Örplast og oxíð í Raman-smásjá Gissur Örlygsson skrifar 4. maí 2020 08:00 Efnafræðilegar upplýsingar í ýmsu samhengi Nýsköpunarmiðstöð festi nýlega kaup á fullkominni Raman-smásjá. Sjá má fyrir sér að tækið nýtist á fjölmörgum sviðum rannsókna, þróunar og þjónustu. Við rannsóknir á örplasti mun tækið valda straumhvörfum því hægt er á einfaldan hátt að greina tegundir plasts í sýnum af ýmsum toga, svo sem vefjasýnum og sýnum úr sjó. Ekki hefur verið unnt að gera slíkar greiningar hér á landi til þessa. Tækið getur nýst á margan hátt varðandi tæknirannsóknir lögreglu, t.d. við greiningu á trefjum (hári, vefnaði), greiningu á málningu, eiturlyfjum, sprengiefnum og fölsunum af ýmsum toga. Tæringarrannsóknir tengdar jarðhitaiðnaðinum munu njóta góðs af tækninni, t.d. til greininga á oxíðum, súlfíðum og klóríðum. Þá geta rannsóknir og þróun á sviði orkugjafa, lyfja, fæðubótarefna og snyrtivara, fjölliða, lækningatækja og ígræða og efnagreiningartækni notið góðs af tækjabúnaðinum, svo einhver dæmi séu nefnd. Dreifing innihaldsefna í lyfjatöflu og Raman-róf þeirra.Mynd/Horiba Scientific Einfaldur sýnaundirbúningur Mælingar krefjast lágmarksundirbúnings sýna. Ekki þarf t.d. að leysa sýnið upp, draga efni út eða slíkt til að geta mælt. Með skönnun er gert kleift að sjá dreifingu efna í yfirborði sýnis, t.d. má greina samsetningu lyfjatöflu eins og sýnt er á myndinni hér á síðunni. Einnig má skanna ákveðið rúmmál og fá þannig þrívíddargögn um dreifingu, svo fremi að ljós af viðkomandi bylgjulengd nái inn í sýnið. Hægt er að nota tækið til að fylgjast með efnabreytingum með því að skanna yfir tíma og fá þannig upplýsingar um breytingar á hvarfefnum og myndefnum og um hraða breytinganna. Raman-tækið á Nýsköpunarmiðstöð, LabRAM HR Evolution frá Horiba. Titringur og leysiljós Raman-mælingar byggjast á greiningu á titringi í sameindum með því að skoða tvístrun ljóss. Notað er leysiljós á sýnilega sviðinu og þar í kring. Raman-greiningar veita efnafræðilegar upplýsingar um sýnið, því að titringstíðni efnatengja og hópa efnatengja er einkennandi fyrir þau. Titringstíðnin og hugsanleg hliðrun hennar ásamt línubreidd gefa einnig upplýsingar um efnafræðilegt umhverfi. Hvert efnasamband hefur sitt einkennandi róf og einnig má greina blöndur efna í þætti. Notast er við gagnabanka með rófum þekktra efna við greiningarnar, en hægt er að bæta gögnum úr eigin mælingum í gagnabankann. Öflug viðbót í greiningarkostum Á heildina litið er um að ræða frábæra viðbót við tækjakost Nýsköpunarmiðstöðvar sem styrkir greiningarkosti á mörgum fagsviðum ásamt því að gefa kost á betri þjónustu við atvinnulíf og stofnanir. Kaupin voru styrkt af Innviðasjóði með stuðningi stofnana, háskóla og fyrirtækja. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Efnafræðilegar upplýsingar í ýmsu samhengi Nýsköpunarmiðstöð festi nýlega kaup á fullkominni Raman-smásjá. Sjá má fyrir sér að tækið nýtist á fjölmörgum sviðum rannsókna, þróunar og þjónustu. Við rannsóknir á örplasti mun tækið valda straumhvörfum því hægt er á einfaldan hátt að greina tegundir plasts í sýnum af ýmsum toga, svo sem vefjasýnum og sýnum úr sjó. Ekki hefur verið unnt að gera slíkar greiningar hér á landi til þessa. Tækið getur nýst á margan hátt varðandi tæknirannsóknir lögreglu, t.d. við greiningu á trefjum (hári, vefnaði), greiningu á málningu, eiturlyfjum, sprengiefnum og fölsunum af ýmsum toga. Tæringarrannsóknir tengdar jarðhitaiðnaðinum munu njóta góðs af tækninni, t.d. til greininga á oxíðum, súlfíðum og klóríðum. Þá geta rannsóknir og þróun á sviði orkugjafa, lyfja, fæðubótarefna og snyrtivara, fjölliða, lækningatækja og ígræða og efnagreiningartækni notið góðs af tækjabúnaðinum, svo einhver dæmi séu nefnd. Dreifing innihaldsefna í lyfjatöflu og Raman-róf þeirra.Mynd/Horiba Scientific Einfaldur sýnaundirbúningur Mælingar krefjast lágmarksundirbúnings sýna. Ekki þarf t.d. að leysa sýnið upp, draga efni út eða slíkt til að geta mælt. Með skönnun er gert kleift að sjá dreifingu efna í yfirborði sýnis, t.d. má greina samsetningu lyfjatöflu eins og sýnt er á myndinni hér á síðunni. Einnig má skanna ákveðið rúmmál og fá þannig þrívíddargögn um dreifingu, svo fremi að ljós af viðkomandi bylgjulengd nái inn í sýnið. Hægt er að nota tækið til að fylgjast með efnabreytingum með því að skanna yfir tíma og fá þannig upplýsingar um breytingar á hvarfefnum og myndefnum og um hraða breytinganna. Raman-tækið á Nýsköpunarmiðstöð, LabRAM HR Evolution frá Horiba. Titringur og leysiljós Raman-mælingar byggjast á greiningu á titringi í sameindum með því að skoða tvístrun ljóss. Notað er leysiljós á sýnilega sviðinu og þar í kring. Raman-greiningar veita efnafræðilegar upplýsingar um sýnið, því að titringstíðni efnatengja og hópa efnatengja er einkennandi fyrir þau. Titringstíðnin og hugsanleg hliðrun hennar ásamt línubreidd gefa einnig upplýsingar um efnafræðilegt umhverfi. Hvert efnasamband hefur sitt einkennandi róf og einnig má greina blöndur efna í þætti. Notast er við gagnabanka með rófum þekktra efna við greiningarnar, en hægt er að bæta gögnum úr eigin mælingum í gagnabankann. Öflug viðbót í greiningarkostum Á heildina litið er um að ræða frábæra viðbót við tækjakost Nýsköpunarmiðstöðvar sem styrkir greiningarkosti á mörgum fagsviðum ásamt því að gefa kost á betri þjónustu við atvinnulíf og stofnanir. Kaupin voru styrkt af Innviðasjóði með stuðningi stofnana, háskóla og fyrirtækja. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun