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Kea-Hótela. „Við erum með Hótel Kötlu hjá Vík í Mýrdal, við erum að opna það núna þessa dagana og erum með því að treysta á innanlandstraffíkina að hún aukist með hækkandi sól. Og sama hérna á Akureyri, þetta eru tveir vinsælir staðir, við erum ekki að sjá fyrir okkur að við séum að auka neina opnun í Reykjavík næstu mánuðina hins vegar, “ segir Páll. Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Kea.Vísir/Sigurjón Herbergjanýting hafi farið allt niður í 0% og jafnvel bara tvö til þrjú herbergi í notkun þegar sameinaðar eru bókanir frá sjö hótelum á höfuðborgarsvæðinu á eitt hótel. „Þetta er náttúrlega bara þrjóska að vera að standa í þessu. Við höfum bara viljað halda starfseminni gangandi bara eins og við höfum getað.“ Verri staða í Reykjavík Kristófer Oliversson, er eigandi og framkvæmdastjóri Center Hótela en hann er jafnframt formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Hann rekur átta hótel, öll íReykjavík, en aðeins eitt þeirra er opið. „Í raun væri jafnvel skynsamlegra að loka því,“ segir Kristófer. „Eins og í okkar tilfelli þá erum við hérna íReykjavík, 84% íbúa þjóðarinnar búa í innan viðklukkustundar fjarlægð. Við munum ekki hafa neinar gríðarlegar tekjur af Íslendingum. Úti á landi getur það orðið,“ segir Kristófer sem er sammála Páli um að staðan sé erfiðari á höfuðborgarsvæðinu. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.Vísir/Egill „Það loka allir sem að geta og mikilvægt að menn á svæðum, þar sem eru mismunandi samkeppnisaðilar, að þeir ættu að koma sér saman um það og fá heimild til þess að hafa bara eitt hótel opið til þess að þreifa á markaðnum og fjölga þeim síðan eftir því sem að markaðurinn leyfir,“ segir Kristófer. Þetta sé þó ekki auðvelt í framkvæmd. Flestir bjóða tilboð og hundar velkomnir Kristófer, Páll og Davíð Torfi gera allir ráð fyrir að verð muni lækka. „Við munum sjá allt önnur verð í gangi, það er bara svoleiðis,“ segir Davíð Torfi og Páll tekur í sama streng. „Það er alveg klárt að meðalverðin hjá okkur lækka það er alveg klárt og við verðum eins og aðrir með góð tilboð,“ segir Páll. „Mér kæmi ekki á óvart ef verðið myndi lækka um 50% eða þar um bil til þess að nefna einhverja tölu, það sem maður hefur séð úti á markaðnum,“ segir Kristófer. Davíð Torfi segir tilboð fyrir sumarið þegar í undirbúningi. „Við ætlum að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi sem að mun bjóða hunda velkomna til dæmis inn á hótel þannig að það er mjög gott. Og við verðum með tilboð fyrir golfarann og tilboð fyrir fjölskylduna þannig að við munum sinna þessum innanlandsmarkaði mjög vel í sumar,“ segir Davíð.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Sjá meira