Hefur enga trú á því að faraldurinn blossi aftur upp af fullum krafti samhliða tilslökunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. maí 2020 09:11 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur enga trú á því að hegðun Íslendinga, nú þegar slakað hefur verið á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins, verði með þeim hætti að faraldurinn blossi upp aftur af fullum krafti. Þá megi búast við smávægilegri aukningu í smitum samhliða tilslökunum. Slakað verður á veirutakmörkunum í dag, 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50, hægt verður að bjóða upp á ýmsa þjónustu á ný og skólahald á að hefjast með eðlilegum hætti svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur átti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, sem ræddi stöðu mála og það sem framundan er í Bítinu á Bylgjunni í morgun, pantaðan tíma í klippingu strax klukkan níu og kvað ekki vanþörf á. Inntur eftir því hvort tilslakanirnar nú gætu e.t.v. haft fleiri smit í för með sér sagði Víðir að svo gæti verið. „Það má alveg búast við því. Það eru vísbendingar um það annars staðar, þar sem menn eru búnir að stíga einhver skref til baka, að þá eru menn að sjá einhverjar hækkanir. Þannig að við búumst alveg við því. Þannig að einhver örfá smit verða enginn heimsendir hjá okkur,“ sagði Víðir. Íslendingar byggju hins vegar að öflugu kerfi. Haldið yrði áfram að reyna að rekja öll smit og gripið yrði til sértækra aðgerða líkt og gert hefur verið í einstökum bæjarfélögum ef upp koma sýkingar. „Ég hef enga trú á því að við hegðum okkur með þeim hætti að þessi faraldur blossi upp af fullum krafti núna. Það getur vel verið þegar frá líður og ef þetta heldur áfram að malla í heiminum að eitthvað komi upp á seinni stigum og við erum undirbúin undir það. En það sem við vonum núna er fyrst og fremst svona staðbundnar hópsýkingar sem við þurfum að vera viðbúin fyrir. En við erum búin að reikna út verstu sviðsmyndir og fara í gegnum þær og vonandi þurfum við ekki að taka upp þau plön,“ sagði Víðir. Upplýsingafundir vegna veirunnar er á dagskrá klukkan tvö í dag. Sambærilegur fundur verður svo á miðvikudag og föstudag. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. 3. maí 2020 23:16 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. 3. maí 2020 20:25 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur enga trú á því að hegðun Íslendinga, nú þegar slakað hefur verið á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins, verði með þeim hætti að faraldurinn blossi upp aftur af fullum krafti. Þá megi búast við smávægilegri aukningu í smitum samhliða tilslökunum. Slakað verður á veirutakmörkunum í dag, 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50, hægt verður að bjóða upp á ýmsa þjónustu á ný og skólahald á að hefjast með eðlilegum hætti svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur átti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, sem ræddi stöðu mála og það sem framundan er í Bítinu á Bylgjunni í morgun, pantaðan tíma í klippingu strax klukkan níu og kvað ekki vanþörf á. Inntur eftir því hvort tilslakanirnar nú gætu e.t.v. haft fleiri smit í för með sér sagði Víðir að svo gæti verið. „Það má alveg búast við því. Það eru vísbendingar um það annars staðar, þar sem menn eru búnir að stíga einhver skref til baka, að þá eru menn að sjá einhverjar hækkanir. Þannig að við búumst alveg við því. Þannig að einhver örfá smit verða enginn heimsendir hjá okkur,“ sagði Víðir. Íslendingar byggju hins vegar að öflugu kerfi. Haldið yrði áfram að reyna að rekja öll smit og gripið yrði til sértækra aðgerða líkt og gert hefur verið í einstökum bæjarfélögum ef upp koma sýkingar. „Ég hef enga trú á því að við hegðum okkur með þeim hætti að þessi faraldur blossi upp af fullum krafti núna. Það getur vel verið þegar frá líður og ef þetta heldur áfram að malla í heiminum að eitthvað komi upp á seinni stigum og við erum undirbúin undir það. En það sem við vonum núna er fyrst og fremst svona staðbundnar hópsýkingar sem við þurfum að vera viðbúin fyrir. En við erum búin að reikna út verstu sviðsmyndir og fara í gegnum þær og vonandi þurfum við ekki að taka upp þau plön,“ sagði Víðir. Upplýsingafundir vegna veirunnar er á dagskrá klukkan tvö í dag. Sambærilegur fundur verður svo á miðvikudag og föstudag. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. 3. maí 2020 23:16 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. 3. maí 2020 20:25 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. 3. maí 2020 23:16
Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04
Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. 3. maí 2020 20:25