Ávaxtakarfan ber með sér batnandi tíð Ávaxtabíllinn 4. maí 2020 10:26 Ávaxtabíllinn sendir holla hressingu á kaffistofur fyrirtækja í hverri viku. Hægt er að skrá fyrirtæki í áskrift. Ávaxtabíllinn hefur þjónustað fyrirtæki um ávexti á kaffistofuna í sautján ár. Haukur Magnússon, eigandi Ávaxtabílsins, segir ferska ávexti, stútfulla af vítamínum, einmitt það sem starfsfólk fyrirtækja þarf þegar það mætir aftur á vinnustöðvar sínar eftir samkomubann. „Ávaxtakarfan er birtingarmynd þess að betri tímar eru fram undan,“ segir Haukur. „Þetta hef ég meira að segja fengið „vísindalega staðfest“ í sænskri skáldsögu Kallinn undir stiganum eftir Mariu Hermannsson. Í sögunni kemur fram að þegar ávaxtakarfan sást á borðinu á bæjarskrifstofunni var það merki um betri tímar væru í nánd og eins ef karfan hvarf var það merki um að harðnað hefði í ári. Það er bara eins og ég hafi skrifað þetta sjálfur! Við köllum þetta „göldrótt áhrif Ávaxtakörfunnar“,“ segir Haukur hress. Óhjákvæmilega hafi ástandið undanfarnar vikur orðið til þess að pöntunum til Ávaxtabílsins fækkaði verulega en nú horfir betur við. Glaðningur á kaffistofuna „Það er bara létt yfir mér í dag, það er ólíkt skemmtilegra að taka á móti pöntunum en afpöntunum. Ávaxtabíllinn fer vel af stað nú þegar starfsmenn mæta aftur á vinnustaði. Fólk er auðvitað misjafnlega spennt fyrir því að mæta aftur og þá þarf að hressa það við með vítamíni í kroppinn. Það býr líka til góða stemmningu á vinnustað þegar það bíður glaðningur á borðum og núna er einmitt tíminn til þess að lífga upp á vinnustaði,“ segir Haukur. Lítið mál er að panta á heimasíðu Ávaxtabílsins, avaxtabillinn.is og þægilegt að vera í áskrift að reglulegum sendingum beint á staðinn. Pöntunum er einnig hægt að breyta inni á heimasíðunni á einfaldan hátt, til dæmis ef auka þarf við skammtinn eða breyta innihaldinu. „Flestir viðskiptavinir okkar eru með fasta pöntun einu sinni til tvisvar í viku. Þá gengur starfsfólk að þessu vísu og ekki þarf að fara út í búð. Viðskiptavinir raða saman innihaldinu eins og þeir vilja og við getum sett saman smáa skammta, til dæmis eitt stykki af hverju eða hálft kíló og svo famvegis. Við keyrum út og afhendum á staðinn. Fyrir þá sem koma nýir inn þurfum við bara fjölda starfsmanna og setjum saman fyrsta skammt eftir ákveðnu kerfi. Eftir viku eða tvær er komin reynsla á hvaða tegundir eru vinsælli en aðrar hjá starfsmönnum og þá er hægt að aðlaga pöntunina í samræmi við óskir. Pöntun getur innihaldið yfir 20 tegundir ef vill, alla helstu ávexti og eitthvað af grænmeti,” segir Haukur. Heppin fyrirtæki fá gefins ávaxtakörfur Til að auka við vítamínskammt fólks sem mætir nú á vinnustaði eftir samkomubannið ætlar Haukur að gefa nokkrar ávaxtakörfur til fyrirtækja í samstarfi við Bylgjuna. Til að taka þátt þarf að skrá fyrirtækið til leiks á bylgjan.is og Ívar Guðmunds dregur út heppin fyrirtæki sem fá sendar þrjár ávaxtakörfur heim að dyrum. Heilsa Matur Bylgjan Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Ávaxtabíllinn hefur þjónustað fyrirtæki um ávexti á kaffistofuna í sautján ár. Haukur Magnússon, eigandi Ávaxtabílsins, segir ferska ávexti, stútfulla af vítamínum, einmitt það sem starfsfólk fyrirtækja þarf þegar það mætir aftur á vinnustöðvar sínar eftir samkomubann. „Ávaxtakarfan er birtingarmynd þess að betri tímar eru fram undan,“ segir Haukur. „Þetta hef ég meira að segja fengið „vísindalega staðfest“ í sænskri skáldsögu Kallinn undir stiganum eftir Mariu Hermannsson. Í sögunni kemur fram að þegar ávaxtakarfan sást á borðinu á bæjarskrifstofunni var það merki um betri tímar væru í nánd og eins ef karfan hvarf var það merki um að harðnað hefði í ári. Það er bara eins og ég hafi skrifað þetta sjálfur! Við köllum þetta „göldrótt áhrif Ávaxtakörfunnar“,“ segir Haukur hress. Óhjákvæmilega hafi ástandið undanfarnar vikur orðið til þess að pöntunum til Ávaxtabílsins fækkaði verulega en nú horfir betur við. Glaðningur á kaffistofuna „Það er bara létt yfir mér í dag, það er ólíkt skemmtilegra að taka á móti pöntunum en afpöntunum. Ávaxtabíllinn fer vel af stað nú þegar starfsmenn mæta aftur á vinnustaði. Fólk er auðvitað misjafnlega spennt fyrir því að mæta aftur og þá þarf að hressa það við með vítamíni í kroppinn. Það býr líka til góða stemmningu á vinnustað þegar það bíður glaðningur á borðum og núna er einmitt tíminn til þess að lífga upp á vinnustaði,“ segir Haukur. Lítið mál er að panta á heimasíðu Ávaxtabílsins, avaxtabillinn.is og þægilegt að vera í áskrift að reglulegum sendingum beint á staðinn. Pöntunum er einnig hægt að breyta inni á heimasíðunni á einfaldan hátt, til dæmis ef auka þarf við skammtinn eða breyta innihaldinu. „Flestir viðskiptavinir okkar eru með fasta pöntun einu sinni til tvisvar í viku. Þá gengur starfsfólk að þessu vísu og ekki þarf að fara út í búð. Viðskiptavinir raða saman innihaldinu eins og þeir vilja og við getum sett saman smáa skammta, til dæmis eitt stykki af hverju eða hálft kíló og svo famvegis. Við keyrum út og afhendum á staðinn. Fyrir þá sem koma nýir inn þurfum við bara fjölda starfsmanna og setjum saman fyrsta skammt eftir ákveðnu kerfi. Eftir viku eða tvær er komin reynsla á hvaða tegundir eru vinsælli en aðrar hjá starfsmönnum og þá er hægt að aðlaga pöntunina í samræmi við óskir. Pöntun getur innihaldið yfir 20 tegundir ef vill, alla helstu ávexti og eitthvað af grænmeti,” segir Haukur. Heppin fyrirtæki fá gefins ávaxtakörfur Til að auka við vítamínskammt fólks sem mætir nú á vinnustaði eftir samkomubannið ætlar Haukur að gefa nokkrar ávaxtakörfur til fyrirtækja í samstarfi við Bylgjuna. Til að taka þátt þarf að skrá fyrirtækið til leiks á bylgjan.is og Ívar Guðmunds dregur út heppin fyrirtæki sem fá sendar þrjár ávaxtakörfur heim að dyrum.
Til að auka við vítamínskammt fólks sem mætir nú á vinnustaði eftir samkomubannið ætlar Haukur að gefa nokkrar ávaxtakörfur til fyrirtækja í samstarfi við Bylgjuna. Til að taka þátt þarf að skrá fyrirtækið til leiks á bylgjan.is og Ívar Guðmunds dregur út heppin fyrirtæki sem fá sendar þrjár ávaxtakörfur heim að dyrum.
Heilsa Matur Bylgjan Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira