Biden hótar knattspyrnusambandinu Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 11:15 Megan Rapinoe og stöllur hennar í bandaríska landsliðinu hafa verið afar sigursælar og eru ríkjandi heimsmeistarar. VÍSIR/GETTY Joe Biden, tilvonandi forsetaefni Demókrataflokksins, hvetur heimsmeistarana í bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta til að gefast ekki upp í kjarabaráttu sinni fyrir dómstólum. Á föstudag vísaði dómari frá kröfu 28 landsliðskvenna sem kröfðust þess að fá sömu laun og umgjörð og bandaríska karlalandsliðið nyti, auk skaðabóta upp á 66 milljónir Bandaríkjadala. Í hópnum eru stjörnur á borð við Megan Rapinoe, Alex Morgan og Carli Lloyd, og vilja þær fá bætur fyrir allar landsliðskonur sem spilað hafa fyrir Bandaríkin frá því í febrúar 2015. „Ekki gefast upp í þessum slag. Þessu er ekki lokið,“ skrifaði Biden á Twitter-síðu sína um helgina, og beindi svo spjótum sínum að knattspyrnusambandinu sem halda á HM karla árið 2026 með Mexíkó og Kanada. „Til knattspyrnusambandsins: Jöfn laun, núna. Annars, þegar ég verð forseti, getið þið snúið ykkur annað til að fá fjármagn vegna HM,“ skrifaði Biden. Biden-hjónin og Rapinoe voru saman í beinni útsendingu á Instagram á fimmtudag þar sem Rapinoe sagði forsetaefninu að ef hann vantaði varaforseta þá væri hún klár í slaginn. Biden sagði í léttum tón að Rapinoe „yrði að taka á sig launalækkun til að verða varaforseti,“ og Rapinoe svaraði: „Þú veist að ég er ekki fyrir það.“ Molly Levinson, talskona landsliðsins, sagði á föstudag í yfirlýsingu að ekki yrði gefist upp og að til stæði að áfrýja niðurstöðunni. Joe Biden verður væntanlega forsetaefni Demókrataflokksins.VÍSIR/GETTY Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Forsetakosningar í Bandaríkjunum Jafnréttismál Tengdar fréttir Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. 2. maí 2020 10:30 Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Joe Biden, tilvonandi forsetaefni Demókrataflokksins, hvetur heimsmeistarana í bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta til að gefast ekki upp í kjarabaráttu sinni fyrir dómstólum. Á föstudag vísaði dómari frá kröfu 28 landsliðskvenna sem kröfðust þess að fá sömu laun og umgjörð og bandaríska karlalandsliðið nyti, auk skaðabóta upp á 66 milljónir Bandaríkjadala. Í hópnum eru stjörnur á borð við Megan Rapinoe, Alex Morgan og Carli Lloyd, og vilja þær fá bætur fyrir allar landsliðskonur sem spilað hafa fyrir Bandaríkin frá því í febrúar 2015. „Ekki gefast upp í þessum slag. Þessu er ekki lokið,“ skrifaði Biden á Twitter-síðu sína um helgina, og beindi svo spjótum sínum að knattspyrnusambandinu sem halda á HM karla árið 2026 með Mexíkó og Kanada. „Til knattspyrnusambandsins: Jöfn laun, núna. Annars, þegar ég verð forseti, getið þið snúið ykkur annað til að fá fjármagn vegna HM,“ skrifaði Biden. Biden-hjónin og Rapinoe voru saman í beinni útsendingu á Instagram á fimmtudag þar sem Rapinoe sagði forsetaefninu að ef hann vantaði varaforseta þá væri hún klár í slaginn. Biden sagði í léttum tón að Rapinoe „yrði að taka á sig launalækkun til að verða varaforseti,“ og Rapinoe svaraði: „Þú veist að ég er ekki fyrir það.“ Molly Levinson, talskona landsliðsins, sagði á föstudag í yfirlýsingu að ekki yrði gefist upp og að til stæði að áfrýja niðurstöðunni. Joe Biden verður væntanlega forsetaefni Demókrataflokksins.VÍSIR/GETTY
Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Forsetakosningar í Bandaríkjunum Jafnréttismál Tengdar fréttir Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. 2. maí 2020 10:30 Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. 2. maí 2020 10:30
Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti