Berglind losnar úr prísundinni: „Í fyrsta skipti í níu vikur hef ég eitthvað að hlakka til“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 12:45 Berglind Björg Þorvaldsdóttir er búin að bíða lengi eftir því að komast út að hreyfa sig almennilega. VÍSIR/GETTY Þungu fargi er létt af Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem losnar úr ákveðinni prísund á Ítalíu á morgun þegar hún fær að fara út að skokka. Hún heldur heim til Íslands á næstu dögum. Berglind hefur verið í útgöngubanni líkt og aðrir íbúar Ítalíu síðustu tvo mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Hún var að láni frá Breiðablik hjá AC Milan og hafði staðið sig afar vel fyrir ítalska stórveldið þegar faraldurinn setti allt úr skorðum í landinu. Á morgun mega Ítalir aftur fara út og hreyfa sig haldi þeir fjarlægð frá öðrum, og liðsæfingar gætu hafist 18. maí. Berglind heldur hins vegar heimleiðis á næstu dögum og verður með Breiðabliki þegar Íslandsmótið hefst snemma í næsta mánuði, ef að líkum lætur. „Mér er gríðarlega létt. Að geta loksins farið út að labba og hlaupa er svo góð tilfinning. Einu skiptin sem maður mátti fara út var til að labba í búðina og ég var byrjuð að labba lengri vegalengdir í búðina til að fá meiri hreyfingu,“ sagði Berglind við Vísi. „Síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar. Þessi óvissa var að fara með mann á tímabili og núna í fyrsta skipti á þessum níu vikum hefur maður eitthvað til þess að hlakka til,“ sagði Berglind. Eftir 9 vikur inni, þá má á morgun fara út að labba/hlaupa. Ég er svo spennt því fyrir að ég held ég muni ekkert sofa í nótt — Berglind Thorvaldsd (@berglindbjorg10) May 3, 2020 Berglind varð markadrottning Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð þegar Breiðablik varð í 2. sæti þrátt fyrir að tapa ekki leik á tímabilinu. Eftir heimkomu þarf hún að fara í tveggja vikna sóttkví en svo getur hún mætt á æfingar hjá Blikakonum sem þá verða ef til vill farnar að geta æft saman án takmarkana. Til stendur að Íslandsmótið hefjist snemma í júní. „Ég mun nýta þennan mánuð vel í að komast í gott stand fyrir mótið. Ég mun hafa allt sem ég þarf þegar ég kem heim í sóttkví. Svo verð ég tilbúin þegar ég má byrja að æfa með Breiðabliki aftur,“ sagði Berglind. Þrátt fyrir erfiða síðustu mánuði kveðst hún opin fyrir því að snúa aftur til Mílanó síðar enda hafi hún notið lífsins í borginni áður en faraldurinn skall á. Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild kvenna Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Líkir ástandinu í Mílanó við bíómynd 18. mars 2020 11:00 Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 09:32 Berglind raðar inn mörkum fyrir AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið frábærlega af stað í búningi AC Milan á Ítalíu og hún skoraði í 4-0 sigri liðsins á Tavagnacco í dag. 15. febrúar 2020 13:12 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Sjá meira
Þungu fargi er létt af Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem losnar úr ákveðinni prísund á Ítalíu á morgun þegar hún fær að fara út að skokka. Hún heldur heim til Íslands á næstu dögum. Berglind hefur verið í útgöngubanni líkt og aðrir íbúar Ítalíu síðustu tvo mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Hún var að láni frá Breiðablik hjá AC Milan og hafði staðið sig afar vel fyrir ítalska stórveldið þegar faraldurinn setti allt úr skorðum í landinu. Á morgun mega Ítalir aftur fara út og hreyfa sig haldi þeir fjarlægð frá öðrum, og liðsæfingar gætu hafist 18. maí. Berglind heldur hins vegar heimleiðis á næstu dögum og verður með Breiðabliki þegar Íslandsmótið hefst snemma í næsta mánuði, ef að líkum lætur. „Mér er gríðarlega létt. Að geta loksins farið út að labba og hlaupa er svo góð tilfinning. Einu skiptin sem maður mátti fara út var til að labba í búðina og ég var byrjuð að labba lengri vegalengdir í búðina til að fá meiri hreyfingu,“ sagði Berglind við Vísi. „Síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar. Þessi óvissa var að fara með mann á tímabili og núna í fyrsta skipti á þessum níu vikum hefur maður eitthvað til þess að hlakka til,“ sagði Berglind. Eftir 9 vikur inni, þá má á morgun fara út að labba/hlaupa. Ég er svo spennt því fyrir að ég held ég muni ekkert sofa í nótt — Berglind Thorvaldsd (@berglindbjorg10) May 3, 2020 Berglind varð markadrottning Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð þegar Breiðablik varð í 2. sæti þrátt fyrir að tapa ekki leik á tímabilinu. Eftir heimkomu þarf hún að fara í tveggja vikna sóttkví en svo getur hún mætt á æfingar hjá Blikakonum sem þá verða ef til vill farnar að geta æft saman án takmarkana. Til stendur að Íslandsmótið hefjist snemma í júní. „Ég mun nýta þennan mánuð vel í að komast í gott stand fyrir mótið. Ég mun hafa allt sem ég þarf þegar ég kem heim í sóttkví. Svo verð ég tilbúin þegar ég má byrja að æfa með Breiðabliki aftur,“ sagði Berglind. Þrátt fyrir erfiða síðustu mánuði kveðst hún opin fyrir því að snúa aftur til Mílanó síðar enda hafi hún notið lífsins í borginni áður en faraldurinn skall á.
Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild kvenna Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Líkir ástandinu í Mílanó við bíómynd 18. mars 2020 11:00 Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 09:32 Berglind raðar inn mörkum fyrir AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið frábærlega af stað í búningi AC Milan á Ítalíu og hún skoraði í 4-0 sigri liðsins á Tavagnacco í dag. 15. febrúar 2020 13:12 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Sjá meira
Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10
Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 09:32
Berglind raðar inn mörkum fyrir AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið frábærlega af stað í búningi AC Milan á Ítalíu og hún skoraði í 4-0 sigri liðsins á Tavagnacco í dag. 15. febrúar 2020 13:12