Ítölsku liðin byrja að æfa í vikunni Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 09:45 Birkir Bjarnason í leik með Brescia. vísir/getty Þó að farið sé að rofa til í baráttu Ítala við kórónuveirufaraldurinn er alls ekki víst að hægt verði að klára tímabilið í ítalska fótboltanum. Flest liðanna í ítölsku A-deildinni ættu þó að snúa aftur til æfinga í vikunni. Ítölsk stjórnvöld hafa tilkynnt að knattspyrnumenn fái að mæta til æfinga á æfingasvæðum sinna félaga frá og með morgundeginum. Hins vegar fái þeir bara að æfa einir, fyrst um sinn. Áður hafði staðið til að aðeins íþróttafólk í einstaklingsgreinum fengi að snúa aftur til æfinga á morgun, en að íþróttafólk í hópíþróttum mætti ekki mæta á æfingasvæði síns félags fyrr en í fyrsta lagi 18. maí. Nokkur héruð í landinu höfðu ákveðið að fara gegn þessum leiðbeiningum og það mun hafa leitt til breyttrar afstöðu Vincenczo Spadafora, íþróttamálaráðherra. Birkir Bjarnason og aðrir í ítölsku A-deildinni geta því snúið aftur á sitt æfingasvæði . Hins vegar hafa miðlar á borð við La Repubblica og La Gazzetta dello Sport sagt að enn sé alls kostar óvíst að leiktíðin á Ítalíu verði kláruð. Fundur Spadafora og Guiseppe Conte forsætisráðherra á miðvikudag, með nefnd á vegum deildakeppninnar, mun líklega ráða úrslitum. Ef að ítalska deildin hefst að nýju þá verður það í fyrsta lagi 14. júní. Frakkar, Belgar og Hollendingar hafa þegar ákveðið að ekki verði spilað meira í sumar. Þjóðverjar ætla sér hins vegar að byrja í þessum mánuði og Englendingar og Spánverjar halda enn í vonina um að geta klárað sín tímabil. Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45 Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00 Lögreglan skipaði Birki Bjarna að fara heim Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni, er um þessar mundir fastur á heimili sínu á Ítalíu. 5. apríl 2020 08:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Þó að farið sé að rofa til í baráttu Ítala við kórónuveirufaraldurinn er alls ekki víst að hægt verði að klára tímabilið í ítalska fótboltanum. Flest liðanna í ítölsku A-deildinni ættu þó að snúa aftur til æfinga í vikunni. Ítölsk stjórnvöld hafa tilkynnt að knattspyrnumenn fái að mæta til æfinga á æfingasvæðum sinna félaga frá og með morgundeginum. Hins vegar fái þeir bara að æfa einir, fyrst um sinn. Áður hafði staðið til að aðeins íþróttafólk í einstaklingsgreinum fengi að snúa aftur til æfinga á morgun, en að íþróttafólk í hópíþróttum mætti ekki mæta á æfingasvæði síns félags fyrr en í fyrsta lagi 18. maí. Nokkur héruð í landinu höfðu ákveðið að fara gegn þessum leiðbeiningum og það mun hafa leitt til breyttrar afstöðu Vincenczo Spadafora, íþróttamálaráðherra. Birkir Bjarnason og aðrir í ítölsku A-deildinni geta því snúið aftur á sitt æfingasvæði . Hins vegar hafa miðlar á borð við La Repubblica og La Gazzetta dello Sport sagt að enn sé alls kostar óvíst að leiktíðin á Ítalíu verði kláruð. Fundur Spadafora og Guiseppe Conte forsætisráðherra á miðvikudag, með nefnd á vegum deildakeppninnar, mun líklega ráða úrslitum. Ef að ítalska deildin hefst að nýju þá verður það í fyrsta lagi 14. júní. Frakkar, Belgar og Hollendingar hafa þegar ákveðið að ekki verði spilað meira í sumar. Þjóðverjar ætla sér hins vegar að byrja í þessum mánuði og Englendingar og Spánverjar halda enn í vonina um að geta klárað sín tímabil.
Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45 Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00 Lögreglan skipaði Birki Bjarna að fara heim Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni, er um þessar mundir fastur á heimili sínu á Ítalíu. 5. apríl 2020 08:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45
Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00
Lögreglan skipaði Birki Bjarna að fara heim Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni, er um þessar mundir fastur á heimili sínu á Ítalíu. 5. apríl 2020 08:00